Fréttablaðið - 06.08.2004, Page 6
6 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR
Skipta þurfti um flugvél á Spáni:
Haglél seinkar Sumarferðum
SAMGÖNGUR Seinkun varð á flugi
ferðaskrifstofunnar Sumarferða til
og frá Alicante á Spáni vegna
hagléls á Spáni. Flugvélin sem átti
að flytja farþega á milli Spánar og
Íslands fékk á sig haglél í fyrradag
þannig að lakk á nefi flugvélarinn-
ar flagnaði af. 212 farþegar áttu að
fara með sömu vél til Spánar í há-
deginu í gær.
Að sögn Helga Péturssonar,
framkvæmdastjóra Sumarferða, er
viðkvæmasti búnaður flugvéla í nef-
inu og því hafi ekki annað verið
hægt en að skoða vélina vandlega.
Því hafi þurft að bíða þess að önnur
vél og áhöfn kæmu til Spánar til að
flytja farþegana heim til Íslands.
„Við vissum fyrst að þetta yrði raun-
in klukkan rúmlega níu í gærmorg-
un og hófum þá strax að hringja í
farþega sem voru á leið frá Íslandi
til Spánar til að láta þau vita að flug-
inu seinkaði töluvert,“ segir Helgi.
Helgi segir að náðst hafi í flesta
farþegana og þeir látnir vita að
fluginu seinkaði þar til um kvöld-
matarleytið í gær. Einhverjir hefðu
þó verið komnir til Keflavíkur og
var þeim boðið upp á tvær máltíðir
í flugstöðinni. ■
Gætu grætt milljarð
Burðarás jók hlut sinn í Singer and Friedlander. Ef KB banki yfirtekur
breska bankann geti skammtímahagnaður Burðaráss slagað í milljarð
króna. Hugsanlegt er að kaupin seinki yfirtöku KB banka.
VIÐSKIPTI Burðarás keypti í gær tæp
fimm prósent í breska bankanum
Singer and Friedlander. Þar með á
Burðarás rúm átta prósent í bank-
anum eða sem nemur hátt á fimm-
ta milljarð króna. Fyrir á KB banki
19,5 prósenta hlut í bankanum, and-
virði rúmra tíu milljarða.
S a m k v æ m t
heimildum hefur
fjárfesting Burða-
ráss verið í undir-
búningi um nokk-
urt skeið. Mark-
miðið með henni
er skammtíma-
hagnaður vegna
mats á því að KB
banki taki bank-
ann yfir. Burðarás
hefur flutt úr landi
um tíu milljarða króna til erlendra
fjárfestinga. Sérfræðingar á mark-
aði telja að Björgólfur Thor Björg-
ólfsson, stjórnarformaður Burðar-
áss, sé maðurinn á bak við þessa
fjárfestingu.
Innan KB banka gætir ákveð-
ings pirrings yfir því sem menn
kalla hugmyndaleysi; að verpa í
hreiður annarra. Landsbankinn
ræður för í Burðarási og núningur
vegna baráttu um danska FIH
bankann situr enn í mönnum. KB
bankamenn telja að aðkoma Lands-
bankans hafi kostað KB banka sjö
milljarða króna. KB banki getur
auðveldlega komið í veg fyrir yfir-
töku Burðaráss og hugsanlegt að ef
Burðarás þvælist fyrir yfirtök-
unni, þá muni KB banki einfaldlega
bíða með að hefja yfirtökuferlið.
Slík störukeppni verði þó sennilega
hvorugum til hagsbóta.
Algengt er að greitt sé 15 til 20
prósenta álag frá markaðsgengi
við yfirtöku. Hins vegar er þá horft
framhjá hækkunum sem verða
vegna væntinga um yfirtöku. Lík-
legt er að Burðarás vilji skjótan
hagnað, fremur en að liggja lengi
með svo stóra fjárfestingu upp á
óvissa von um frekari ávinning.
Burðarás gæti ef væntingar ganga
eftir hagnast um milli hálfan og
einn milljarð á fjárfestingunni.
Fulltrúar Burðaráss hafa ekki
tjáð sig um stefnuna með fjárfest-
ingu sinni öðruvísi en með vísun í
fjárfestingarstefnu sína. Á breska
markaðnum kannar yfirtökunefnd
slíkar fjárfestingar, þar til eignar-
hlutur er kominn yfir fimmtán pró-
sent. Þá tekur strangara eftirlit við
í umsjón breska fjármálaeftirlits-
ins.
Þeir sem gerst þekkja til á
breska markaðnum telja að
Burðarás muni fá símtal frá yfir-
tökunefndinni vegna kaupanna.
Það fyrsta sem nefndin hafi áhuga
á séu tengsl við KB banka eða þátt-
töku í yfirtökuferli. Í öðru lagi
munu þeir þurfa að svara því hvort
þeir hyggi sjálfir á yfirtöku. Svari
þeir játandi verða þeir að hefja
ferlið en neiti þeir mega þeir ekki
reyna slíkt næsta hálfa árið.
haflidi@frettabladid.is
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
BÍLVELTA Á HÓLSSANDI Útlending-
ur var fluttur á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri vegna eymsla í
baki eftir bílveltu á Hólssandi í
Norður-Þingeyjasýslu. Sá sem var
með honum í bílnum slapp án
meiðsla. Ökumaðurinn missti
stjórn á bílnum á malarvegi.
VELTA Á LÁGHEIÐI Útlendingur
slapp ómeiddur eftir að hafa velt
bílaleigubíl sem hann var á á Lág-
heiði rétt sunnan við bæinn
Brekku. Bíllinn er talinn ónýtur.
INNBROT Í HEIMAHÚS Brotist var
inn í heimahús í Ólafsfirði um
miðjan dag í byrjun vikunnar. Það-
an var stolið sjónvarpi, DVD-spil-
urum og fleiru. Þjófarnir eru
ófundnir en nokkrir menn liggja
undir grun.
Snæfellsnes:
Vörubíll
varð alelda
LÖGREGLA Vörubíll varð alelda á
Snæfellsnesvegi vestan við Stykk-
ishólm um miðjan dag í gær. Tveir
menn voru í bílnum. Þeir drápu á
vél bílsins og forðuðu sér út þegar
þeir urðu varir við reyk í húsi bíls-
ins. Þar biðu þeir eftir hjálp.
Slökkviliðið í Stykkishólmi kom
fljótt á staðinn en þá var bíllinn al-
elda. Þá komst einnig mikill eldur í
gröfu sem verið var að flytja á palli
bílsins. Mennina tvo sakaði ekki en
bíllinn er talinn ónýtur og grafan
mikið skemmd. ■
,,Innan KB
banka gætir
ákveðings
pirrings yfir
því sem
menn kalla
hugmynda-
leysi.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 71,77 0,24%
Sterlingspund 130,55 0,47%
Dönsk króna 11,62 0,10%
Evra 86,27 -0,03%
Gengisvísitala krónu 121,35 0,41%
KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTABRÉF
Fjöldi viðskipta 229
Velta 2.672 milljónir
ICEX-15 3.076,24 -1,11%
Mestu viðskiptin
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 390.674
Vátryggingafélag Íslands 240.172
Straumur Fjárfestingarbanki hf 125.884
Mesta hækkun
Nýherji hf. 2,70%
Hlutabréfsj. Búnaðarbankans 1,98%
Hampiðjan hf. 1,75%
Mesta lækkun
Kaupþing Búnaðarbanki hf. -2,38%
Íslandsbanki hf. -2,17%
Jarðboranir hf. -1,03%
Erlendar vísitölur
DJ* 10.041,3 -0,8%
Nasdaq* 1.835,1 -1,1%
FTSE 4.413,4 0,1%
DAX 3.829,0 0,1%
NIKKEI 11.060,9 0.46%
S&P* 1.087,3 -1,0%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
VEISTU SVARIÐ?
1Hvað heitir ungur íslenskur leikarisem er að gera það gott í Noregi?
2Hvaða bæjarfélag hefur haft umsjámeð umsækjendum um pólitískt hæli
frá áramótum?
3Hvaða bráðaofnæmi er talið að A- ogD-vítamíndropar sem kallaðir hafa
verið af markað hafa valdið?
Svörin eru á bls. 38
www.icelandair.is/kaupmannahofn
Í Kaupmannahöfn sameinast
glæsileiki og lífsgleði.
Heimsþekkt söfn, sögufrægar
byggingar og listviðburðir eru meðal
þess sem nærir anda ferðamannsins
en ekki er síður vinsælt að slaka á
með Tuborg og ekta dönsku
smurbrauði.
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
*Hotel Selandia á mann í tvíbýli
23.-25. okt., 12.-14. nóv., 14.-16.
jan., 4.-6. feb., 4.-6. mars.
Innifalið: Flug, gisting í 2 nætur
m. morgunverði, flugvallarskattar,
þjónustugjald og eldsneytisgjald.
5000 Ferðapunktar
upp í pakkaferð
Fyrir handhafa Vildarkorts VISA
og Icelandair. Jafnvirði 5000 kr.
Gildir til 1. september.
Verð frá 29.540 kr.*
Lífsgleði
og glæsileiki
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
25
37
0
0
7/
20
03
SEINKUN Á FLUGI
Seinkun varð á flugi til og frá Spáni vegna hagléls.
HÚKKAR SÉR FAR
Björgólfur Thor Björgólfsson ræður för í Burðarási. Fjárfesting Burðaráss fyrir á fimmta
milljarð króna í Singer and Friedlander gæti fært félaginu góðan gengishagnað á skömm-
um tíma gangi væntingar um yfirtöku KB banka eftir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
K
AR
LS
SO
N
Í grein í Fréttablaðinu í gær um
veðurfar á Íslandi var rangt farið
með nafn veðurfræðings sem
vitnað var í. Hún heitir Elín
Björk Jónasdóttir en ekki Elva
eins og sagt var. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
Danskur kapteinn:
Sætir ákæru
KAUPMANNAHÖFN, AP Saksóknarar
danska hersins lögðu í gær fram
ákæru á hendur kapteini sem sak-
aður er um að misþyrma föngum í
Írak.
Kapteinninn, Annemette
Hommel, er ákærður fyrir að hafa
fjórum sinnum sýnt af sér gáleysi
með því að niðurlægja fangana og
neita þeim um mat og vatn. Hún
neitar hins vegar öllum ásökunum
og segir þær á misskilningi
byggðar.
Ásakanirnar hafa valdið Dön-
um nokkrum áhyggjum um afleið-
ingar þátttöku þeirra í her-
námsliðinu í Írak. Varnarmálaráð-
herra landsins segist þó engar
áætlanir hafa um að herinn yfir-
gefi landið. ■
AP
M
YN
D
ANNEMETTE HOMMEL
Ákærð fyrir að misþyrma föngum meðan
hún starfaði á vegum danska hersins í Írak.
■ LEIÐRÉTTING