Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 22
Áður en haldið er í ferðalag er mikilvægt að loka og læsa öllum hurðum og gluggum og draga vel fyrir. Ekki er verra að taka öll rafmagnstæki úr sambandi til að hafa allan varann á. - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 París 24. júní frá kr. 9.930 Ein rómantískasta borg Evrópu, áfangastaður elskenda á öllum aldri. París er líka borg nýjunga, einstakra listviðburða og skemmtana. París höfðar til listunnenda og allra þeirra sem hafa áhuga á tísku, hönnun byggingarlist og góðum mat. Kr. 9.930 Flug, önnur leiðin og flugvallarskattar. Val um úrval hótela í miðborg Parísar frá kr. 3.900 á mann nóttin í tvíbýli.                         !              "   #       #$  %   &  '      (   )   %*+ ) #!   "    ,      '"- - #. " . /  " .   , /  " " . 0$1!2  3  34   % -   5  4  +  ,   /6      5   6  5                Spitalfields-markaðurinn í London á sér langa sögu. Upprunalega ávaxta- og grænmetismarkaður en hefur á síðustu árum breyst í vett- vang ungra hönnuða sem selja töskur, boli, jakka og fleira spenn- andi. Enn má þó finna alls konar girnilega matvöru, flott húsgögn, borðbúnað og fleira áhugavert. Skemmtilegast er að heim- sækja markaðinn á sunnudögum. Þá iðar hann af lífi. Göturnar í kring eru líka líflegar, alls staðar kaffihús og hvert sem litið er má sjá hipp og kúl Lundúnabúa á ferðinni. Fyrir nokkrum árum stóð til að rífa markaðinn og byg- gja skrifstofuhúsnæði, verslanir og hótel í staðinn. Kröftug mót- mæli björguðu málunum og mark- aðurinn lifir góðu lífi. Eins og áður sagði eru vörur ungra hönnuða áberandi. Verðið er sanngjarnt og markaðurinn til- valin tilbreyting frá ösinni á Oxford-stræti. Markaðurinn er eins og Covent Garden var áður en hann breyttist í ferðamanna- gildru, sagði einhver, og það eru orð að sönnu. ■ Spitalfields-markaðurinn: Líflegur markaður í miðri London Flatey á Breiðafirði: Býr yfir sér- stökum þokka Flatey á Breiðafirði er söguríkur staður sem býr yfir sérstökum þokka. Þar er fámennt og góð- mennt yfir veturinn og á vorin vaknar allt til lífsins þegar far- fuglarnir vitja um hreiður sín. Ferjan Baldur kemur við í Flatey á leið milli Stykkishólms og Brjáns- lækjar og fjölmargir leggja þang- að leið sína yfir sumarið. Ýmsir hafa aðgang að orlofshúsum eða eiga ítök í hinum gömlu og vina- legu húsum í eyjunni og dvelja þar um lengri eða skemmri tíma. Aðr- ir nýta sér ferðaþjónustu bænd- anna Hafsteins og Ólínu eða Vog, sem er bæði veitinga- og gisti- staður í þorpinu. Tjaldstæði er ágætt í Krákuvör á austanverðri eynni og þar er líka boðið upp á gistingu inni. ■ Húsin eru falleg í Flatey. Vogur er ljós- bláa húsið næst á myndinni. Hvernig kemst maður þangað? Næsta neðanjarðarstöð er Liverpool Street Station. Þaðan er nokkurra mínútna gangur að markaðinum sem stendur við Brushgate-götu. Ábending Byrjaðu sunnudaginn á Columbia Road blómamarkaðinum. Sumir segja að sá markaður sé besti staðurinn til að fá sér árbít. Athugið vel að þessi markaður hefst klukkan 9 og lokar klukkan 12. Næsta neðanjarðarlestar- stöð er Shoreditch-stöðin sem opin er á sunnudögum fyrir markaðinn. Markaðurinn sjálfur stendur við Columbia Road.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.