Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 20
Mæðgurnar Rósa Sigurlaug Eiríksdóttir og Sigríður Eir Guðmundsdóttir brautskráðust á sama tíma af þroskaþjálfabraut frá Kennaraháskóla Íslands þann 11. júní síðastliðinn. Ekki er vitað til þess að mægð- ur hafi áður lokið námi á sama tíma við Kennaraháskólann. Rósa og Sigríður Eir settust saman á skólabekk fyrir þremur árum þegar Sigríður ákvað að feta í fót- spor móður sinnar og fara í þroskaþjálfanám. „Þetta var náttúrlega mjög óvænt,“ segir Rósa aðspurð um námið með dóttur sinni. „Ég sæki um um vorið og fæ inni en hún út- skrifaðist sem stúdent og var búin að ákveða að taka sér frí þennan vetur. Svo fór hún að kíkja í náms- vísinn hjá mér og sá að þarna voru greinar sem henni fannst höfða til sín. Hún sótti um rétt áður en skólinn byrjaði og það var mjög óvænt. Svo var þetta bara mjög gaman. Maður kynnist dótt- ur sinni á nýjan hátt,“ segir hún. Vel fór á með þeim mæðgum í skólanum og unnu þær verkefni sín saman án nokkurra samskipta- erfiðleika. Gekk samvinnan það vel að þær ákváðu að vinna saman að lokaverkefni sínu til BA-gráðu, sem var rannsókn á menningu fullorðins fólks með þroskahöml- un. Þær mæðgur hafa nú báðar ráðið sig til starfa sem þroska- þjálfar í grunnskóla, hvor í sínu lagi reyndar. „Við erum ólíkar og ég held að við höfum grætt á því,“ segir Rósa. „Við höfum sitt hvort sjónarhornið og gátum gagnrýnt hvor aðra í vinnunni. Þetta var bara yndislegt, ég get ekki sagt annað.“ Sigríður mun vera ákveðin í að halda áfram og hugsanlega fara út að læra en Rósa segist ekki ætla að elta hana út. „Ég á síður von á því að halda áfram en þetta er svo skemmtilegt þegar maður er kom- inn af stað að sé mig alveg halda eitthvað áfram.“ ■ Kynntist dóttur sinni á nýjan hátt París var fallin og hernámi Þjóð- verja í Frakklandi var að ljúka. Henri Petain marskálkur settist í forsætisráðherrastól í Frakklandi í stað Paul Reynaud og tilkynnti fyrirætlun sína að semja um vopnahlé við nasista. Daginn eftir kom Frakkinn Charles de Gaulle, sem ekki var þekktur á þeim tíma, fram í útsendingu frá Englandi þar sem hann hvatti landa sýna til að halda áfram baráttu sinni gegn Þjóðverjum. Hetja úr fyrri heimsstyrjöld- inni, Henri Petain, var settur for- sætisráðherra árið 1940 til að auka baráttuhug samlanda sinna sem voru að láta undan herstyrk nasista. Í stað þess skipuleggur hann vopnahlé við nasista. Skrifað var undir vopnahléð 22. júní og tók það gildi þann 25. júní. Petain setti á fót Vichy-stjórnina sem var í samráði við nasista og Frakkar þjáðust sama með hverjum þeir tóku afstöðu enda þjóðin sundruð. Árið 1942 vann Pierre Laval, tæki- færissinnaður franskur fasisti og samstarfsmaður nasista, traust Adolfs Hitler og hinn aldraði Petain varð aðeins valdamaður að nafninu til í Vichy-stjórninni. Eft- ir árásina í Normandí árið 1944 urðu Petain og Laval að flýja und- ir verndarvæng Þjóðverja í aus- tri. Þeir voru báðir teknir höndum á endanum og dæmdir til dauða. Laval var skotinn 15. október árið 1945 en franski leiðtoginn Charles de Gaulle breytti dómnum yfir Petain og dæmdi hann í lífstíðar- fangelsi. Petain dó árið 1951. ■ CHARLES DE GAULLE Hann hvatti Frakka til að halda baráttu sinni gegn nasistum áfram. Petain undirbýr vopnahlé „Við unnum síðasta sumar á leikjanámskeiðum ÍTR þar sem við ferðuðumst á milli og kennd- um myndlist, en nú höfum við ákveðið að setja á fót sérstök myndlistarnámskeið fyrir krakka,“ segir Sólveig Einars- dóttir, en hún hefur skipulagt námskeiðin í sumar ásamt Guðnýju Rúnarsdóttur. Sólveig og Guðný eru báðar myndlistarmenn og útskrifuðust úr Listaháskólanum fyrir ári síð- an. „Það voru ekki nægir pening- ar hjá ÍTR þetta árið til að ráða okkur þannig að við ákváðum að setja á fót námskeið sjálfar. Myndlistarmenn eru í raun alltaf sjálfstæðir atvinnurekendur og það getur oft verið erfitt, við höfum hins vegar ákveðið að hætta að kvarta og skapa okkar eigin tækifæri,“ segir Sólveig. Guðný segir nauðsynlegt fyrir börn að fá tækifæri til að skapa og vinna með myndlist. „Ég held að kennsla í myndmennt og hand- mennt hafi svolítið setið á hakan- um í skólum undanfarin ár. Okkur langar að gefa börnum tækifæri á að læra eitthvað nýtt á þessu sviði,“ segir Guðný. N á m s k e i ð i ð verður í Austur- bæjarskóla í sumar og hefst fyrra námskeiðið 21. júní en það síðara 5. júlí. „ N á m s k e i ð i n verða í tvær vikur fyrir 9–12 ára krakka. Það verður farið í vett- vangsferðir og kennslan verður fjölbreytt. Þetta verður svolítið öðruvísi en venjuleg myndlistar- námskeið,“ segir Sólveig og bætir Guðný því við að spreyveggirnir við Austurbæjarskóla verði með- al annars nýttir við kennsluna auk þess sem námskeiðunum lýkur með myndlistarsýningum í Klink og Bank. Enn eru nokkur laus pláss á námskeiðunum fyrir áhugasama krakka og er hægt að hringja í þær stöllur eftir upp- lýsingum. ■ 20 17. júní 2004 FIMMTUDAGUR ■ AFMÆLI 17. JÚNÍ Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleik- stjóri er 56 ára. Páll Magnússon fréttamaður er 50 ára. Guðlaug María Júlíusdóttir og Brynjar Þór Jónasson voru gefin saman í Há- teigskirkju þann 22. maí af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. TÍMAMÓT MÆÐGURNAR ■ Rósa Sigurlaug Eiríksdóttir og Sigríður Eir Guðmundsdóttir brautskráðust frá Kennaraháskólanum á sama tíma. MYNDLISTARNÁMSKEIÐ MYNDLISTARMENNIRNIR GUÐNÝ OG SÓLVEIG ■ ætla að kenna krökkum myndlist í Austurbæjarskóla í sumar. 17. JÚNÍ 1940 PETAIN VERÐUR FORSÆTIS- RÁÐHERRA FRAKKLANDS ■ og semur um vopnahlé við nasista BROSANDI MÆÐGUR Rósa og Sigríður útskrifuðust á sama tíma frá Kennaraháskólanum. Þær sátu saman á skólabekk í þrjú ár án nokkurra vandkvæða. ■ ANDLÁT Íris Dalmar er látin. Útförin fór fram í kyrrþey. Kjartan Jónsson lést laugardaginn 5. júní. Útförin fór fram í kyrrþey. Einar Eiríksson bóndi, Miklholtshelli, Hraungerðishreppi, lést mánudaginn 14. júní. SÓLVEIG OG GUÐNÝ Þær hafa skipulagt myndlistarnámskeið fyrir krakka í sumar. FRÉTTAB LAÐ IÐ /H AR ALD U R JÓ N ASSO N ■ BRÚÐKAUP FRÉTTAB LAÐ IÐ /JÓ H AN N ES LO N G VENUS WILLIAMS Bandaríska tennisstjarnan er 24 ára í dag. Hún hefur vakið athygli í íþróttaheiminum fyrir hæfileika sína en athyglisvert þykir að hún keppir gjarnan gegn yngri systur sinni Serenu í úrslitum á stórum tennismótum. Öðruvísi myndlistarnámskeið SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.