Fréttablaðið - 14.05.2004, Side 52

Fréttablaðið - 14.05.2004, Side 52
■ LISTAHÁTÍÐ ■ LISTAHÁTÍÐ Í DAG Listahátíð í Reykjavík, semstendur yfir dagana 14.–31. maí hefst með setningarathöfn í Lista- safni Íslands í dag klukkan 17.45 og verður hún sýnd í beinni út- sendingu í ríkissjónvarpinu. „Þetta verður fjörug og skemmtileg setning,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar. „Vesturport og Hljómskálakvintettinn verða í portinu. Íslenski dansflokkurinn sýnir nýtt verk eftir Katrínu Hall og rússneski karlakórinn flytur tvö lög. Ég og Ólafur Kvaran mun- um flytja ávörp og Þorgerður Katrín menntamálaráðherra mun setja hátíðina. Þá verður sýnt brot úr kvikmynd Páls Steingrímsson- ar, Íshljómur og Gabríela Friðriks- dóttir sýnir nýtt vídeóverk – og þetta verður allt í beinni útsend- ingu.“ Guðrún segir að það verði heil- mikið af erlendum gestum við- staddir setningarathöfnina, svo sem erlendir blaðamenn og aðrir góðir gestir. „Það er líka mjög gam- an að segja frá því að eigandi einn- ar stærstu umboðsskrifstofu Evr- ópu, Jasper Parrot, sem hefur ver- ið umboðsmaður Vladimirs Ash- kenazy verður viðstaddur sem gestur okkar. Hann tók þátt í skipu- lagningu Listahátíðar í upphafi og við vinnum mikið í gegnum um- boðsskrifstofu hans. Hann gifti sig hér á landi fyrir 25 árum og hefur ekki komið hingað síðan.“ Undirbúningur fyrir Lista- hátíðina í ár hefur gengið mjög vel. Leikhópurinn frá Georgíu er byrjaður að æfa og rússneski karla- kórinn kom í gær en það var helst að skipuleggjendur hafi haft áhyggjur af því hvort þessir tveir hópar kæmust í tæka tíð. „Það er svolítið flókið að fljúga frá þessum löndum, til dæmis geta komið upp vand- kvæði vegna vegabréfsáritana. Svo eru þessar stóru leikmyndir að koma til landsins og á mánudaginn kemur gríðarlegt magn af sandi sem verður á sviðinu hjá Hibiki, japanska dansleikhúsinu.“ Á morgun hefst svo mikil dag- skrá í miðbæ Reykjavíkur, þar sem Vesturport mun meðal annars sýna áhættuatriði í miðbænum. „Veðurspáin er mjög góð fyrir laugardag og við erum ofsalega ánægð með að það er ekki lengur rigningaspá.“ ■ Fjörugt og skemmtilegt ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR Þórunn er listrænn stjórnandi Listahátíðar sem sett verður í dag. Hún kætist yfir góðri veðurspá fyrir laugardag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N Frá Tblisi í Georgíu koma leik-arar Rustaveli-þjóðleikhúss- ins og setja upp Þrettándakvöld Shakespeares í Þjóðleikhúsinu klukkan 20 í kvöld. Leikritið hefst með því að fylgst er með jólaundirbúningi í hirð hertogans af Osino en innan leikritsins er annað leikrit um fæðingu og fyrstu tólf daga í lífi Jesú. Þá gerast ófyrirsjáanlegir atburðir sem enginn skilur í og leikarar hirðarinnar eru allt í einu komnir á tíma krossfestinga. Eins og Robert Sturua, leikhússtjóri Rustaveli-þjóðleikhússins og leik- stjóri sýningarinnar, hefur sagt frá. „Hér sérðu enga morðingja, þjófa eða ræningja. Einungis venjulegt fólk með þeirra smá- vægilegu syndir. En jafnvel þess- ar léttvægari syndir geta verið hættulegar. Stundum særum við annað fólk og tökum ekki eftir því. Í síðasta atriðinu uppgötva karakterarnir að lífið er ekki eins auðvelt og skemmtilegt eins og þeir höfðu ímyndað sér.“ Sturua hefur verið valinn einn af fremstu Shakespeare-leikstjór- um allra tíma af breskum gagn- rýnendum og er Þrettándakvöldið í meðförum hans talin einstök túlkun á bráðskemmtilegu verki. Á meðan leiksýningu stendur geta áhorfendur fylgst með íslenskum texta á skjá, þannig að bæði sér- fræðingar og áhugamenn geta rýnt í hvernig upprunalegi text- inn breytist í meðförum Sturua. ■ Þrettándakvöld frá Georgíu LEIKHÓPUR RUSTAVELI-LEIKHÚSSINS Bregður á leik í nýrri uppsetningu á Þrettándakvöldi Shakespeares í Þjóðleik- húsinu í kvöld og annað kvöld klukkan 20. 17.45 Setning Listahátíðar í Listasafni Íslands. Bein útsending í ríkis- sjónvarpinu. 20.00 Þrettándakvöld Rustaveli- leikhússins í Þjóðleikhúsinu. Fyrri sýning. 32 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR 52-53 (32-33) Fólk 13.5.2004 17:20 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.