Tíminn - 11.02.1973, Page 2

Tíminn - 11.02.1973, Page 2
2 TÍMINN Sunnudagur 11. febrúar. 1973 AFTURKOMA itpmm iOfTJKJP-, ANNA I NAMD Eitt fyrsta loftskip Zeppelins greifa, en þá var ekki farið að veita farþegarýminu þann iburð, sem siðar gerði loftförin að „lúxus- farartækjum”. Enda neituðu margir aö hætta lifi slnu með því að stiga fæti sinum upp i þennan frumstæða farkost. Ferdinand von Zeppelin grcifi (1838-1917), cn hann fann upp fyrstu vélknúnu og stjórnun- arhæfu loflförin. NÚ ERU Zeppelinloftförin að koma aftur, en enginn trúði öðru en öld þeirra væri liöin, eftir að loftskipiö Hindenburg brann við lendingu i Banda- rikjunum fyrir 35 árum. Þá sögðu menn, að aldrei framan i sögunni yrði flogiö með flug- tækjum, sem væru léttari en loftið. En eru Zeppelinloftförin dauð i raun og sannleika? I Kiev i Sovétrikjunum er nú veriö að búa til loftskip, sem m.a. á að hagnýta til að lyfta verksmiðjuframleiddum hlutum með allt að 15 tonna þunga við smiði hinna marg- vislegustu bygginga, og 1 Bandarikjunum hefur flotinn hafið undirbúning að hag- nýtingu loftskipa við kafbáta- leit. Þeir, sem fyrir 35 árum skrifuðu útfararsögu loft- skipanna, voru þvi einum of fljótir á sér, nema ef þeir, sem nú vilja endurvekja notkun þeirra, verði dæmdir „necrologar”. Faðir loftsiglinganna Það var Ferdinand von Zeppelin (1838-1917), sem fann upp fyrsta vélknúna loft- skipið, sem unnt var að hafa stjórn á, og gaf þvi nafn sitt. Það var árið 1895, sem honum tókst þetta, en fram til þess tima var ekki hægtað tala um neinar framfarir eða aðgerðir allt frá þvi að Montgolfier- bræðurnir lyftu sér til himins i lok 18. aldar, en farkostur þeirra var, eins og flestum mun kunnugt, belgur fylitur heitu lofti. Zeppelin var hernaðarráð- gjafi i ameriska þræla- striðinu, og barðist i styrjöld Þjóðverja við Frakka 1870. Það var i þessum styrjöldum, sem honum varð ljóst hern- aðarlegt gildi loftbelgjanna, en þeir voru þá fyrst notaðir til njósna. Brjálaði greifinn Von Zeppelin beitti nú til þess öllum kröftum sinum að smiða loftskip, sem hægt væri að hafa stjórn á, og hagnýta mætti til öruggra og þægi- legra farþegaflutninga milli heimsálfa. Enginn trúði á þessar hugmyndir „brjálaða greifans” eins og hann var þá nefndur, og allar tilraunir hans voru hunzaðar um ára- raöir. Fáir uppfinningamenn hafa átt við jafnmikla erfið- leika að etja og hann, er þá sannarlega langt til jafnað, en Zeppelin átti við mikil vandræði að etja, bæði út á við og í persónulegu lifi sinu. En hann gafst aldrei upp. Arið 1900 gerði hann fyrstu til- raun sina, sem heppnaðist, er honum tókst að láta „Z 1” fljúga yfir Bodenvatn. Það loftskip var 130 metra langt, og með tvo 10 hestafla Daimler mótora. Hraðinn, sem loftskipið náði i þessari fyrstu tilraun var um 30 km á klukkustund. Sprengjuvarparar I fyrri heimsstyrjöldinni breyttist opinber afstaða til Zeppelins og framkvæmda hans, fyrst og fremst vegna þess, að i ljós kom, að þau vorú afbragðs njósnatæki, og voru óspart notuð þannig, en þá var einnig farið að hagnýta þau til hergagnaflutn- inga, t.d. við að kasta sprengjum. Strax i ágúst 1914 hlaut Antwerpen „heiðurinn” af að vera fyrsta borgin, sem sprengjum var varpað á úr lofti, en i janúar 1915 hlaut London lika þann „heiðurssess” — Erl. ÞYKKARI SOLAR A NYJU SUMRI UNDAN ÞVÍ ER KVART- AÐ í Englandi, hve konur þar eru ginnkeyptar fyrir því aö bæta þumlungum, ef ekki heilli alin, við hæð sína. Það eru skórnir með þykku botnunum og háu hælunum, sem þá eru til umræðu. Þess konar skó- fatnaður þykir sem sé ekki sem hollastur fyrir líkam- ann, til dæmis hrygginn. Þvi er fastlega spáð af tizkusér- fræðingum skóverksmiðjanna, að fikni i skó af þvi tagi, sem heilsu- fræöingar amast viö, muni vaxa stórlega, þegar vorar, og þá er auðvitað ekki að sökum að spyrja. Skóverksmiðjurnar leggja kapp á að vera við þessu búnar. Sumarið 1972 seldust skór með fimm sentimetra háum hælum með ágætum, og eigendur skó- verksmiðjanna álykta hiklaust, að enn hælahærri skór muni seljast enn betur sumariö 1973, Það er jafnvel talað um fjölda- framleiðslu á skóm, sem lyfta kvenfólkinu fullum þrettán senti- metrum hærra upp i loftið, en likamshæð segir til um. Það fylgir þvi auðvitað vandi, að gera svo þykka sóla og háa hæla, án þess aö blessuðu kven- fólkinu verði þungt um gang. En það eru til visindaleg vinnubrögð, og af mikilli hugkvæmni eru þessir þykku sólar þannig úr garði gerðar, að þeir eru mestan part úr korki og plasti. — Svona sóla hefði verið ómögulegt að búa til, segir einn verksmiðjuegandinn, ef ekki kæmi til hin nýja tækni. Raunar mun þetta ekki alveg rétt. Skór meö afarþykkum sólum voru fyrir löngu i tizku i Japan, og þar voru búnir til af hugviti af eldra tagi.sólar, sem voru holir inna. Og þessi gamla tizka var meira að segja ekki jafntilefnis- lausogsúer nú fer yfir heiminn. Gömlu sólunum var ætlað að varna þvi, að fólk drægi klæða- faldinn eftir jörðinni og óhreink- aði hann, þvi aö þetta var fyrir daga malbikaðra eða steyptra gatna — meira að segja stein- lagðra. Það var einmitt á siöustu öld', er farið var að steinleggja götur i borgum Japans, að þessi sólagerð fór þar úr tizku, af þvi að hún þjónaði ekki þvi markmiði, er hún haföi upphaflega haft. - í trássi við tillögur lækna og heilsufræðinga ... Það er lika kunnugt, að griskir leikarar notuðu endur fyriri löngu afarþykka sóla, er þeir léku guði og gyðjur. Þess konar verur urðu sem sé að vera höfði hærri en armur almúginn. Og enn er það kannski hæðin, sem freistar mest. — Kvenfólkið sækist eftir þykku sólunum af þvi, að þá sýnist það hærra og jafnframt grennra, segir eiginkona skó- smiðs sjáfrar Bretadrottningar. Sérstaklega gildir þetta, ef stúlkur ganga i buxum. Vel á minnzt — skósmiður drottningarinnar: Hann heitir Edward Rayne, og frá honum eru dýrustu þykksólaskór, sem á boð- stólumerui Bretlandi. Séu þeir úr krókódilaskinni, og fylgi þeim veski til dæmis, geta þeir kostað upp i tólf þúsund krónur. Annars hefur boðskapur nátt •úruverndarmanna áorkað þvi, sagði þessi drottningarskósmiður við ensku blööin, að býsna margt fólk vill ekki kaupa skó úr krókó- dílaskinni heldur heimtar bók- staflega likingu krókodilaskinns þótt það sé ekki annað en kálf- skinn, sem hlotið hefur sérstaka meðhöndlun. — JH ViS veljum Pllltfai það borgar sig V . . PUnfal - OFNAB H/F. < Síðumúla 27 . Reykjavík Símar 3*55-55 og 3-42-00 — PÓSTSENDUM —, Tíminn er 40 siour alla laugardaga og sunnudaga. — Askriftarsiminn er 1-23-23

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.