Fréttablaðið - 25.06.2004, Síða 26

Fréttablaðið - 25.06.2004, Síða 26
Sokkabuxur verða alltaf að passa við skóna sem þú ert í. Ef þú ert í tvílitum skóm þá er hægt að vera í sokkabuxum í hlutlausum lit. Einnig er hægt að klæðast sokkabuxum í sama lit og daufari liturinn í skónum. Vandamálið leyst! „Mér finnst bara langbest að vera í mjög þægilegum fötum sem passa,“ segir Þórey Edda Elísdótt- ir stangarstökkvari. „Ég á einar þröngar, léttar og venjulegar æf- ingabuxur sem ég er mjög oft í og eru svona í uppáhaldi. Svo á ég flottar Diesel-gallabuxur sem mér finnst gott að vera í. Ég á líka flísbuxur frá 66 gráðum norður sem ég nota mikið,“ segir Þórey, sem er mikið fyrir föt sem hún getur bæði æft í og notað hvers- dagslega. „Mér finnst voða þægilegt að skella mér bara í gallabuxur ef ég er að fara eitthvað. Svo ef ég er að fara að skemmta mér þá get ég alltaf keypt mér einhvern sætan bol við,“ segir Þórey. Henni finnst þó alls ekkert leiðinlegt að punta sig. „Þegar ég fer eitthvert fínt klæði ég mig aðeins upp og mér finnst gam- an að hafa mig til. Þegar ég var í skóla fannst mér til dæmis mjög gaman að hafa mig til og klæða mig aðeins fínna en vanalega,“ segir Þórey. Hún er nú búsett í Þýska- landi og mun taka tvo áfanga í skóla í fjarnámi. „Ég get þá verið í íþróttabuxunum í skólanum – heima í stofu,“ segir Þórey og hlær. „Vinnan mín núna býður ekki upp á mikil fatakaup. Ef ég kaupi einhver föt þá þarf ég ekki mikið að nota þau,“ segir Þórey. „Ég æfi ellefu sinnum í viku og er því í íþróttagallanum frá því ég vakna og þangað til ég fer að sofa,“ seg- ir Þórey, en hún setti eins og kunnugt er nýtt Íslandsmet og Norðurlandamet á dögunum. Þar bætti hún sinn eigin árangur um níu sentímetra. lilja@frettabladid.is Þægileg föt sem passa: Getur bæði æft í þeim og notað hversdagslega Þóreyju Eddu Elísdóttur stangarstökkvara finnst best að vera í þægilegum fötum sem passa vel og hefur dálæti á gallabuxum. Nýja sumarlínan frá MAC-snyrtivörunum er fersk, litrík og nýstárleg eins og venjan er með vörurnar frá MAC. Línan, sem er væntanleg í næstu viku, er þrískipt; Gilt fyrir húðina, Tantress fyrir andlit og augu og Lusterglass fyrir varirnar. Gullin húð er eftirsóknarverð yfir sumar- mánuðina og þessi gyllta og glansandi lína uppfyllir óskir þeirra sem vilja frísklegt útlit án mikilla sólbaða. Gilt-línan er bæði ætluð konum og körl- um og kemur í mismunandi litatónum. Augnskuggarnir, gljáinn og glossin eru fáanleg í mörgum fallegum litum sem fara vel við glæsilega gyllta húðina. Það er líka margt annað í boði hjá MAC því þetta er mjög fjölbreytt snyrtivörufyrir- tæki og býður upp á ólíkar línur fyrir ólík tækifæri. Allt er fáanlegt hjá MAC; dagfarðinn fyrir fóstruna, fína púðrið fyrir brúðina og glamúrinn fyrir næturdrottninguna. www.maccosmetics.com MAC-snyrtivörur: Litríkar og nýstárlegar Augnskuggar „Tantress“ Augnglans „Tantress“ Gyllt krem fyrir and- lit og líkama „Gilt“ Varalitur „Tantress“ Varagloss „Lusterglass“ Stöðugt verður algengara að kon- ur skarti ásettum nöglum. Þróun- in í naglaásetningum hefur verið mjög hröð að undanförnu og mik- ið um nýjungar. Íris ívarsdóttir, eigandi Nagla- fegurðar og Icelandic Beauty- skólans, segir litagleði og glimm- er það nýjasta í akrýlnöglunum. „Það eru ýmis glær tips og svo hvaða litur sem er. Nöglin sjálf getur verið í lit og hvíta röndin í öðrum lit. Þetta er mjög sniðugt til dæmis þegar konur eru að klæða sig upp í samkvæmiskjóla, þá geta þær verið með tvílitar neglur, til dæmis bláar og gylltar eða rauðar og gylltar.“ Íris segir glimmerið mjög vin- sælt og hafa verið í tísku um hríð en litirnir í sumar eru gult, appel- sínugult, bleikt og turkísblátt. Margar konur eru hræddar um að þeirra eigin neglur eyðileggist við naglaásetninguna en Íris segir það óþarfa áhyggjur. „Neglurnar geta orðið ljótar ef konur rífa ásettu neglurnar sjálfar af. Það þarf að pússa neglurnar af og nota sérstakt efni sem hægt er að kaupa á stofum. En það er mikil vinna að pússa neglurnar niður og best að láta gera það á stofu.“ Hvers vegna fá konur sér ásett- ar neglur? „Neglurnar vilja klofna á veturna og það getur verið erfitt að ná þeim góðum. Svo vilja konur hafa beina lagið á nöglunum og ná ekki sínum eigin þannig. Þetta er líka fallegt og snyrtilegt og þarf ekkert að hugsa um þær nema láta laga neglurnar við naglaböndin á mánaðar fresti. Lakk- ið dugir í þrjár vikur og það er hægt að hafa neglurnar í hvaða lengd sem er. Svo er þetta sniðug lausn fyrir þær sem naga neglurnar.“ Venjuleg neglaásetning kostar 5.000 krónur, en með litum, skrauti eða glimmer kostar hún 6.000 krónur. ■ Flottar neglur fyrir allar konur: Með glimmeri og blómum og lakki sem endist Íris Ívarsdóttir segir mikið að gerast í ásettum nöglum og alltaf einhverjar nýjungar,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.