Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 8
Lj ós m yn d K U O N I Velkomin í hópferðir Leyndardómar Tælands 16.-30. október Ein af vinsælustu hópferðum Kuoni: Hringferð um fjölbreytilegar slóðir, frá Bangkok í suðri til Chiang Mai í norðri. Mögulegt að framlengja um viku í Hua Hin. Verð á mann í tvíbýli, ef bókað fyrir 1. júní: 141.550 kr.* Hið gullna norður Tælands 24. okt. – 11. nóv. Ferð um hinn stórbrotna Gullna þríhyrning þar sem við kynnumst heillandi ósnortinni náttúru og komumst í tæri við ósvikið og töfrandi mannlíf og menningararf. Mögulegt að framlengja um viku í Hua Hin. Verð á mann í tvíbýli, ef bókað fyrir 1. júní: 151.350 kr.* Á söguslóðum Víetnam 1.-15. október Heillandi ferð um söguslóðir Víetnam ásamt dvöl á einu rómaðasta hóteli Asíu í Tælandi. Mögulegt að framlengja um viku í Hua Hin. Verð á mann í tvíbýli, ef bókað fyrir 1. júní: 173.100 kr.* Bandaríkin: Ameríski draumurinn 9.-22. sept. Stórskemmtileg og fróðleg ferð um helstu kennileiti vesturstrandar Bandaríkjanna: San Francisco, Los Angeles, Las Vegas, Grand Canyon, Villta vestrið o.s.frv. Verð á mann í tvíbýli: 213.770 kr.* Ástralía: Stóra Ástralíuferðin 21. okt.-11. nóv. Í haust býðst íslenskum ferðalöngum að sækja Ástralíu heim og skoða helstu undur þessarar fjarlægu heimsálfu. Verð á mann í tvíbýli: 402.600 kr.* Kína: Á keisaraslóðum í Kína 22. okt. – 6. nóv. Ólíkar ásjónur og undur Kínverska alþýðulýðveldisins í öllu sínu veldi á ótrúlega hagstæðu verði. Verð á mann í tvíbýli: 207.600 kr.* Egyptaland: Í fótspor faraóanna 28. okt.-11. nóv. Egyptaland í öllu sínu veldi: Sigling á Níl, arfleifð faraóanna, höfuðborgin Kairó, píramídarnir og Rauða hafið. Verð á mann í tvíbýli: 169.100 kr.* Tæland - Víetnam - Bandaríkin - Kína - Ástralía - Egyptaland Við bjóðum nú íslenskum ferðalöngum brot af því besta úr hópferðaáætlun Kuoni í fylgd íslenskra fararstjóra. *Vinsamlegast athugið að allar ferðirnar hefjast í Kaupmannahöfn og flug milli Íslands og Danmerkur er ekki innifalið í uppgefnu verði. Þátttakendur hafa þannig sína hentisemi um flugið til Danmerkur og benda má á að netfargjöld til Kaupmannahafnar kosta oft á milli 15.000-20.000 kr. Starfsfólk Langferða aðstoðar í hvívetna. Öll verðdæmi miðast við gengisskráningu 1. apríl 2004. Nánari upplýsingar og ferðalýsingar er að finna á heimasíðu okkar og á söluskrifstofu Langferða. Ve ru leg ur af slá ttu r í f er ði rn ar ti l T æl an ds og V íet na m ef b ók un er st að fe st fy rir 1. jú ní Holtasmára 1 • 201 Kópavogur • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 - með íslenskum fararstjóra! 15. maí 2004 LAUGARDAGUR Breytingar á félagaskrám flokkanna: Fjórtán úr Framsókn STJÓRNMÁL „Það eru fjórtán úr- sagnir úr flokknum síðan 20. apríl síðastliðinn og er það heldur meira en venjulegt er,“ segir Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins. Á sama tíma hefur ein inn- tökubeiðni borist flokknum. Gunnlaugur Jónsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir að á síðustu vikum hafi jafn margir gengið í félagið og síðustu fimm mánuðina þar á undan. Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins, segir að bæst hafi við félaga- skrá flokksins á síðustu vikum. „Ég held ég geti sagt að tíu til fimmtán manns hafi gengið til liðs við okkur vegna fjölmiðlafrum- varpsins,“ segir Margrét. „Við vonumst til að þessi aukning haldi áfram, það eru allir velkomnir.“ Hjá Sjálfstæðisflokknum feng- ust þær upplýsingar að breyting- ar á félagaskrá væru svipaðar og vanalega. Engar óeðlilegar breyt- ingar. Eins fengust þau svör hjá Samfylkingunni að breytingar á félagskrá síðustu vikur væru eins svipaðar og áður. „Frá því á landsfundinum í nóvember hefur orðið töluverð fjölgun í flokknum, jafn og þétt. Ég myndi ekki segja að fjölmiðla- frumvarpið væri beint að skila okkur inn einhverjum fjölda. Hins vegar hefur orðið talsverð aukn- ing í flokknum síðustu vikur og þá kannski sérstaklega ungt fólk,“ segir Huginn Þorsteinsson, skrif- stofustjóri Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs. ■ STJÓRNMÁL „Fylgið kemur til með að hrynja af Framsóknarflokkn- um, ef þetta frumvarp verður keyrt áfram með sama offorsi,“ sagði Guðmundur Kristinn Jóns- son, formaður Framsóknarfélags Árborgar, spurður álits á meðferð fjölmiðlafrumvarpsins í sölum Al- þingis. Félög innan flokksins hafa að undanförnu sent frá sér ályktanir, þar sem málsmeð- ferð frumvarpsins er hörmuð, þeim tilmælum beint til alþingismanna, að afgreiðslu verði frestað til hausts- ins og að frum- varpið fái þá vand- aða umfjöllun. Framsóknarfélög Garðabæjar og Bessastaðahrepps og Bolunga- víkur hafa sent frá sér ályktanir þessa efnis. Ungliðahreyfingar flokksins ganga lengra. Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður „mótmælir frumvarpi Dav- íðs Oddssonar um eignarhald á fjölmiðlum eins og það liggur fyr- ir“. Stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna „hafnar framkomn- um áformum um takmörkun eign- araðildar að fjölmiðlum.“ Formenn Framsóknarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær lýstu áhyggjum af meðferð frum- varpsins á Alþingi og framtíð Framsóknarflokksins ef hann stæði að „slíkum vinnubrögðum“. „Þingmenn deyja í augum for- mannsins ef þeir skrifa ekki und- ir, en þeir deyja í augum okkar kjósenda ef þeir skrifa undir,“ sagði Guðmundur Kristinn. „Það er allt í lagi að leggja fram frum- varp um fjölmiðla, en það ætti að fresta því á vorþingi og taka það til meðferðar aftur næsta vetur, og hafa þá samstarf og samráð við fólk.“ „Þingmenn Framsóknarfloks- ins sjá um þessi mál fyrir okkur,“ sagði Pétur Snæbjörnsson, for- maður Framsóknarfélags Mý- vatnssveitar. „Ef við vantreystum þessum mönnum þá myndum við reka þá. Ég sé ekki ástæðu til þess, við kusum þetta yfir okkur.“ Framsóknarfélags Mýrarsýslu ályktaði um málið, en hélt álykt- uninni innan raða þingmanna Framsóknarflokksins. Þorvaldur Tómas Jónsson, formaður félags- ins, sagði að menn hefðu verið að lýsa áhyggjum sínum á „þessu uppnámi, en vildu kæla umræð- una og fresta afgreiðslu málsins til hausts“. Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélagsins á Bolungar- vík, kvaðst hafa fengið símtöl frá Framsóknarmönnum víðs vegar um landið í kjölfar umræddrar ályktunar félagsins. „Ég hef heyrt í mönnum sem hafa verið nálægt flokknum og heldur lagt honum gott orð heldur en slæmt. Þeir eru mjög óhressir með þessi vinnu- brögð. Það er sama hljóðið í öllum, menn óttast að Framsóknarflokk- urinn tapi á þessu.“ jss@frettabladid.is ■ Þingmenn deyja í augum formannsins ef þeir skrifa ekki undir, en þeir deyja í augum okkar kjósenda ef þeir skrifa undir. RÓM, AP Þeir sem ætla sér að stinga ítölsku lögregluna af ættu að hugsa sig tvisvar um. Lögregl- an hefur tekið nýjan sportbíl af gerðinni Lamborghini Gallardo í notkun til að nota á hraðbrautinni milli Salerno og Reggio Calabria í suðurhluta landsins. Bíllinn nær mest 309 kílómetra hraða og það tekur hann aðeins fjórar sekúndur að komast á hundrað kílómetra hraða úr kyrr- stöðu. Nýi bíllinn verður fyrst og fremst notaður í neyðartilfellum og til þess að flytja líffæri sem nota á við líffæraígræðslur. ■ FRAMSÓKNARFLOKKURINN Heldur fleiri hafa sagt sig úr Framsóknar- flokknum á síðustu vikum en venjulegt er. Hjá öðrum flokkum fékkst ekki uppgefið í tölum hversu margar hefðu sagt sig úr flokkunum eða gengið til liðs við þá. Viðbót við bílaflotann: Löggurnar á Lamborghini NÝI BÍLLINN KYNNTUR Lamborghini lögreglunnar var aðalaðdráttaraflið á afmælis- sýningu lögreglunnar. Andstaða í röðum framsóknarmanna Andstaða er meðal framsóknarmanna við afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins á vorþingi. Óánægja ríkir vegna meðferðar þess í þingsölum. Flokksmenn óttast að fylgið muni hrynja af Framsóknarflokknum ef hann stendur að afgreiðslu frumvarpsins nú. ÞINGFLOKKUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Óánægja er í röðum Framsóknarmanna víðs vegar um landið vegna meðferðar fjölmiðla- frumvarps á Alþingi og framgöngu framsóknarþingmanna í því máli. Margir vilja fresta afgreiðslu til hausts og vanda þá málsmeðferð. Þeir óttast að fylgið hrynji af flokknum, ef fram heldur sem horfir. 08-09 14.5.2004 19:27 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.