Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 36
28 17. júní 2004 FIMMTUDAGUR MORRISSEY Breski tónlistarmaðurinn Morrissey var í miklu stuði á tónleikum í The Royal Festi- val Hall í London fyrir skömmu. Kappinn er að fylgja eftir sinni nýjustu plötu og virðist vera í fínu formi. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Ég fagnaði gríðarlega þegar ég heyrði að Shai Hulud ætlaði að heiðra okkur Íslendinga með ná- vist sinni á 17. júní. Það var fyrir tveimur árum að Shai Hulud varð á vegi mínum á tónlistarhátíð í Fargo í Bandaríkjunum. Félagi minn hafði lengi haft á orði hver- su öflugt band væri hér á ferð en það eitt og sér hafði ekki verið nægileg sannfæring fyrir mig. Ég átti þó eftir að sannfærast svo um munaði. Tónleikar Shai Hulud voru með kraftmesta móti, orkan í sviðframkomu sveitarinnar var með ólíkindum. That Within Blood Ill-Temper- ed er fjórða breiðskífa Shai Hulud og heldur hljómsveitin upptekn- um hætti frá fyrri verkum. Orð mega sín lítils þegar lýsa skal tón- listinni, mæli frekar með að fólk leyfi sér þessa upplifun. Svipting- arnar eru slíkar að maður stendur á öndinni. Hljómsveitin keyrir upp kraftinn milli þess að fara úr ljúfum laglínum í öflug niðurföll. Taktbreytingarnar eru einnig mjög áhugaverðar og fannst mér þær sérstaklega tilkomumiklar í laginu Whether To Cry Or Destroy. Ofan á þetta allt saman fer söngvarinn, Geert Van Der Velde, á kostum þar sem hann syngur beitta texta sem leiða hug- ann í margar áttir. Oft hafa aðrar hljómsveitir þreytt sams konar stíl og útkoman oftar en ekki orðið frekar graut- kennd. Shai Hulud nær hins vegar að bjóða upp á breiða flóru í laga- smíðum sínum án þess að þreyta hlustandann, eitthvað sem er greinilega ekki á allra færi. Tón- list Shai Hulud er ævintýri líkust. Smári Jósepsson Ævintýri líkast SHAI HULUD THAT WITHIN BLOOD ILL-TEMPERED [ TÓNLIST.IS ] TOPP 30 - VINSÆLUSTU LÖGIN - VIKA 24 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Einhvers staðar einhvern ... NYLON Lög unga fólsins NYLON Ást RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Fallegur dagur BUBBI OG BANG GANG Ég vek þig upp JÓN ÓLAFSSON Í Guðs friði KK Hey Ya (Radio Mix) OUTKAST Where Are We Runnin? LENNY KRAVITZ Sunnudagsmorgunn JÓN ÓLAFSSON Sunrise NORAH JONES Silence Is Easy STARSAILOR Smoke On The Water DEEP PURPLE The Bitter End PLACEBO Ég fann ást KK Bíddu pabbi VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON So-Called Chaos ALANIS MORISSETTE Naked AVRIL LAVIGNE Most Girls PINK Summer Sunshine THE CORRS Gleðitímar KALLI BJARNI Týnda kynslóðin BJARTMAR GUÐLAUGSSON Harlem’s Nocturne ALICIA KEYS Black Night DEEP PURPLE Þú bíður (allavegana) eftir mér RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Special Needs PLACEBO Þú fullkomnar mig SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Langi-Mangi Svanga-Mangason PAPAR OG STEFÁN KARL Go your own way THE FLAVORS Álfablokkin KK Hollywood BUBBI MORTHENS NYLON Stelpurnar í Nylon eru lang vinsælastar á netlistanum. Hljómar munu stíga á stokk við Arnarhól í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kapparnir halda upp á þjóðhátíðardaginn með þess- um hætti því árið 1964 trylltu þeir lýðinn fyrir framan gamla Mogga- húsið, þá orðnir landsfrægir. Gunn- ar Þórðarson, einn af liðsmönnum sveitarinnar, segir daginn leggjast vel í sig. „Við verðum á nettum þjóðhátíðarrúnt þar sem komið verður við í Borgarnesi, Akranesi og á Arnarhóli.“ Gunnar segist ekki hafa tölu á þeim þjóðhátíðardögum sem Hljómar hafa troðið upp á. „Þeir eru nokkuð margir. En ég man eftir að við lékum nokkrum sinnum í Lækjargötu og Austurstræti. Eins lékum við á hinum og þessum stöð- um úti á landinu.“ Aðspurður hvort lagavalinu svipi til tónleikanna árið 1964 segir Gunnar það ekki svo fjarri lagi. „Það verður mikið stuð og við munum hvetja fólk til að syngja með. Við erum reyndar líka mjög dansvænir þannig að fólk má endilega taka sporið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og munu Írafár, Á móti sól, Kalli Bjarni, Bubbi, Bang Gang, Ensími, Love Gúrú og Mammút mæta á svið ásamt Hljómum og lýkur tón- leikunum klukkan 24. ■ AP M YN D Gríndávaldurinn Sailesh kemur hingað til lands í haust og heldur sýningu á Broadway, 24. septem- ber. Sailesh er meðal annars frægur fyrir að geta látið fólk fá full- nægingu með því einu að taka í höndina á því. Hefur s ý n i n g u n n i hans verið hælt á hvert reipi af fjöl- miðlum í Bandaríkjun- um sem nýrri tegund af skemmtun. Sýningin, sem stendur yfir í tvo og hálfan tíma, er uppfull af ótrúlegum uppákomum þar sem áhorfendur verða að stjörnum sýningarinnar fyrir framan vini og vandamenn, sem gráta af hlátri við að sjá félaga sína fara á kostum á sviðinu. Plötusnúðurinn Greg Kusiak er hluti af sýningunni og spilar dúndurtónlist á réttu stöðunum og flytur þar með brandarana á næsta stig. Krafturinn og stemningin meðal áhorfenda er slík að margir hafa líkt sýningunni við magnaða rokktónleika. Það kemur því ekki á óvart að Sailesh er að verða vinsælasti og eftirsóttasti dávaldurinn í Kanada og Bandaríkjunum. Hefur tón- listarstöðin MTV til dæmis kallað hann „fyndnasta óritskoðaða dávald jarðar“. Sailesh fæddist á Fídjieyjum en ólst upp í Kanada. Fyrir um tíu árum kynntist hann einum þekk- tasta dávaldi þess tíma og fór í læri hjá honum. Sailesh hafði mik- inn áhuga á því að brjóta upp gamla þekkta formið og gera eitt- hvað miklu meira krassandi með því að færa ótæmandi möguleika dáleiðslunnar inn í nútímann. Hann skráði sig í American Institute of Hypnotherapy í Kali- forníu þar sem hann lærði í tvö ár og útskrifaðist með gráðu í dá- leiðslu. Fyrir nokkrum árum lágu leið- ir Sailesh og Peter Kas hjá Metropolis Agency síðan saman og þróuðu þeir núverandi sýn- ingu. Þeir vildu sjá aukinn kraft, meiri hlátur og ögra áhorfendum meira en eldri dávaldar og hefur þetta framtak þeirra slegið í gegn. Sailesh býr nú í Kaliforníu og auk þess að ferðast stanslaust með sýningu sína um Bandaríkin og víða veröld er hann með nýjan sjónvarpsþátt í bígerð. Sýningin hans á Broadway er bönnuð innan 18 ára og aðeins um 1000 miðar verða í boði. ■ Áður óútgefið lag með Íslands- vinunum í Pixies, Bam Thwok, er nú til sölu á netinu á slóðinni apple.com/iTunes. Talið er að lagið sé nýtt af nálinni. Pixies gaf síðast frá sér nýtt efni á plötunni Trompe le Monde árið 1991 og hér er því um merkan við- burð að ræða fyrir aðdáendur sveit- arinnar. Að því er kemur fram á heimasíðu söngvarans Frank Black, frankblack.net, er lagið bæði létt og grípandi. Bassaleikarinn Kim Deal syngur en Black sér um bakraddir. ■ SÝNING GRÍNDÁVALDURINN SAILESH ■ kemur hingað til lands í haust og skemmtir á Broadway. Fyndnasti dávaldur heims til Íslands SAILESH Þessi fyndni dávaldur ætlar að skemmta Íslendingum í haust. TÓNLEIKAR HLJÓMAR ■ munu leika við Arnarhól í kvöld. Þeir komu fyrst fram árið 17. júní árið 1964. Hljómar snúa aftur eftir 40 ár HLJÓMAR Hljómsveitin kemur saman við Arnarhól í kvöld og mun leika gamla slagara. Hljómar koma einnig fram í Borgarnesi og á Akranesi. ■ TÓNLIST KIM DEAL Loksins er komið út nýtt lag með Pixies eftir 13 ára bið. Bassaleikarinn Kim Deal syngur. Nýtt lag frá Pixies Rokksveitin Ash hefur bæst í hóp þeirra sem munu spila á tónlistarhá- tíðinni T in the Park sem haldin verð- ur í Skotlandi dagana 10. og 11. júlí. Á meðal þeirra 120 hljómsveita sem hafa boðað komu sína eru The Strokes, Pixies, The Darkness, David Bowie, Pink, Franz Ferdinand, N*E*R*D, Kings of Leon, Black Eyed Peas, Wu-Tang Clan og Muse. ■ ■ TÓNLIST ASH Þessi knáa rokksveit hefur spilað hér á landi við góðan orðstír. Ash spilar á T in the Park Feðgar fá kvikmynda- verðlaun Ingvar E. Sigurðsson og sonur hans Áslákur unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Festroia í Portúgal um síðustu helgi fyrir leik sinn í kvikmyndinn Kalda- ljósi. Festroia-kvikmyndahátíðin er viðurkennd af alþjóðasam- tökum kvikmyndaframleiðenda og er virt í þessum iðnaði. Kaldaljós, sem Hilmar Odds- son leikstýrði og er unnin upp úr samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur, hlaut tvenn verð- laun við lokaathöfn Festroia- kvikmyndahátíðarinnar. Áslákur Ingvarsson var verðlaunaður fyrir að vera efnilegasti nýgræð- ingurinn á hvíta tjaldinu. Verð- launin kallast á ensku New Talent og eru veitt af borgarráði Setúbal en hátíðin var haldin þar í borg. Faðir Ásláks, Ingvar E. Sigurðs- son, hlaut Silfurhöfrunginn en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Hvorki Ingvar né Áslákur voru staddir á hátíðinni en Hilmar Oddsson tók við verðlaununum fyrir hönd feðganna. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I INGVAR OG ÁSLÁKUR Feðgarnir voru báðir verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu í kvikmyndinni Kaldaljósi á portúgalskri kvikmyndahátíð um helgina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.