Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 LAUGARDAGUR BOLTINN BYRJAR Landsbankadeild karla í fótbolta hefst í dag. Fyrsti leikur mótsins er viðureign Íslandsmeistara KR og FH sem varð í öðru sæti mótsins í fyrra. Leikurinn verður á KR-vellinum og hefst klukkan 17. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ENN EITT ÚRKOMUSVÆÐIÐ er nú að ganga yfir landið. Rigning sunnan og suðvestan til í fyrstu en vaxandi úrkoma annars staðar síðdegis. Víða skúrir í kvöld. Sjá síðu 6. 15. maí 2004 – 132. tölublað – 4. árgangur SEGIR FORSETANN VANHÆFAN Það er augljóst að Ólafur Ragnar Grímsson er forseti allrar þjóðarinnar og getur ekki gengið erinda eins auðhrings. Þetta sagði Davíð Oddsson í fréttum Sjónvarps í gær. Sjá síðu 2 HART BARIST Í NAJAF Harðir bar- dagar geysuðu í írösku borginni Najaf þeg- ar Bandaríkjaher réðist gegn vígjum and- spyrnumanna í borginni. Bardagarnir stóðu yfir klukkustundum saman. Sjá síðu 2 KONUNGLEGT BRÚÐKAUP Friðrik krónprins gekk að eiga Mary Donaldson í gær. Tugir þúsunda hylltu brúðhjónin eftir at- höfnina. Krónprinsinn táraðist þegar unnusta hans gekk inn í kirkjuna. Sjá síðu 4 GUNGA OG DRUSLA Steingrímur J. Sigfússon sagði Davíð Oddsson vera gungu og druslu á Alþingi í gær þegar forsætisráð- herrann varð ekki við ósk hans um að vera viðstaddur umræður um fjölmiðlafrumvarpið. Sjá síðu 6 FJÖLMIÐLALÖG Þingmeirihluti hangir á bláþræði í fjölmiðlamálinu. Heim- ildum Fréttablaðsins ber ekki sam- an um hvort þingmeirihluti sé þegar fallinn eða hvort enn sé óljóst um afstöðu fáeinna stjórnarþingmanna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þrjátíu og fjóra þingmenn á bak við sig en stjórnarandstaðan tuttugu og níu. Stjórnarandstaðan hefur þegar lýst yfir andstöðu sinni við frum- varpið og mun öll greiða atkvæði á móti því. Einungis þurfa því þrír stjórnarþingmenn að greiða at- kvæði gegn frumvarpinu að lokinni þriðju umræðu til þess að það verði fellt. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, hefur ítrekað látið hafa eftir sér opinber- lega að hann muni ekki styðja frum- varpið. Því þarf einungis tvo til við- bótar til að frumvarpið verði fellt. Heimildarmenn Fréttablaðsins inn- an Framsóknarflokksins segja að það sé alls ekki útséð um samþykki laganna. Andinn í þingflokknum hafi breyst verulega undanfarna daga og séu farnar að heyrast sí- fellt fleiri efasemdarraddir innan þingflokksins. Heimildir blaðsins herma einnig að óróa sé farið að gæta innan ríkis- stjórnarinnnar. Forsætisráðherra vill fresta þriðju umræðu um fjöl- miðlafrumvarpið í tvær vikur. Önn- ur mál verða tekin fyrir á Alþingi á meðan. Heimildarmenn blaðsins innan stjórnarflokkanna segja að ástæðan fyrir frestuninni sé sú að þingmeirihluti sé ekki lengur tryggður fyrir málinu. Heimildarmenn innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins segja að ástæðan fyrir ákvörðun Davíðs sé sú að það muni líta betur út fyrir af- greiðslu frumvarpsins út á við að málið verði sett í nefnd í ákveðinn tíma. Þá sé ekki hægt að væna meirihluta þingsins um að ætla að keyra frumvarpið í gegnum þingið á ofsahraða. sda@frettabladid.is Þingmeirihlutinn hangir á bláþræði Forsætisráðherra ætlar að fresta þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið í tvær vikur. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna segja að það sé vegna þess að ekki sé lengur meirihlutavilji á Alþingi fyrir frumvarpinu. Kvikmyndir 54 Tónlist 50 Leikhús 50 Myndlist 50 Íþróttir 44 Sjónvarp 56 Hvar er Johnny Logan? Hefur það eitthvað upp á sig að sigra í Júróvisjón? Sigurvegarar eins og Johnny Logan vöktu eftirtekt á sínum tíma, en hvar eru þessir sigurvegarar nú? Eurovisionstjörnur: Hönnunarsýning: Ný sýning opnar í dag í hönnunarsafn- inu í Garðabæ. Þar gefur að líta hús- gögn sem íslenskir myndlistarmenn hafa hannað í gegnum tíðina. Einn stóllinn lítur út eins og dömubindi. Stóll sem er eins og dömubindi SÍÐA 38 ▲ Hálfdán Steinþórsson: ● vikan sem var Eignaðist sterkan strák SÍÐA 18 ▲ ● bílar Mikill bílaáhugamaður Tímon Davíð Steinarsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS SÍÐA 22 ▲ Forsætisnefnd kemur saman eftir helgi: Neitar að trúa þessu ALÞINGI „Ég kannast ekki við að kvörtun hafi borist frá umboðs- manni Alþingis. Ég neitaði að trúa þessu en það þyrfti að taka af öll tví- mæli og ég vænti þess að forsætis- ráðherra gerði það sjálfur,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, en í DV birtist frétt þess efnis að forsætisráðherra hefði hringt í umboðsmann Alþingis og hótað honum vegna álits umboðs- mannsins á skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstarétt- ardómara. Guðmundur Árni segir að nær- veru Davíðs hafi verið óskað þegar rætt var um þetta á þingi en hann hafi ekki verið viðstaddur. Þá segir hann að eftir helgi muni forsætis- nefndin inna eftir hvort heyrst hefði frá umboðsmanni Alþingis. Hann segir menn geta haft ýmsar skoðan- ir á störfum umboðsmanns og rætt það málefnalega en hann hafi full- komið sjálfstæði. „Hafi þetta símtal átt sér stað vænti ég þess að um- boðsmaður geri vart við sig. Ég vil þó ítreka að ég neita að trúa að þetta samtal hafi átt sér stað,“ segir Guð- mundur Árni. ■ SHAFIQ RASUL Segist hafa verið pyntaður á Kúbu. Guantanamo-fangar: Við vorum pyntaðir LONDON, AP Tveir Bretar, sem var haldið í Guantanamo, hafa ritað opið bréf til George W. Bush Banda- ríkjaforseta þar sem þeir segjast hafa verið pyntaðir meðan þeir voru í haldi Bandaríkjahers. Shafiq Rasul og Asif Iqbal segja að með- ferð þeirra hafi verið svipuð þeim lýsingum sem berast nú úr fangels- um Bandaríkjahers í Írak. „Það sem þeir eru að reyna er að gera heiminum það ljóst að það sem kom fyrir þá er ekki eitthvað sem gerðist í tómarúmi heldur er þetta hluti af stefnu Bandaríkjahers um hvernig skuli takast á við stöðu mála,“ sagði Barbara Olshansky, lögmaður þeirra. ■ Hryðjuverkamenn: Fimm teknir MADRÍD, AP Spænska lögreglan hef- ur handtekið fimm menn sem eru grunaðir um að reyna að fá menn til liðs við íslömsk öfgasamtök og hjálpa þeim við að komast í þjálf- unarbúðir al-Kaída. Tveir mannanna voru hand- teknir í Barcelóna, en hinir þrír í Bilbao, Cantabria og Madríd. Fjórir eru frá Alsír en sá fimmti er spænskur. Stefnt er að því að draga þá fyrir dómara á mánudag. Ekki er talið að mennirnir tengist hryðjuverkaárásunum í Madríd en þeir eru taldir hafa sent menn til að berjast í Írak. ■ GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON Guðmundur Árni segir að ef að forsætis- ráðherra hafi hringt með hótanir í um- boðsmann Alþingis vænti hann þess að umboðsmaður geri vart við sig. LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK HAFIN Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setti Listahátíð í Reykavík í Listasafni Íslands í gær. Hátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið og stendur til 31. maí. Við setninguna sýndi Íslenski dansflokkurinn nýtt verk eftir Katrínu Hall. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 01 14.5.2004 22:35 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.