Fréttablaðið - 23.06.2004, Page 28
20 23. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR
Þjálfari Spánverja keikur þrátt fyrir hrakfarirnar á EM
Saez ekki að hætta
EM Í FÓTBOLTA Þjálfari spænska
landsliðsins í knattspyrnu, Inaki
Saez sem er 61 árs, ætlar ekki að
hætta með liðið þrátt fyrir slælegt
gengi – nánast hrakfarir – á EM í
Portúgal.
Hann gerði tveggja ára samn-
ing við spænska knattspyrnusam-
bandið rétt fyrir EM og hefur í
hyggju að virða þann samning.
Einhverra hluta vegna virðist
spænska knattspyrnusambandið
vera á sama máli.
Inaki Saez tók við stjórn
spænska landsliðsins í júlí 2002 og
hefur á þeim tíma stjórnað liðinu í
23 leikjum. Af þeim hafa reyndar
aðeins tapast tveir en það gefur
þó varla rétta mynd af stöðu liðs-
ins. Vissulega er enginn hörgull á
góðum spænskum knattspyrnu-
mönnum en þegar komið er á stór-
mót eru þeir með allt lóðrétt niður
um sig. Vandséð er að Inaki Saez
geti gert eitthvað í því. ■
Tek einn dag í einu
Guðmundur Benediktsson, sem átt við mikil meiðsli að stríða. kom inn
á sem varamaður hjá KR, skoraði tvívegis og tryggði sigur gegn Fram
FÓTBOLTI KR bar sigurorð af Fram
á í Vesturbænum á mánudags-
kvöldið í Landsbankadeild karla í
knattspyrnu. 3-0 varð lokastaðan í
daufum og allt að því leiðinlegum
leik.
Engin spurning er þó um að
KR-liðið er að þéttast með
hverjum leik, og þá sér í lagi
vörnin, sem er orðin virkilega
sterk og þá er miðjan að hressast.
Það sem vantar helst er sprækari
framlína en innkoman hjá Guð-
mundi Benediktssyni gefur KR-
liðinu einhverjar vonir.
Framarar voru bitlausir og
hugmyndasnauðir lungann úr
leiknum og allan neista vantaði í
liðið.
Aðstæður voru ekkert sérlega
góðar fyrir knattspyrnuiðkun,
vindur og sterk sól.
KR-liðið var sterkari aðilinn
mestallan leiktímann en þó var
sóknarpressa afar lítil.
Framarar náðu þokkalegum
kafla í byrjun síðari hálfleiks sem
varði í rétt rúmt korter – eftir það
gerðist lítið hjá þeim.
KR gulltryggði þó ekki sigur-
inn fyrr en undir blálokin með
tveimur mörkum frá Guðmundi
Benediktssyni, sem komið hafði
inn á sem varamaður í stað Arn-
ars Gunnlaugssonar á 67. mínútu.
Guðmundur vildi gera sem
minnst úr sínum þætti í sigrinum
þegar Fréttablaðið ræddi við hann
í gær.
„Það er alltaf gaman að skora
og óneitanlega var þetta skemmti-
leg innkoma. Sigurinn er þó fyrir
mestu og það að við erum á réttri
leið. Vörnin er orðin þéttari og
það fleytir okkur hálfa leið að
sigri og gerir miðjumönnunum og
sóknarmönnunum lífið léttara.
Nú er að halda áfram að bygg-
ja ofan á þetta sem komið er og
skerpa á sóknarleiknum.“
Hvað hann sjálfan varðar sagði
Guðmundur:
„Það er einn dagur í einu – það
hefur reynslan kennt mér – ef ég
er heill heilsu á morgun, er ég
sáttur.“
„Það var ekki svo mikið sem
skildi liðin að fyrr en við færðum
þeim seinna markið á silfurfati
undir lokin,“ sagði Ríkharður
Daðason eftir leik.
Rýr uppskera
„Allt fram að seinna markinu
vorum við inni í leiknum og vor-
um á kafla í seinni hálfleik meira
ógnandi. Staðan hjá okkur er afar
einföld núna; Við verðum að gjöra
svo vel og taka okkur saman í and-
litinu – annars fer illa. Hins vegar
er eitt stig í síðustu þremur leikj-
um heldur rýr uppskera miðað við
hvernig liðið er búið að spila.
Jafnvægið er ekki nógu gott og
við virðumst ekki alveg hitta á
góðan leik allir saman en það
verður að fara að gerast,“ sagði
framherjinn Ríkharður Daðason,
sem mátti sín lítils í framlínu
Framara í leiknum.
sms@frettabladid.is
INAKI SAEZ
Ekki hættur!
GARÐAR GUNNLAUGSSON
Genginn til liðs við Val frá ÍA
Félagaskipti í boltanum:
Garðar til
Valsmanna
FÓTBOLTI Garðar Gunnlaugsson
gekk í gær í raðir Valsmanna frá
ÍA og skrifaði hann undir þriggja
ára samning við Hlíðarenda-
félagið.
Garðar, sem hefur fengið fá
tækifæri það sem af er sumri með
Skagaliðinu, sagði í samtali við
Fréttablaðið að nokkur lið hefðu
verið að bera víurnar í sig undan-
farnar vikur.
„Ég fer til Vals því að þetta er
stórt lið, með góða leikmenn og
stjórn, og ætlar sér stóra hluti á
næstu árum,“ sagði Garðar og
bætti við að það væri lítil eftirsjá
af Skaganum. ■
LANDSBANKADEILD KARLA
Fylkir 6 4 2 0 9–3 14
KR 7 3 2 2 9–7 11
Keflavík 6 3 1 2 7–9 10
ÍBV 6 2 3 1 10–6 9
ÍA 6 2 3 1 7–5 9
FH 6 2 3 1 7–6 9
Grindavík 6 1 4 1 5–6 7
KA 6 2 1 3 5–6 7
Fram 6 1 2 3 7–8 5
Víkingur 6 0 1 5 3–10 1
MARKAHÆSTIR
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 5
Arnar Gunnlaugsson, KR 4
Atli Sveinn Þórarinsson 4
Grétar Hjartarson, Grindavík 4
Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV 3
Sævar Þór Gíslason, Fylki 3
■ STAÐA MÁLA
1–0 Arnar Gunnlaugsson, víti 41.
2–0 Guðmundur Benediktsson 87.
3–0 Guðmundur Benediktsson 90.
DÓMARINN
Egill Már Markússon góður
BESTUR Á VELLINUM
Guðmundur Benediktsson KR
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 16–6 (9–3)
Horn 7–1
Aukaspyrnur fengnar 21–15
Rangstöður 0–7
GÓÐIR
Guðmundur Benediktsson KR
Arnar Jón Sigurgeirsson KR
Kristinn Hafliðason KR
Gunnar Einarsson KR
Kristján Örn Sigurðsson KR
Gunnar Sigurðsson Fram
Heiðar Geir Júlíusson Fram
■ FRAM – KR 3-0
ARNAR GUNNLAUGSSON
Skoraði fyrsta mark KR-inga í gær
og sitt fjórða mark í deildinni.