Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 29
■ ÞETTA GERÐIST 21FIMMTUDAGUR 17. júní 2004 1837 Strong Vincent fæðist í Waterford í Pennsylvaníu. Strong Vincent var hetja Gettysburg-bardagans en hann starfaði áður sem lög- fræðingur. 1923 Enrico Ferrari vinnur fyrsta kappakstur sinn. Hann keyrði Alfa Romeo. 1953 Sovétmenn brjóta á bak mótmæli gegn stjórnvöldunum í Austur- Berlín. 1972 Starfsmenn Nixon-framboðsins eru handteknir fyrir rán. Þetta markar upphaf Watergate- málsins. 1986 Söngkonan Kate Smith deyr, þá 79 ára. 1994 O.J. Simpson er handtekinn eftir að hafa reynt að flýja handtöku. Leikarar og stórmeistarar til Kanada Hópur Íslendinga, sem sam- anstendur af leikurum Þjóðleik- hússins og stórmeisturum í skák, er á leið til Kanada í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnarinnar og 60 ára afmæli lýðveldisins. Leikararnir flytja dagskrána „New Iceland’s Saga“ eftir Böðvar Guðmundsson í Winnipeg og Gimli á morgun og á föstudag. Rekur hún sögu fjölskyldu sem tekur sig upp frá Íslandi og heldur vestur um haf til Kanada. Gunnar Eyjólfsson, Jóhann Sigurðarson, Kjartan Guð- jónsson, Nanna Kristín Magnús- dóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Þórunn Lárusdóttir flytja dag- skrána ásamt Bergþóri Pálssyni óperusöngvara og Þorsteini Gauta Sigurðssyni píanóleikara. Á sama tíma fer fram í Winnipeg skákmót og munu fimm íslenskir stórmeistarar taka þátt í því, þeir Helgi Ólafsson, Helgi Áss Grétarsson, Jóhann Hjartar- son, Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson. Auk þess mun Helgi Áss Grétarsson tefla fjöltefli í Gimli 19. júní. Á þjóðhátíðardag- inn verður síðan athöfn við styttu Jóns Sigurðssonar. Þar flytur Gunnar Eyjólfsson leikari kvæði og sungnir verða þjóðsöngvar landanna. ■ GUNNAR EYJÓLFSSON Gunnar mun flytja kvæði í Winnipeg á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Þegar menningarhátíðin Bjartir dagar var opnuð í Hafnarfirði um síðustu helgi var afhjúpað stórt mósaíklistaverk á vegg bókasafns bæjarins, sem stendur við Strand- götu. „Ég fékk þessa hugmynd, að gera stórt mósaíkverk utan á Bókasafnið til þess að lífga svo- lítið upp á bæinn,“ segir Alice Olivia Clarke, listamaðurinn sem gerði verkið. Hún bar þessa hugmynd undir bæði bæjaryfirvöld og forstöðu- mann safnsins, sem hrifust af og fengu hana til að hrinda verkinu í framkvæmd. „Þetta er nærri fjórtán fer- metra verk og mikil vinna liggur að baki. Ég fékk Straum til afnota í janúar en hef verið að vinna í þessu verki síðan í fyrra. Ég vildi gera þetta allt saman sjálf og skar meira að segja sjálf niður hverja einustu flís.“ Uppistaða myndverksins, sem nefnist Bókaflæði, er fjórar stór- ar bækur, sem jafnframt minna á hafið sem er ekki langt undan. „Mig langaði til að tengja bæk- urnar við hafið því það fyrsta sem þú sérð þarna er hafið og höfnin.“ Alice er frá Kanada en hefur búið hér á landi í tólf ár. Hún flutti hingað með manni sínum, Kára Eiríkssyni arkitekt, og eiga þau tvö börn. Hún hefur haldið sýningar á verkum sínum bæði hér og í Noregi, og hafa margir vafalaust tekið eftir mósaíkverki eftir hana sem er á veitingastaðnum Vega- mótum. ■ ALICE OLIVIA CLARKE Hún gerði nærri fjórtán fermetra mósaíkverk sem nú prýðir Bókasafn Hafnarfjarðar. FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN MÓSAÍK LISTAMAÐURINN ALICE OLIVIA CLARKE ■ kom með hugmynd að stóru mósaíkverki fyrir vegg Bókasafns Hafnar- fjarðar. Bæjaryfirvöld hrifust af hugmyndinni og verkið var afhjúpað um síðustu helgi. Bjó til bókaflóð fyrir Hafnarfjörð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.