Fréttablaðið - 23.06.2004, Page 25

Fréttablaðið - 23.06.2004, Page 25
Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. 17MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2004 Andlýðræðislegt aðhald Ríkisstjórn Bush hefur í tíð sinni tekist einstaklega vel að blanda saman óskyldum hugtökum og hræra þeim svo duglega saman þangað til merkingin týnist. Sem dæmi, þá er öll gagnrýni á Bush kölluð: „America-bashing“ eða „Anti-Americanism“. Það er því orðið and-lýðræðislegt að veita framkvæmda- valdinu aðhald! Jens Sigurðsson á politik.is Stríð á misskilningi byggt? Þar sem engin haldbær rök hafa verið fyrir innrásinni í Írak er tímabært að spyrja á hvaða forsendum þessi styrjöld var háð. Varla var hún háð á þeim for- sendum að Saddam Hussein væri ógn við heimsbyggðina og Írak öxulveldi hins illa, þar sem Bandaríkjastjórn sprengdi nánast allt sem sprungið gat á rúmum tveimur mánuðum án þess að hermenn Saddams fengju rönd við reist. Dagur Snær Sævarsson á murinn.is. Einhver nýr perraskapur? Markaðshneigð (e. market orientation) má lýsa sem einkenni á fyrirtækjamenn- ingu, sem birtist þannig að starfsmenn leggja sig fram við að veita viðskiptavin- inum, sem mestan ávinning af viðskipt- um sínum við fyrirtækið. Markaðs- hneigð má einnig lýsa sem hegðun er styður markaðsáhersluna (e. marketing concept). Þórhallur Örn Guðlaugsson á efna- hagsmal.hi.is. Múraðir deili auðnum Sá voldugi og vel stæði sinnti ekkert hin- um fátæka og hunsaði því ábyrgð sína. Hundarnir hins vegar sleiktu sár hins ólánssama Lasarusar. Svo kom dauðinn að óvörum. Báðir létust. Lasarus féll í ei- lífðarfaðm Abrahams, sem merkir að hon- um farnaðist vel, fékk góða heimkomu í ríki himinsins. Hinn ríki var ólánssamur og leið kvalir handan grafar. Sr. Sigurður Árni Pétursson í sunnu- dagshugvekju 13. júní á neskirkja.is. Í þá gömlu góðu daga Mér hefur alltaf þótt heldur gaman að koma í Vopnafjörð. Þangað kom ég fyrst með Halldóri Ásgrímssyni og Agli Heið- ari Gíslasyni, þáverandi framkvæmda- stjóra Framsóknarflokksins, þegar ég var formaður SUF fyrir tíu árum. Við dvöld- um þar heila helgi á kjördæmisþingi framsóknarmanna á Austurlandi. Það var heldur fámennt þing ef ég man rétt en líklega þeim mun skemmtilegra. Það var gaman að njóta leiðsagnar Halldórs á leiðinni og um Vopnafjörð. Ég á ýms- ar góðar minningar á ferðalögum með Halldóri á þessum tíma. Guðjón Ólafur Jónsson á hrifla.is AF NETINU Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Har›vi›arval Krókhálsi • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Vaskur eða tekjuskattur? EF VALIÐ STENDUR Á MILLI lækkunar tekjuskattshlutfalls og virðisaukaskatts- hlutfalls, þá er ljóst að fleiri myndu njóta góðs af lækkun virðisaukaskatts. Í UMRÆÐU UM hugsanlegar skattalækk- anir ríkisstjórnarinnar hefur hvort tveggja verið nefnt, lækkun tekjuskatts einstak- linga eða lækkun virðisaukaskatts. Því er ekki úr vegi að skoða hver áhrifin eru af hvorri aðgerð um sig á okkur skattgreið- endur. Áður hef ég reyndar rætt að ríkis- stjórnin eigi alls ekki að leggja út í skatta- lækkanir á þessum tíma nema draga enn meira úr útgjöldum. MEST HEFUR VERIÐ RÆTT um lækkun á hinu almenna skattþrepi tekjuskatts ein- staklinga sem nú er 25,75%. Í staðgreiðslu bætist við 12,83% útsvar sem rennur til sveitarfélaga. Væri tekjuskattshlutfallið lækkað myndi það hafa þau áhrif að ráð- stöfunartekjur þeirra einstaklinga sem greiða tekjuskatt myndu óneitanlega hækka og bæta þar með afkomu þeirra. Lækkunin myndi væntanlega einnig lækka verð á ýmissi þjónustu og þar með hafa áhrif til lækkunar verðbólgu. Staðreyndin er hins vegar sú að innan við helmingur framteljenda greiðir einhvern tekjuskatt. Því myndi lækkun á skatthlutfalli tekju- skatts ekki nýtast nema hluta framteljenda og síst þeim sem hafa hvað lægstar tekjur. ÖNNUR LEIÐ VÆRI að hækka frádráttarlið- ina og vil ég þar nefna persónuafsláttinn. Persónuafsláttur er nú 27.496 krónur á mánuði sem þýðir að skattleysismörkin eru 71.270 krónur á mánuði. Hækkun á per- sónuafslætti myndi nýtast mun fleiri ein- staklingum en lækkun almenna skattþreps- ins og nýtast best þeim sem eru með tekj- ur nálægt núverandi skattleysismörkum. LÆKKUN VIRÐISAUKASKATTS myndi aft- ur á móti nýtast öllum. Það myndi leiða til lægra vöruverðs, svo framarlega sem sam- keppni er næg, og lækka framfærslu- kostnað heimilanna. Spurningin er þá hvernig lækkunin myndi skiptast á milli skattþrepa. Almenna skattþrepið er sem kunnugt er 24,5%. Í lægra skattþrepinu, sem er 14%, eru matvörur, afnotagjöld út- varps, gisting, blöð, tímarit og bækur auk rafmagns og kostnaðar við húshitun. Sam- kvæmt vísitölu neysluverðs bera um 20% af útgjöldum meðalheimilis 14% virðis- aukaskatt. Því myndi lækkun almenna þrepsins nýtast meðalheimilinu betur, en ef skattalækkunin ætti að nýtast hinum tekjulægstu ætti hún að beinast að lægra skattþrepinu, en þar eru matvælin. HVAÐA LEIÐ ER LÍKLEGT að ríkisstjórnin velji? Ef valið stendur á milli lækkunar tekjuskattshlutfalls og virðisaukaskattshlut- falls, þá er ljóst að fleiri myndu njóta góðs af lækkun virðisaukaskatts. Frá sjónarhóli ríkisins er vænlegra að lækka tekjuskattinn, því hægt er að lækka hann um mun fleiri prósentustig en virðisaukaskattinn fyrir sömu upphæð. Sé ríkisstjórninni hins vegar annt um hagstjórn myndi hún fresta skatta- lækkunum til að draga úr þenslu, sem kem- ur öllum vel þegar til lengdar lætur, og und- irbúa skattalækkanir þegar verr árar. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.