Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 8

Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 8
Lj ós m yn d K U O N I Velkomin í hópferðir Leyndardómar Tælands 16.-30. október Ein af vinsælustu hópferðum Kuoni: Hringferð um fjölbreytilegar slóðir, frá Bangkok í suðri til Chiang Mai í norðri. Mögulegt að framlengja um viku í Hua Hin. Verð á mann í tvíbýli, ef bókað fyrir 1. júní: 141.550 kr.* Hið gullna norður Tælands 24. okt. – 11. nóv. Ferð um hinn stórbrotna Gullna þríhyrning þar sem við kynnumst heillandi ósnortinni náttúru og komumst í tæri við ósvikið og töfrandi mannlíf og menningararf. Mögulegt að framlengja um viku í Hua Hin. Verð á mann í tvíbýli, ef bókað fyrir 1. júní: 151.350 kr.* Á söguslóðum Víetnam 1.-15. október Heillandi ferð um söguslóðir Víetnam ásamt dvöl á einu rómaðasta hóteli Asíu í Tælandi. Mögulegt að framlengja um viku í Hua Hin. Verð á mann í tvíbýli, ef bókað fyrir 1. júní: 173.100 kr.* Bandaríkin: Ameríski draumurinn 9.-22. sept. Stórskemmtileg og fróðleg ferð um helstu kennileiti vesturstrandar Bandaríkjanna: San Francisco, Los Angeles, Las Vegas, Grand Canyon, Villta vestrið o.s.frv. Verð á mann í tvíbýli: 213.770 kr.* Ástralía: Stóra Ástralíuferðin 21. okt.-11. nóv. Í haust býðst íslenskum ferðalöngum að sækja Ástralíu heim og skoða helstu undur þessarar fjarlægu heimsálfu. Verð á mann í tvíbýli: 402.600 kr.* Kína: Á keisaraslóðum í Kína 22. okt. – 6. nóv. Ólíkar ásjónur og undur Kínverska alþýðulýðveldisins í öllu sínu veldi á ótrúlega hagstæðu verði. Verð á mann í tvíbýli: 207.600 kr.* Egyptaland: Í fótspor faraóanna 28. okt.-11. nóv. Egyptaland í öllu sínu veldi: Sigling á Níl, arfleifð faraóanna, höfuðborgin Kairó, píramídarnir og Rauða hafið. Verð á mann í tvíbýli: 169.100 kr.* Tæland - Víetnam - Bandaríkin - Kína - Ástralía - Egyptaland Við bjóðum nú íslenskum ferðalöngum brot af því besta úr hópferðaáætlun Kuoni í fylgd íslenskra fararstjóra. *Vinsamlegast athugið að allar ferðirnar hefjast í Kaupmannahöfn og flug milli Íslands og Danmerkur er ekki innifalið í uppgefnu verði. Þátttakendur hafa þannig sína hentisemi um flugið til Danmerkur og benda má á að netfargjöld til Kaupmannahafnar kosta oft á milli 15.000-20.000 kr. Starfsfólk Langferða aðstoðar í hvívetna. Öll verðdæmi miðast við gengisskráningu 1. apríl 2004. Nánari upplýsingar og ferðalýsingar er að finna á heimasíðu okkar og á söluskrifstofu Langferða. Ve ru leg ur af slá ttu r í f er ði rn ar ti l T æl an ds og V íet na m ef b ók un er st að fe st fy rir 1. jú ní Holtasmára 1 • 201 Kópavogur • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 - með íslenskum fararstjóra! 15. maí 2004 LAUGARDAGUR Breytingar á félagaskrám flokkanna: Fjórtán úr Framsókn STJÓRNMÁL „Það eru fjórtán úr- sagnir úr flokknum síðan 20. apríl síðastliðinn og er það heldur meira en venjulegt er,“ segir Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins. Á sama tíma hefur ein inn- tökubeiðni borist flokknum. Gunnlaugur Jónsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir að á síðustu vikum hafi jafn margir gengið í félagið og síðustu fimm mánuðina þar á undan. Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins, segir að bæst hafi við félaga- skrá flokksins á síðustu vikum. „Ég held ég geti sagt að tíu til fimmtán manns hafi gengið til liðs við okkur vegna fjölmiðlafrum- varpsins,“ segir Margrét. „Við vonumst til að þessi aukning haldi áfram, það eru allir velkomnir.“ Hjá Sjálfstæðisflokknum feng- ust þær upplýsingar að breyting- ar á félagaskrá væru svipaðar og vanalega. Engar óeðlilegar breyt- ingar. Eins fengust þau svör hjá Samfylkingunni að breytingar á félagskrá síðustu vikur væru eins svipaðar og áður. „Frá því á landsfundinum í nóvember hefur orðið töluverð fjölgun í flokknum, jafn og þétt. Ég myndi ekki segja að fjölmiðla- frumvarpið væri beint að skila okkur inn einhverjum fjölda. Hins vegar hefur orðið talsverð aukn- ing í flokknum síðustu vikur og þá kannski sérstaklega ungt fólk,“ segir Huginn Þorsteinsson, skrif- stofustjóri Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs. ■ STJÓRNMÁL „Fylgið kemur til með að hrynja af Framsóknarflokkn- um, ef þetta frumvarp verður keyrt áfram með sama offorsi,“ sagði Guðmundur Kristinn Jóns- son, formaður Framsóknarfélags Árborgar, spurður álits á meðferð fjölmiðlafrumvarpsins í sölum Al- þingis. Félög innan flokksins hafa að undanförnu sent frá sér ályktanir, þar sem málsmeð- ferð frumvarpsins er hörmuð, þeim tilmælum beint til alþingismanna, að afgreiðslu verði frestað til hausts- ins og að frum- varpið fái þá vand- aða umfjöllun. Framsóknarfélög Garðabæjar og Bessastaðahrepps og Bolunga- víkur hafa sent frá sér ályktanir þessa efnis. Ungliðahreyfingar flokksins ganga lengra. Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður „mótmælir frumvarpi Dav- íðs Oddssonar um eignarhald á fjölmiðlum eins og það liggur fyr- ir“. Stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna „hafnar framkomn- um áformum um takmörkun eign- araðildar að fjölmiðlum.“ Formenn Framsóknarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær lýstu áhyggjum af meðferð frum- varpsins á Alþingi og framtíð Framsóknarflokksins ef hann stæði að „slíkum vinnubrögðum“. „Þingmenn deyja í augum for- mannsins ef þeir skrifa ekki und- ir, en þeir deyja í augum okkar kjósenda ef þeir skrifa undir,“ sagði Guðmundur Kristinn. „Það er allt í lagi að leggja fram frum- varp um fjölmiðla, en það ætti að fresta því á vorþingi og taka það til meðferðar aftur næsta vetur, og hafa þá samstarf og samráð við fólk.“ „Þingmenn Framsóknarfloks- ins sjá um þessi mál fyrir okkur,“ sagði Pétur Snæbjörnsson, for- maður Framsóknarfélags Mý- vatnssveitar. „Ef við vantreystum þessum mönnum þá myndum við reka þá. Ég sé ekki ástæðu til þess, við kusum þetta yfir okkur.“ Framsóknarfélags Mýrarsýslu ályktaði um málið, en hélt álykt- uninni innan raða þingmanna Framsóknarflokksins. Þorvaldur Tómas Jónsson, formaður félags- ins, sagði að menn hefðu verið að lýsa áhyggjum sínum á „þessu uppnámi, en vildu kæla umræð- una og fresta afgreiðslu málsins til hausts“. Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélagsins á Bolungar- vík, kvaðst hafa fengið símtöl frá Framsóknarmönnum víðs vegar um landið í kjölfar umræddrar ályktunar félagsins. „Ég hef heyrt í mönnum sem hafa verið nálægt flokknum og heldur lagt honum gott orð heldur en slæmt. Þeir eru mjög óhressir með þessi vinnu- brögð. Það er sama hljóðið í öllum, menn óttast að Framsóknarflokk- urinn tapi á þessu.“ jss@frettabladid.is ■ Þingmenn deyja í augum formannsins ef þeir skrifa ekki undir, en þeir deyja í augum okkar kjósenda ef þeir skrifa undir. RÓM, AP Þeir sem ætla sér að stinga ítölsku lögregluna af ættu að hugsa sig tvisvar um. Lögregl- an hefur tekið nýjan sportbíl af gerðinni Lamborghini Gallardo í notkun til að nota á hraðbrautinni milli Salerno og Reggio Calabria í suðurhluta landsins. Bíllinn nær mest 309 kílómetra hraða og það tekur hann aðeins fjórar sekúndur að komast á hundrað kílómetra hraða úr kyrr- stöðu. Nýi bíllinn verður fyrst og fremst notaður í neyðartilfellum og til þess að flytja líffæri sem nota á við líffæraígræðslur. ■ FRAMSÓKNARFLOKKURINN Heldur fleiri hafa sagt sig úr Framsóknar- flokknum á síðustu vikum en venjulegt er. Hjá öðrum flokkum fékkst ekki uppgefið í tölum hversu margar hefðu sagt sig úr flokkunum eða gengið til liðs við þá. Viðbót við bílaflotann: Löggurnar á Lamborghini NÝI BÍLLINN KYNNTUR Lamborghini lögreglunnar var aðalaðdráttaraflið á afmælis- sýningu lögreglunnar. Andstaða í röðum framsóknarmanna Andstaða er meðal framsóknarmanna við afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins á vorþingi. Óánægja ríkir vegna meðferðar þess í þingsölum. Flokksmenn óttast að fylgið muni hrynja af Framsóknarflokknum ef hann stendur að afgreiðslu frumvarpsins nú. ÞINGFLOKKUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Óánægja er í röðum Framsóknarmanna víðs vegar um landið vegna meðferðar fjölmiðla- frumvarps á Alþingi og framgöngu framsóknarþingmanna í því máli. Margir vilja fresta afgreiðslu til hausts og vanda þá málsmeðferð. Þeir óttast að fylgið hrynji af flokknum, ef fram heldur sem horfir. 08-09 14.5.2004 19:27 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.