Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 17. júní 2004 Dómarinn í máli Michaels Jackson hefur neitað að lækka tryggingar- gjald popparans. Til þess að öðlast frelsi fram að réttarhöldunum verð- ur Jackson því að borga þrjár millj- ónir dollara. Dómarinn sagði að upphæðin væri vel viðráðanleg fyrir popparann. Thomas Mesereau, lögmaður Jacksons, bað dómarann um að lækka gjaldið þar sem það væri „gróflega hátt“ miðað við aðra sak- borninga sem hafa fengið svipaðar kærur á hendur sér. Saksóknari krafðist þess hins vegar að gjaldið yrði hátt vegna þess að annars væri aukin hætta á því að Jackson hrein- lega flýði land, í stað þess að eiga í hættu að lenda í ævilöngu fangelsi. Þeir bentu svo á að ekkert benti til þess að popparinn ætti erfitt með að borga upphæðina. Samkvæmt bókunum eiga rétt- arhöldin að hefjast 13. september næstkomandi, en það þýðir að lög- fræðingar þurfa að klára að finna kviðdómendur fljótlega. Næsta mæta lögfræðingar málsins fyrir dómara á föstudaginn í næstu viku, en Jackson má sleppa því að mæta. Ástralska rokksveitin INXS, sem missti söngvara sinn Michael Hutchence eftir sjálfsvíg hans árið 1997, ætlar að taka þátt í raunveruleikaþættinum Rock Star. Sveitin er m.a. þekkt fyrir lögin Need You Tonight og Devil Inside. Í þættinum, sem er gerður af Mark Burnett, höfundi Survivor og The Apprentice, keppir fólk um tækifæri til að láta draum sinn rætast og gerast rokkstjarna. Sigurvegarinn mun syngja inn á fyrstu plötu INXS í sjö ár, eða síðan hljómsveitin gaf út Ele- gantly Wasted 1997, og fara með henni í tónleikaferð um heiminn. „Ég hef verið aðdáandi INXS í langan tíma og það er frábært að hljómsveitin hafi komið til okkar með þessa hugmynd og treyst okkur fyrir framtíð sinni,“ sagði Burnett. „Að mínu mati er pláss í sjónvarpinu fyrir meira en einn hæfileikaþátt í tónlist og rokkið hefur algjörlega orðið út undan til þessa.“ Síðan Hutchence lét lífið hefur eftirlifandi meðlimum INXS gengið erfiðlega að finna stað- gengil. Samlandi þeirra, Jon Stevens, hefur mest sungið með þeim en sveitin vill annan söngv- ara. „Síðan Michael dó vildum við leita út um allan heim að nýjum söngvara en vissum ekki hvernig við ættum að gera það,“ sagði Tim Farris, meðlimur sveitarinnar. „Með því að fá Mark og félaga til að taka verkefnið að sér höfum við fundið frábæra leið til að láta það gerast.“ Áhorfendur þáttarins geta ekki valið upp á sitt eindæmi rokk- stjörnuna sem vinnur, ólíkt því sem verið hefur í þáttum á borð við Idol. Hljómsveitarmeðlimirn- ir og sérfræðingar úr tónlistar- bransanum munu einnig hafa sitt að segja. ■ ■ TÓNLIST Verð 624.000 kr. - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 París 24. júní frá kr. 9.930 Ein rómantískasta borg Evrópu, áfangastaður elskenda á öllum aldri. París er líka borg nýjunga, einstakra listviðburða og skemmtana. París höfðar til listunnenda og allra þeirra sem hafa áhuga á tísku, hönnun byggingarlist og góðum mat. Kr. 9.930 Flug, önnur leiðin og flugvallarskattar. Val um úrval hótela í miðborg Parísar frá kr. 3.900 á mann nóttin í tvíbýli. INXS INXS þegar Michael Hutchence (til vinstri) var enn á lífi. INXS tekur þátt í Rock Star [ MÁL ] MICHAELS JACKSON MICHAEL JACKSON Popparinn neyðist til þess að borga 3 milljónir dollara til þess að ganga um frjáls fram að réttarhöldum. Dómari lækkar ekki tryggingargjald

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.