Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 30
22 17. júní 2004 FIMMTUDAGUR Hakan Yakin bjartsýnn: Englendingar fá kennslustund FÓTBOLTI Hakan Yakin, leikstjórn- andi Svisslendinga, segir Eng- lendinga liggja vel við höggi eftir áfallið gegn Frökkum á sunnudag- inn og segist hann stefna á að auka enn frekar á vonleysi þeirra á morgun þegar þjóðirnar mætast innbyrðis. „Ég sá leik þeirra gegn Frökkum og þetta var ótrúlegur leikur,“ sagði Yakin og hófst síðan handa við að gera lítið úr enska liðinu. „Mér finnst vörn Englands ekki sannfærandi og ég er viss um að við eigum eftir að velgja henni undir uggum,“ segir Yakin og bætir við að ensku leikmennirnir hafi ekki nægan karakter til að ná langt í keppninni. „Gæðalið myndu vinna leiki ef þau væru með 1-0 forystu á 90. mínútu. Ég held að leikmenn liðsins hafi ekki þann sálfræðilega styrk sem til þarf í keppni eins og EM. Ég var alltaf sannfærður um að Frakkar myndu sigra og skilja Englend- inga eftir í sárum. Nú eigum við að nota tækifærið og meiða þá meira. Þeir þurfa á kennslu í hug- arfari að halda og við Svisslend- ingar ætlum að veita þeim hana, algjörlega að kostnaðarlausu,“ segir Yakin, sjálfstraustið upp- málað. ■ Detroit slátraði LA Lakers Vann fimmta leikinn með þrettán stiga mun og tryggði sér NBA-titilinn í fyrsta sinn síðan 1990. KÖRFUBOLTI Loksins tókst liði úr Austurdeildinni að vinna titilinn í NBA-körfuboltanum í Bandaríkj- unum. Lið Detroit Pistons, sem að fáir áttu von á að myndi eiga séns í hið geysisterka lið Los Angeles Lakers, gerði sér lítið fyrir og vann úrslitaseríuna í fimm leikj- um. Pistons var með sigurinn í hendi sér alla rimmuna og sáu leik- menn Lakers aldrei til sólar í ein- víginu. Detroit er fyrsta liðið á Austurströndinni til að vinna titil- inn síðan 1998 þegar hið víðfræga Chicago Bulls vann dolluna. Allar götur síðan hafa lið Vesturdeildar- innar einokað titilinn. Með bakið upp við vegg mætti Lakers til leiks í fimmta leik liðanna í fyrrinótt. Plan kvöldsins var mjög einfalt ñ ná fram sigri til að komast aftur í Staples Center í Los Angeles. Leikmenn Lakers náðu að bíta frá sér í byrjun leiks og náðu mest sjö stiga forskoti. Pistons lét það þó ekki slá sig út af laginu og náði yfir- höndinni fyrir lok fyrsta fjórðungs. Kobe Bryant og félagar áttu ekki erindi sem erfiði það sem eftir lifði leiks og voru hreinlega yfirspilaðir af vel stemmdu liði Pistons. Rip Hamilton fór á kostum, skoraði 21 stig og var dyggilega studdur af Chauncey Billups, sem valinn var besti leikmaður úrslitakeppninnar. Fyrir seríuna sagði Billups að þeir ætluðu að hrista upp í heimsbyggð- inni. ìVið vissum sem lið að við værum betriî sagði Billups eftir leikinn. Pistons náði mest 29 stiga forskoti í fjórða leikhluta og Phil Jackson, þjálfari Lakers, varð í fyrsta sinn á ferlinum að játa sig sigraðan í úrslitaviðureign. ìÞeir spiluðu mjög vel og skotnýtingin þeirra var frábærî sagði Jackson, sem gaf í skyn að þetta væri hans síðasta tímabil. ìÉg vil ekki fullyrða neitt en það eru góðar líkur á þvíî. Vonbrigðin fyrir Lakers voru gríðarleg og þá sérstaklega fyrir Karl Malone og Gary Payton sem báðir gerðu sér góða von um að ná sér í sinn fyrsta meistarahring. Óvíst er hvort þeir fái annað tæki- færi til þess enda framtíð liðsins í mikilli óvissu. Kobe Bryant og Shaquille OíNeal eru báðir með lausa samninga og er ekki vitað hvernig þau mál fara. Andleysi liðs- ins gegn Detroit var mjög áberandi og sorglegt fyrir Lakers-aðdáendur að sjá liðið falla um sjálft sig. Lið Detroit Pistons vann síðast titil árið 1990 en þá lék Joe Dumars með liðinu sem er núna fram- kvæmdastjóri Pistons. Dumars var að vonum sáttur við úrslitin. „Mér fannst frá upphafi að við værum með betra lið,“ sagði Dumars. „Þeir eru með tvo bestu leikmenn heims. En þetta er ekki tennis! Það er liðs- heildin sem ræður úrslitum.“ Orð að sönnu hjá Joe Dumars. Fróðlegt verður að fylgjast með Detroit Pistons á komandi tímabili og hvort það nái að fylgja þessum frábæra árangri eftir. Það hefur all- ar burði til þess enda með firna- sterka leikmenn í hverri stöðu og vel að titlinum komið. ■ Brynjar Björn Gunnarsson: Hefur vetur- setu í Watford FÓTBOLTI Landsliðs- og tveggjafóta- tæklingamaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hefur gert munnleg- an samning við enska 1. deildar- liðið Watford þess efnis að hann spili með liðinu næstu tvö árin. Þar mun hann hitta fyrir félaga sinn hjá landsliðinu, Heiðar Helguson, og saman verða þeir væntanlega ábyrgir fyrir nokkrum tæklingum af dýrari gerðinni. Brynjar Björn lék með Nott- ingham Forest og Stoke á síðasta tímabili. Hann var hins vegar laus allra mála og því þarf Watford ekki að reiða neitt fé af hendi. ■ LEITAR HEFNDA GEGN SVISSLENDINGUM David Beckham segir nauðsynlegt að sigra Svisslendinga svo að enska þjóðin fái trú á sínu liði á ný. Beckham er sár og reiður: Sviss má vara sig EM Í FÓTBOLTA David Beckham, fyrir- liði enska landsliðsins, hefur aðvar- að leikmenn Sviss fyrir leik þjóðana á morgun. Beckham segir sig og samherja sína vera sára og reiða eftir leikinn gegn Frökkum, og að þeir ætli að láta það bitna á Sviss- lendingum. „Það er ekkert sem bugar mig. Allir vita að það er margt sem hefur unnið gegn mér í mínu lífi, en ég hef alltaf komist yfir það. Og leikurinn gegn Frökk- um er engin undantekning þar. Allt svekkelsið í kringum leikinn gegn Frökkum verður tekið út gegn Sviss,“ segir Beckham og bætir við að þessi reiði sé af hinu góða. „Þetta er ekki þannig reiði að við viljum fara út á völlinn og sparka menn niður. Þessi reiði hefur þau áhrif að við viljum vinna leiki og fá ensku þjóðina til að trúa á okkur á ný“. ■ DADO PRSO Einn fimm leikmanna Króata sem eru með gult spjald á bakinu. Króatíska landsliðið: Lykilmenn hvíldir EM Í FÓTBOLTA Króatar líta nú á síð- asta leik sinn í B-riðli á Evrópumót- inu í Portúgal, gegn Englandi á mánudaginn, sem úrslitaleik um annað sætið og hafa gefið í skyn að þeir ætli sér að hvíla nokkra lykil- menn sína gegn Frökkum í dag. „Stigið gegn Sviss lítur ágætlega út núna. Það er ekki svo mikilvægt fyrir okkur að vinna leikinn gegn Frökkum, það er mikilvægara að tapa ekki. Við höfðum alltaf á til- finningunni að leikurinn gegn Eng- lendingum myndi skipta sköpum og það reyndist rétt. Þjálfarinn er svo sannarlega að hugsa um að hvíla leikmenn til að þeir verði tilbúnir gegn Englendingum,“ sagði Drazen Ladic, aðstoðarþjálfari Króata. Fimm leikmanna liðsins; Dado Prso, Ivica Mornar, Milan Rapaic, Boris Zivkovic og Nenad Bjelica, fengu gult spjald gegn Sviss og fara í bann ef þeir fá spjald gegn Frökk- um. ■ RAFAEL BENITEZ Á að leiða Liverpool inn í stórveldistíma. Liverpool ræður knattspyrnustjóra: Benitez tekur við FÓTBOLTI Spánverjinn Rafael Beni- tez var í gær kynntur til sögunnar sem næsti knattspyrnustjóri Liver- pool. Benitez stýrði Valencia til sig- urs í spænsku deildinni sem og í Evrópukeppni félagsliða á ný- afstöðnu tímabili og tekur hann við af Frakkanum Gerard Houllier, sem var látinn taka pokann sinn í vor. Benitez sagði upp störfum hjá Val- encia 1. júní og hafði þráfaldlega verið orðaður við starfið hjá Liver- pool. Benitez tekur við þokkaleg- asta búi hjá Liverpool en hans fyrs- ta verk verður væntanlega að sann- færa Michael Owen og Steven Gerr- ard um að framtíð þeirra liggi hjá félaginu en þeir hafa viljað komast burt frá félaginu þar sem þeir telja það ekki líklegt til afreka á næstu árum. ■ Haukar ganga frá þjálfaramálum sínum: Halldór að- stoðarþjálfari HANDBOLTI Hinn leikreyndi Halldór Ingólfsson hefur verið ráðinn að- stoðarþjálfari Íslandsmeistara Hauka í hand- knattleik. Halldór mun því aðstoða Pál Ólafsson, sem nýverið gekk frá samningi þess efnis að hann muni halda áfram þjálfun liðsins eftir að hafa tekið við Haukaliðinu á miðju tímabili eftir að Viggó Sigurðsson var rekinn. Halldór stefnir á að spila áfram með liðinu leyfi skrokkurinn það. Haukar hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum að undanförnu og misst tvo lykilleikmenn til Þýska- lands á síðustu dögum. Þá Robertas Pauzuolis, sem gekk til liðs við þýska 1. deildarliðið Wilhelmshavener, og Aliaksandr Shamkuts, sem fór til 2. deildarliðsins Stralsunder. Líklegt má telja að Haukarnir, sem ætla sér stóra hluti eins og venjulega, komi til með að styrkja hóp sinn allverulega fyrir næsta tímabil. ■ KNATTSPYRNUMAÐUR OG KENNARI Hakan Yakin ætlar að kenna leikmönnum Englands um hugarfar við hæfi á EM HALLDÓR INGÓLFSSON. CHAUNCEY BILLUPS BESTUR Chauncey Billups, bakvörður Detroit Pistons, heldur hér á bikarnum sem hann fékk fyrir að vera valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. EM Í FÓTBOLTA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.