Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 10
10 17. júní 2004 FIMMTUDAGUR JÓGA OG BÆNIR Helgur hindúi stundar jóga meðan hann fer með bænir sínar við Kamakhya-must- erið í Gauhati, höfuðborg Assam-ríkis í norðausturhluta Indlands. LANDBÚNAÐUR Umræða um kyn- blöndun kúastofnsins við erlenda stofna hefur aftur skotið upp koll- inum í tengslum við áhyggjur bænda af auknum kálfadauða síð- ustu ár. Vandinn er talinn tengjast fóðrun og snefilefnaskorti, en einnig hefur verið bent á svipuð vandamál sem upp komu í Dan- mörku og voru leyst með kyn- blöndun stofnsins þar. Þórólfur Sveinsson, formaður LK, segir umræður um kynblönd- un kúastofnsins ekki fara hátt enn sem komið er, enda bíði menn niðurstöðu yfirstandandi rann- sókna á orsökum kálfadauðans. „Menn þora alveg að velta þessu fyrir sér, en málið er hvorki innan LK né annars staðar komið á það stig að menn séu farnir að velta fyrir sér hvort grípa þurfi til ein- hverrar innblöndunar til að glíma við þennan vanda.“ Þórólfur segir bændur þó meðvitaða um að til kynblöndunar kunni einhvern tímann að koma, einfaldlega vegna innræktunar sem eykst í stofninum eftir því sem tímar líða. „Þetta er svolítið eins og með olíubirgðir heimsins. Sumir segja að þær þrjóti eftir 30 ár, meðan aðrir segja 100 ár. Það er svipað með þetta. Menn gera ráð fyrir því að einhvern tímann þurfi að gera þetta, en hvenær það yrði er allt önnur saga og erfiðara að svara.“ ■ Tillögur Hafró samþykktar Sjávarútvegsráðherra skrifar upp á flest það sem Hafrannsókna- stofnunin gerði að tillögum sínum varðandi fiskveiðiheimildir fyrir næsta fiskveiðiár þrátt fyrir varnarorð margra útvegsmanna. SJÁVARÚTVEGUR Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra tekur að mestu undir tillögur Hafrann- sóknastofnunarinnar varðandi leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári en ráðherra skrifaði undir reglugerð þar að lútandi í gær. Þannig verður heildarafli þorsks 205 þúsund tonn eins og Hafró lagði til þrátt fyrir gagn- rýni margra innan sjávarútvegs- ins. Ýsukvóti verður 90 þúsund tonn, ufsakvóti 70 þúsund og afla- mark í grálúðu verður 15 þúsund tonn en það er einnig í samræmi við tillögur. Margir útgerðar- og sjómenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja dæmalaust að ætla að draga úr veiðum á fiski sem eins og sak- ir standa hefur ekki nóg fæði í sjónum. Loðnan hefur enn ekki fundist þrátt fyrir mikla leit og vill Hafró ekki ákveða neitt með veiðar á henni fyrr en línur skýr- ast hvað veldur því að hún finnst ekki lengur á Íslandsslóð. Sjávar- útvegsráðherra hefur sagt að ekkert breytist varðandi veiðar á þorskinum þótt loðnan finnist þegar fram líður. Loðnuveiðin á yfirstandandi fiskveiðiári er langt undir útgefnum kvóta, sem var 875 þúsund tonn. Einu breytingarnar sem ráð- herra gerir frá tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar er að leyfi- legur heildarafli á skarkola verður þúsund tonnum meiri og heildarafli rækju á djúpslóð verð- ur 20 þúsund tonn en það breytist hugsanlega í haust enda liggja endanlegar tillögur Hafró um framhald rækjuveiða ekki fyrir fyrr en þá. Ráðherra hefur enn fremur undirritað reglugerð um hækkun á leyfilegum heildarafla í kolmunna á þessu ári en hann hækkar um 220 þúsund tonn. Sú ákvörðun byggir á mati á því hversu mikið skip Evrópusam- bandsríkja geta veitt til viðbótar af kvótaaukningu sem ESB ákvað en ekki hefur tekist að semja um takmarkanir á kolmunnaveiðum og ákveða veiðiþjóðir slíkt einhliða. albert@frettabladid.is Myrti arkitektinn: Þoldi ekki gagnrýnina SUÐUR-AFRÍKA Suður-afrískum manni varð svo mikið um þegar innanhússarkitekt fór ófögrum orðum um gluggatjöldin í íbúð hans að hann myrti arkitektinn. „Hún hafði ekkert jákvætt um íbúðina mína að segja svo ég fór út í bílskúr og sótti öxina,“ sagði Jose Da Silva þegar hann játaði sök sína fyrir dómstólum, að sögn BBC. Da Silva gagnrýndi lögreglu fyrir slóðaskap við rannsóknina en sex vikur liðu frá morðinu þar til hann var handtekinn. „Þetta hefði átt að taka tvo daga. Það var þeirra starf að handtaka mig. Ég borga skatta og launin þeirra,“ sagði hann. ■ STARFINU LOKIÐ Yfirmaður bótasjóðsins gerði Bandaríkja- forseta grein fyrir starfi nefndarinnar. 11. september: Fimm þús- und fengu bætur BANDARÍKIN Rúmlega 5000 fjöl- skyldur fengu greiddar bætur að andvirði um 500 milljarða króna vegna hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september. Fjölskyldur 97 prósenta þeirra sem létust fengu greiddar bætur sem voru á bilinu frá 18 milljónum króna upp í hálfan milljarð. Bæt- urnar koma úr ríkissjóði og eru greiddar út samkvæmt lögum sem áttu að tryggja skjóta bótagreiðslu til aðstandenda og koma í veg fyrir lögsóknir gegn flugfélögum og tryggingafélögum. Aðstandendur 70 fórnarlamba ákváðu að höfða mál og engra bóta var óskað fyrir 30 fórnarlömb. Nær 2.700 fengu greiddar bætur vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir, þar á meðal 1.919 björgunarstarfsmenn. ■ Fíkniefnasmyglari: Gæslu- varðhald framlengt LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald yfir manni sem reyndi að smygla einu kílói af amfetamíni og einu kílói af kókaíni inn í landið 24. maí hefur verið framlengt til 25. júní. Maðurinn, sem er um þrítugt, var handtekinn í Leifsstöð þegar hann var að koma frá Kaup- mannahöfn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Meintur samverkamaður hans situr einnig í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Það rennur út 25. júní. Rannsókn málsins stendur enn yfir og miðar vel. ■ UPPLÝSINGATÆKNI Þessa dagana leitar Arnþór Helga- son, framkvæmda- stjóri Öryrkjabanda- lags Íslands, að til- nefningum til aðgeng- isverðlauna samráðs- vettvangs Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni fatlaðra (NSH). Verðlaunaaf- hending NSH er ár- viss viðburður, en að þessu sinni er sjónum beint að upplýsinga- samfélaginu. „Ég er fulltrúi Íslands í dóm- nefndinni og tek við tillögum hvaðan sem er,“ segir Arnþór og mælist til að fá tillög- ur sendar á tölvupóst- fangið frkvstj@obi.is. „Helst er verið að leita að ýmiss konar tæknibúnaði eða upplýsingakerfi sem nýtist fólki í upplýsingasamfélagi nútímans og tekur sérstaklega mið af þörfum fatlaðra.“ Sem dæmi nefnir Arnþór upplýsingakerfi fer- ðamála, heimasíður, tæknibúnað í tengslum við hvers konar fjarskipti, farsíma, GPS-tæki og fleira. „Skilyrðið er fyrst og fremst að við hönnun búnaðarins séu höfð að leiðarljósi markmið um að því sem næst allir geti nýtt sér hann,“ segir Arnþór, en tilnefningar vill hann fá til sín fyrir 15. næsta mánaðar. M YN D / A P Óæskilegur tölvupóstur: Vilja ekki bannlista BANDARÍKIN Bandaríska viðskipta- stofnunin hafnaði tillögu um að búa til lista yfir netföng sem væri óheimilt að senda tölvupóst á í auglýsingaskyni. Listinn hefði verið svipaður og bannlisti fyrir símasölufólk. „Bannlisti á landsvísu var góð lausn til að losna við símasölufólk. Í dag er hann hins vegar ekki góð lausn til að losna við óæskilegan tölvupóst,“ hafði New York Times eftir Timothy J. Muris, forstjóra stofnunarinnar. Hann sagðist óttast að óprúttnir aðilar myndu nota listann til að komast yfir full- gild netföng og senda auglýsingar á þau. ■ VIÐ TÖLVUNA Ekki verður settur upp bannlisti gegn rafrænum ruslpósti. Aðgengisverðlaun NSH: ÖBÍ leitar að tillögum ARNÞÓR HELGASON Framkvæmdastjóri ÖBÍ segir margt geta hamlað aðgengi fatlaðra, s.s. val- myndir sem blindir og sjónskertir geti ekki nýtt sér, snertitakkar sem falla að yfirborði hluta og mynd- ræn framsetning efnis á heimasíðum án þess að þar sé texti undirliggjandi. Norskir fósturvísar ganga aftur: Kynblöndun kúa- stofnsins í umræðunni ÍSLENSKAR KÝR Bændur höfnuðu með afgerandi hætti kynblöndun íslenska kúastofnsins við þann norska fyrir um tveimur árum síðan. Nú er aftur minnst á kynblöndun í tengslum við kálfadauða sem veldur bændum áhyggjum. HEIMILDIR Í SAMRÆMI VIÐ RÁÐGJÖF HAFRANNSÓKNASTOFNUNARINNAR Sjávarútvegsráðherra hefur samþykkt tillögur Hafró fyrir næsta fiskveiðiár að mestu þrátt fyrir gagnrýni útvegsmanna. KJARNORKULEST AF SPORINU Lest sem flutti kjarnorkuúrgang fór út af spori sínu á í suðurhluta Eng- lands í gær. Vagninn með úrgangin- um hélst þó á sporinu og segja yfir- menn fyrirtækisins sem sá um flutningana að aldrei hafi verið hætta á ferðum. VILL STUÐNING KOSTUNICA Þjóð- ernissinninn Tomislav Nikolic, sem fékk flest atkvæði í fyrri umferð serbnesku forsetakosninganna, vill að Vojislav Kostunica forsætisráð- herra lýsi yfir stuðningi við hann. Nikolic er bandamaður Slobodans Milosevic, fyrrum forseta Júgó- slavíu, en Kostunica tók þátt í að koma honum frá völdum. ■ EVRÓPA Álfablóm 553 3978 Álfheimum 6 Blóm og skreytingar Heimsendingarþjónusta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.