Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 14
14 17. júní 2004 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTAÆÐI Áhrifa Evrópumótsins í fótbolta gætir langt út fyrir mörk álfunnar. Í Taílandi keppast búðareigendur við að tengja búðir sínar æðinu eins og sjá má á þessum starfs- manni í stórmarkaði í Bangkok. Setja upp skilti til að vara við ögðum: Hugleiða gerð nýrrar laugar NÁTTÚRUFAR Ólafur Örn Haralds- son, forseti Ferðafélags Íslands, segir að sem fyrr verði sett upp skilti við Landmannalaugar þar sem fólk verði varað við hættunni sem stafað getur af blóðögðulifr- um. „Við höfum bent fólki á þetta með ýmsum hætti þarna inn frá. Við höfum ekki fundið leiðir til að útrýma blóðögðulirfunum en þó gert tilraunir til að halda þessu niðri með því að hreinsa laugina,“ segir Ólafur og vísar til þess að í samráði við Umhverfisstofnun hafi verið hreinsað upp slý í Land- mannalaugum. „Ekki losnum við við endurnar og treystum okkur ekki til að ráðast til atlögu við náttúruna til að uppræta milli- hýsilinn,“ sagði hann og taldi blóð- ögður í Landmannalaugum komn- ar til að vera. Ólafur bætir við að fram hafi komið hugmyndir um að útbúa mætti öðruvísi bað- aðstöðu í Landmannalaugum. „Þetta eru ekki hugmyndir Ferða- félagsins og hefur ekki einu sinni verið rætt við Umhverfisstofnun, úti í bæ hef ég heyrt hugmyndir um að setja upp manngerða laug með náttúrlegu umhverfi, sem svo mætti hleypa úr og skola. Þar með losnaði maður alveg við þennan millihýsil,“ sagði Ólafur, en ítrekaði að ekki yrði ráðist í neinar framkvæmdir í Land- mannalaugum nema í góðri sam- vinnu við Umhverfisstofnun. ■ Afar varasamur sundmannakláði Sundmannakláði getur mögulega valdið taugaskaða. Sníkjudýrin sem valda kláðanum er að finna víða í vötnum og laugum þar sem endur halda til. Í Landmannalaugum eru uppi hugmyndir um að útbúa nýja laug, lausa við óværuna. SNÍKJUDÝR Ekki eru uppi sérstakar ráðagerðir hjá Ferðafélagi Ís- lands til að losna við blóðögður í Landmannalaugum sem valda svonefndum sundmannakláða. Hins vegar hefur verið stungið upp á því að búin verði til ný laug sem hægt væri að tæma til að sníkjudýrin nái ekki fótfestu í henni. Blóðögðurnar leggjast á andfugla, en geta líka villst í fólk og valdið verulegum óþægindum þegar lirfur þeirra bora sér leið inn undir húðina. Karl Skírnisson, dýrafræðingur á Tilraunastöð Há- skólans að Keldum, segir að ögður þær sem er að finna í Landmannalaugum séu að auki „taugasæknar í öndum“ og að komið hafi fram í tilraunum á músum að þær hafi ferðast allt upp í mænu í þeim. „Þær geta því flakkað eitthvað eftir taugum í spendýrum. Þess vegna höfum við, til að gæta alls öryggis, ráð- lagt fólki að vera ekki að útsetja sig fyrir þessum lifrum,“ segir Karl og bætir við að þótt ögðurnar nái ekki fullum þroska í fólki og lifi ekki nema í einhverja daga, gætu margar lirfur þýtt mögu- legan taugaskaða. Karl segir að blóðögður þessar sé að finna nokkuð víða í vötnum þar sem mikið er af andfuglum og vatnabobbum, en eðlilega valdi þær ekki vandkvæðum nema þar sem fólk baðar sig. Hann segir að losna megi við blóðögðurnar úr laugum og vötnum með því að rjúfa lífsferil hennar. „Þá þarf að taka einhvern hlekkinn úr lífsferli sníkjudýrsins. Annaðhvort þarf þá að fjarlægja millihýsil eða loka- hýsil, annaðhvort snigla eða endur. Ekki svo að skilja að drepa eigi fuglinn, enda er þarna friðland að fjallabaki,“ sagði hann, en taldi um leið líklegt að Ferðafélag Íslands vildi grípa til einhverra þeirra ráða sem gerðu ferðafólki kleift að halda áfram að lauga sig í Land- mannalaugum án þess að eiga á hættu að steypast út í tugum eða hundruðum kláðabóla. Karl segir að bólunum geti fylgt ofsakláði og þær orðið nokkuð stórar. „Þeir sem fá svona útbrot vildu mikið gefa fyrir að hafa ekki farið ofan í vatn þar sem lirfur halda sig.“ olikr@frettabladid.is Meintir hryðjuverka- menn: Fjórtán handteknir PARÍS, AP Franskir lögreglumenn handtóku fjórtán manns, í ná- grenni Parísar, sem þeir gruna um tengsl við íslömsk hryðju- verkasamtök. Meðal þeirra fjórtán sem voru handteknir er íslamskur klerkur og nokkrir fylgismenn hans. Hald var lagt á skammbyssur og búnað sem mennirnir notuðu til að falsa opinber skjöl. Samkvæmt frönskum lögum um varnir gegn hryðjuverkum getur lögregla haldið mönnum í þrjá sólarhringa án þess að kæra þá. ■ TÆKNIHÁSKÓLI ÍSLANDS Um 80% nemenda féll í áfanga á fyrra önn þriðja árs í rekstrardeild skólans. Önnur 60% féllu í öðrum áfanga hjá sama kennara. Allt að 80% lokaársnema féll: Prófniður- stöður í skoðun TÆKNIHÁSKÓLINN Niðurstöður prófa í tveimur áföngum Tækniháskóla Íslands eru í skoðun eftir að 80% nemenda féllu í öðrum þeirra og 60% í hinum. Sami kennarinn ken- ndi báða áfangana og voru nem- endurnir á fyrri önn lokaárs í rekstrardeild. Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands, seg- ir á fjórða tug nemenda hafa ver- ið í hvorum áfanganum fyrir sig. Hún segir málið í skoðun. „Niður- staða verður birt innan örfárra vikna.“ Stefanía segir vikurnar ekki verða mikið fleiri en þrjár. „Það er sérfræðihópur sem vinn- ur að því að skoða þetta mál og ég bíð eftir niðurstöðu þeirrar vinnu.“ ■ Nágrannar Íraks: Styðja stjórn ISTANBÚL, AP Nágrannaríki Íraks og Egyptar að auki lýstu í gær stuðn- ingi við bráðabirgðastjórn Íraks. Yfirlýsingin er hluti af þeirri al- þjóðlegu viðurkenningu sem stjórnin sækist eftir. Viðurkenn- ing innan lands og utan er mikil- væg forsenda fyrir því að takast megi að koma á friði í landinu. Samtök íslamskra ríkja sam- þykkti í gær ályktunartillögu þar sem stuðningi er lýst við bráða- birgðastjórnina og kvatt til þess að Írökum yrði veitt aðstoð við enduruppbyggingu landsins. Bú- ist er við að tillagan verði sam- þykkt á þingi samtakanna í dag. ■ ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON Formaður Ferðafélags Íslands segir að hreyft hafi verið við hugmyndum um að búa til nýja laug við Landmannalaugar, þar sem fólk gæti verið laust við blóðögður. NASABLÓÐAGÐA Blóðögður eru sníkjudýr sem alla jafna leggjast á andfugla. Blóðögðurnar koma úr vatnakuðungum sem eru millihýsill þeirra og bíða þess í vatninu að komast í endur sem þar halda til. STOKKÖND MEÐ UNGA Blóðögður eru sníkjudýr sem leggjast á andfugla, en geta einnig valdið fólki óþægindum og jafnvel verið varasamar. Ögður af þessu tagi er að finna víða um land, en óþæginda af þeirra völdum verður helst vart síðsumars og svo fram eftir vetri þar sem laugar eru heitar. Ánægðustu viðskiptavinirnir! Viðskiptavinir Sparisjóðsins eru þeir ánægðustu í bankakerfinu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni Útlán eru háð lánareglum SPH Viltu gera draumaferð þína að veruleika? • Hagstæðari kjör en á raðgreiðslu- samningum • Lán til allt að 4 ára • 50% afsláttur af lántökugjaldi til 1.9.2004 Þú getur fengið allar nánari upplýsingar á www.spk.is eða hjá þjónustufulltrúum okkar FERÐALÁN SPK Sími 515 1950 • www.spk.is ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÓK GEGN EINSTEFNU Ökumaður sem ók gegn einstefnu á Hafnar- stræti frá Austurvegi og til vesturs á Ísafirði var stöðvaður af lögreglu. „Honum var vorkunn að hafa tekið beygju, sem annars er bönnuð, þar sem ekkert um- ferðarmerki bannar slíkan akstur. Er þarna við bæjaryfir- völd að sakast að koma ekki um- ferðarmerkinu á sinn stað aftur eftir að það var ekið niður í vetur,“ segir á vef lögreglunnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.