Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 38
Tónlistarkonan Pink hlakkar mjög til Íslandsfararinnar, en eins og flestir vita heldur Pink tónleika í Laugardalshöll í ágúst. Söngkonan dvelur á Íslandi í fjóra daga og hefur nú þegar ákveðið að skella sér í Bláa lónið og fara í fjallaferð á sérútbúnum jeppa. „Pink er algjör víkingur í sér og er gjörsamlega tækjaóð,“ segir tónleikahaldarinn Gústaf P. S. Að hans sögn fannst Pink æðislegt að heyra hvað Íslend- ingar eru spenntir fyrir tónleik- um hennar. „Pink hefur frétt af því að Íslendingar séu trylltir á djamminu og hún ætlar að nota tækifærið á meðan hún er stödd hér á landi til að athuga hvort þær sögusagnir séu sannar. Hún segist sjálf ætla að trylla land og þjóð með komu sinni hingað til lands og sýna landanum hvernig ekta rokktónleikar eru.“ Uppselt er á tónleikana 10. ágúst. Ekki er þó öll von úti fyr- ir áhugasama því örfáar pantan- ir eru enn ósóttar og hægt er að nálgast þær í gegnum midar.is ■ TIPSY J-Kwon EVERYTIME Britney Spears ROSES Outkast BURN Usher ON MY KNEES 411 feat Ghostface I WANNA GET TO KNOW YA G-Unit HERE SHE COMES Kurt Nilsen 5 COLOURS IN HER HAIR McFly SHE WANT’S TO MOVE N.E.R.D. IF I AIN’T GOT YOU Alicia Keys I may dream a million dreams, But how can they come true, If there will never, ever be another you? - Nat King Cole í laginu There Will Never Be Another You. 30 30 17. júní 2004 FIMMTUDAGUR 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 [ TOPP 10 ] Í dag verður haldin rokk-hátíðin Masters Of The Uni-verse sem Gagnaugað stendur fyrir. Hátíðin er óháð með öllu, engir styrktaraðilar og treyst á að fólk mæti. Öflugt framtak sem er ekki á allra færi. „Við vitum að fólk mætir af því að það er ekkert í boði fyrir fólk sem vill harða eða krefjandi tón- list,“ fullyrðir Birkir Fjalar Viðarsson, einn af aðstandend- um hátíðarinnar. Bandaríska Shai Hulud er að- alnúmerið og verða þetta kveðjutónleikar hljómsveitar- innar. „Það er magnað að einir af kveðjutónleikunum þeirra séu á Íslandi, sérstaklega í ljósi þess að það er hart barist um halda tónleika með þeim í Evrópu. Þar eru væntanlega meiri peningar í boði en það sýnir bara staðfestu þeirra í að spila hér að þeir skuli ekki slá hendinni á móti því.“ Ásamt Shai Hulud koma fram hljómsveitirnar Give Up The Ghost, Urkraft, I Adapt, Chan- ger, Dys, Drep, Fighting Shit, Af- sprengi Satans og 27 sem leikur einhvers konar ambient rokk. „Rich Hoak, vinur okkar úr hljómsveitinni Total Fucking Destruction, mælti eindregið með því að við spiluðum hérna,“ segir Maria Christopher, söng- kona og gítarleikari 27. „Hann kom okkur í samband við Sigga Pönk sem stóð sig eins og hetja og bókaði þrenna tónleika fyrir okkur.“ 27 hefur nú þegar spilað á tvennum tónleikum en há- punktur ferðarinnar verður fyrrnefnd hátíð sem fer fram seinni partinn í dag. „Þetta hefur verið magnaður tími,“ segir Ayal Naor, gítarleikari 27. „Það er svo skrítið að koma út af tónleikum og það er ennþá bjart úti. Maður býst við að vera þreyttur eftir hasarinn en það gleymist um leið og maður kemur út í birtuna.“ 27 sendi nýlega frá sér þröngskífuna Let The Light In. „Það er þó erfitt að lýsa tónlist okkar með orðum,“ segir söng- konan en Ayal bætir við að sveit- in séu mjög spennt fyrir íslensk- um tónleikagestum. „Þeir hafa verið frábærir. Við erum mjög spennt að sjá hvernig þetta verður í kvöld.“ Upplýsingar um hátíðina má finna á motu-fest.org. Rokkhá- tíðin Masters Of The Universe verður í gamla sjónvarpshúsinu á Laugavegi 176 og hefst kl.17. smari@frettabladid.is Í gangi á ritstjórninni þessa vikuna Midwest Product: World Series of Love, The Cardigans: Long Gone Before Daylight, Sufjan Stevens: Seven Swans, Air: Talkie Walkie, Beastie Boys: To the 5 Boroughs, Leonard Cohen: Best of, Chet Baker: Sings Best Of, Calexico: Feast of Wire, Morrissey: You Are the Quarry, Roxy Music: Best of og FM Djamm. FM957 VIKA 25 RUN Snow Patrol WAKE UP (MAKE A MOVE) Lostprophets CH-CHECK IT OUT Beastie Boys DUALITY Slipknot WALK IDIOT WALK The Hives NOSIRRAH EGROEG Lokbrá THE HILLS HAVE EYES Dozer TALK SHOW HOSTS ON MUTE Incubus COLD HARD BITCH Jet SLITHER Velvet Revolver Listarnir eru valdir af umsjónarmönnum stöðvanna. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 X-IÐ 977 VIKA 25 Masters of the Universe: Rokkfestival á heimsmælikvarða 27 Bandaríska rokksveitin 27 hefur nú þegar leikið á tvennum tónleikum hér á landi, og tekur svo þátt í rokkhátíðinni Masters of the Universe í gamla sjónvarpshúsinu í dag. Pink er spennt fyrir Íslandi PINK Hefur frétt af því að Íslendingar séu trylltir á djamminu en hún segist sjálf ætla að sýna landanum hvernig ekta rokktónleikar eru.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.