Fréttablaðið - 15.05.2004, Page 1

Fréttablaðið - 15.05.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 LAUGARDAGUR BOLTINN BYRJAR Landsbankadeild karla í fótbolta hefst í dag. Fyrsti leikur mótsins er viðureign Íslandsmeistara KR og FH sem varð í öðru sæti mótsins í fyrra. Leikurinn verður á KR-vellinum og hefst klukkan 17. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ENN EITT ÚRKOMUSVÆÐIÐ er nú að ganga yfir landið. Rigning sunnan og suðvestan til í fyrstu en vaxandi úrkoma annars staðar síðdegis. Víða skúrir í kvöld. Sjá síðu 6. 15. maí 2004 – 132. tölublað – 4. árgangur SEGIR FORSETANN VANHÆFAN Það er augljóst að Ólafur Ragnar Grímsson er forseti allrar þjóðarinnar og getur ekki gengið erinda eins auðhrings. Þetta sagði Davíð Oddsson í fréttum Sjónvarps í gær. Sjá síðu 2 HART BARIST Í NAJAF Harðir bar- dagar geysuðu í írösku borginni Najaf þeg- ar Bandaríkjaher réðist gegn vígjum and- spyrnumanna í borginni. Bardagarnir stóðu yfir klukkustundum saman. Sjá síðu 2 KONUNGLEGT BRÚÐKAUP Friðrik krónprins gekk að eiga Mary Donaldson í gær. Tugir þúsunda hylltu brúðhjónin eftir at- höfnina. Krónprinsinn táraðist þegar unnusta hans gekk inn í kirkjuna. Sjá síðu 4 GUNGA OG DRUSLA Steingrímur J. Sigfússon sagði Davíð Oddsson vera gungu og druslu á Alþingi í gær þegar forsætisráð- herrann varð ekki við ósk hans um að vera viðstaddur umræður um fjölmiðlafrumvarpið. Sjá síðu 6 FJÖLMIÐLALÖG Þingmeirihluti hangir á bláþræði í fjölmiðlamálinu. Heim- ildum Fréttablaðsins ber ekki sam- an um hvort þingmeirihluti sé þegar fallinn eða hvort enn sé óljóst um afstöðu fáeinna stjórnarþingmanna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þrjátíu og fjóra þingmenn á bak við sig en stjórnarandstaðan tuttugu og níu. Stjórnarandstaðan hefur þegar lýst yfir andstöðu sinni við frum- varpið og mun öll greiða atkvæði á móti því. Einungis þurfa því þrír stjórnarþingmenn að greiða at- kvæði gegn frumvarpinu að lokinni þriðju umræðu til þess að það verði fellt. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, hefur ítrekað látið hafa eftir sér opinber- lega að hann muni ekki styðja frum- varpið. Því þarf einungis tvo til við- bótar til að frumvarpið verði fellt. Heimildarmenn Fréttablaðsins inn- an Framsóknarflokksins segja að það sé alls ekki útséð um samþykki laganna. Andinn í þingflokknum hafi breyst verulega undanfarna daga og séu farnar að heyrast sí- fellt fleiri efasemdarraddir innan þingflokksins. Heimildir blaðsins herma einnig að óróa sé farið að gæta innan ríkis- stjórnarinnnar. Forsætisráðherra vill fresta þriðju umræðu um fjöl- miðlafrumvarpið í tvær vikur. Önn- ur mál verða tekin fyrir á Alþingi á meðan. Heimildarmenn blaðsins innan stjórnarflokkanna segja að ástæðan fyrir frestuninni sé sú að þingmeirihluti sé ekki lengur tryggður fyrir málinu. Heimildarmenn innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins segja að ástæðan fyrir ákvörðun Davíðs sé sú að það muni líta betur út fyrir af- greiðslu frumvarpsins út á við að málið verði sett í nefnd í ákveðinn tíma. Þá sé ekki hægt að væna meirihluta þingsins um að ætla að keyra frumvarpið í gegnum þingið á ofsahraða. sda@frettabladid.is Þingmeirihlutinn hangir á bláþræði Forsætisráðherra ætlar að fresta þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið í tvær vikur. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna segja að það sé vegna þess að ekki sé lengur meirihlutavilji á Alþingi fyrir frumvarpinu. Kvikmyndir 54 Tónlist 50 Leikhús 50 Myndlist 50 Íþróttir 44 Sjónvarp 56 Hvar er Johnny Logan? Hefur það eitthvað upp á sig að sigra í Júróvisjón? Sigurvegarar eins og Johnny Logan vöktu eftirtekt á sínum tíma, en hvar eru þessir sigurvegarar nú? Eurovisionstjörnur: Hönnunarsýning: Ný sýning opnar í dag í hönnunarsafn- inu í Garðabæ. Þar gefur að líta hús- gögn sem íslenskir myndlistarmenn hafa hannað í gegnum tíðina. Einn stóllinn lítur út eins og dömubindi. Stóll sem er eins og dömubindi SÍÐA 38 ▲ Hálfdán Steinþórsson: ● vikan sem var Eignaðist sterkan strák SÍÐA 18 ▲ ● bílar Mikill bílaáhugamaður Tímon Davíð Steinarsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS SÍÐA 22 ▲ Forsætisnefnd kemur saman eftir helgi: Neitar að trúa þessu ALÞINGI „Ég kannast ekki við að kvörtun hafi borist frá umboðs- manni Alþingis. Ég neitaði að trúa þessu en það þyrfti að taka af öll tví- mæli og ég vænti þess að forsætis- ráðherra gerði það sjálfur,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, en í DV birtist frétt þess efnis að forsætisráðherra hefði hringt í umboðsmann Alþingis og hótað honum vegna álits umboðs- mannsins á skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstarétt- ardómara. Guðmundur Árni segir að nær- veru Davíðs hafi verið óskað þegar rætt var um þetta á þingi en hann hafi ekki verið viðstaddur. Þá segir hann að eftir helgi muni forsætis- nefndin inna eftir hvort heyrst hefði frá umboðsmanni Alþingis. Hann segir menn geta haft ýmsar skoðan- ir á störfum umboðsmanns og rætt það málefnalega en hann hafi full- komið sjálfstæði. „Hafi þetta símtal átt sér stað vænti ég þess að um- boðsmaður geri vart við sig. Ég vil þó ítreka að ég neita að trúa að þetta samtal hafi átt sér stað,“ segir Guð- mundur Árni. ■ SHAFIQ RASUL Segist hafa verið pyntaður á Kúbu. Guantanamo-fangar: Við vorum pyntaðir LONDON, AP Tveir Bretar, sem var haldið í Guantanamo, hafa ritað opið bréf til George W. Bush Banda- ríkjaforseta þar sem þeir segjast hafa verið pyntaðir meðan þeir voru í haldi Bandaríkjahers. Shafiq Rasul og Asif Iqbal segja að með- ferð þeirra hafi verið svipuð þeim lýsingum sem berast nú úr fangels- um Bandaríkjahers í Írak. „Það sem þeir eru að reyna er að gera heiminum það ljóst að það sem kom fyrir þá er ekki eitthvað sem gerðist í tómarúmi heldur er þetta hluti af stefnu Bandaríkjahers um hvernig skuli takast á við stöðu mála,“ sagði Barbara Olshansky, lögmaður þeirra. ■ Hryðjuverkamenn: Fimm teknir MADRÍD, AP Spænska lögreglan hef- ur handtekið fimm menn sem eru grunaðir um að reyna að fá menn til liðs við íslömsk öfgasamtök og hjálpa þeim við að komast í þjálf- unarbúðir al-Kaída. Tveir mannanna voru hand- teknir í Barcelóna, en hinir þrír í Bilbao, Cantabria og Madríd. Fjórir eru frá Alsír en sá fimmti er spænskur. Stefnt er að því að draga þá fyrir dómara á mánudag. Ekki er talið að mennirnir tengist hryðjuverkaárásunum í Madríd en þeir eru taldir hafa sent menn til að berjast í Írak. ■ GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON Guðmundur Árni segir að ef að forsætis- ráðherra hafi hringt með hótanir í um- boðsmann Alþingis vænti hann þess að umboðsmaður geri vart við sig. LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK HAFIN Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setti Listahátíð í Reykavík í Listasafni Íslands í gær. Hátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið og stendur til 31. maí. Við setninguna sýndi Íslenski dansflokkurinn nýtt verk eftir Katrínu Hall. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 01 14.5.2004 22:35 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.