Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 11. febrúar. 1973 Sprengt við Þórisvatn (Timamynd Ró bert) Þórisvatn, var starfsemin gerð viötækari, þar sem þá bættust tvö fyrirtæki viö og Þórisós s.f. var stofnað. Þessi fyrirtæki voru jarðýtufyrirtækið Völur h.f. i Reykjavik og vörubilstjórafélag- ið Vörðufell. Framkvæmdastjóri Valar er Ólafur Þorsteinsson og meðeigendur eru Björgvin ólafs- son, Ingi S. Guðmundsson og Steingrimur Jónasson. Vörðufell er i eigu fimm vörubilstjóra i Ar- nessýslu. Framkvæmdastjóri þess er Sigurður Jóns«son i Hrepphólum og meðeigendur Sverrir Sigmundsson frá Lang- holti, Guðjón Jónsson i Hrepphól- um, Grétar Grimsson á Syðri- Reykjum og Sigurður Sigurðsson á Laugarvatni. Stjórn Þórisóss s.f. skipuðu framkvæmdastjórar fyrirtækj- anna fjögurra, en dagleg fram- kvæmdastjórn var að mestu á vegum Páls Hannessonar. Viö Þórisvatn — Jæja, er þá ekki rétt að skreppa upp að Þórisvatni og dvelja þar um stund, Páll? Nokk- ur orð um framkvæmdirnar þar. — Verkefni Þórisóss s.f., var að gera þrjár stiflur, tvo skurði ásamt lokumannvirkjum uppi við Þórisvatn fyrir Landsvirkjun. Nú, það yrði of langt mál að fara að lýsa þessum framkvæmdum að einhverju ráði, og auk þess að likindum of tæknilegt. En til glöggvunar á magni þeirra fram- kvæmda, sem unnin voru af sem ekki er ástæða til að fara að telja upp hér. En þarna voru m.a. stærstu gröfur og stærstu jarðýt- ur, sem sézt hafa hér á landi. — Nú vill stundum brenna við, að verktökum takist ekki að skila verki á áætluðum tima. Tókst ykkur það við Þórisvatn? — Nei, þvi miður. Við lukum verki okkar i október s.l. og vor- um þá komnir tvo mánuði fram úr áætlun. — Sitthvað fleira hefurðu vist að segja um „óbyggðafram- kvæmdirnar og ýmsir erfiðleikar hljóta að hafa komið upp. — Það var auðvitað strax ljóst, að aðstaðan við Þórisvatn yrði að mörgu leyti erfið, þar sem þetta er uppi i háfjöllum og ekki hægt að vinna nema yfir hásumarið. Og þarna var ekki nokkur skapaður hlutur. Við byrjuðum þarna að afloknum verkföllum árið 1970, þegar komið var fram i seinni hluta júni. Það sem eftir var af sumrinu var aðallega um undirbúningsvinnu að ræða fyrir næsta sumar og byrjun á fram- kvæmdum. Við vorum þarna með 70-80 manns, en gerðum ráð fyrir, að framkvæmdir hæfust af fullum krafti næsta sumar og þá með allt að 250 manna starfsliði. Sumarið 1970 þurftum við einpig að panta ýmsar vélar að utan, sem sumar komu ekki fyrr en siðla sumars og aðrar um veturinn. Ekki var hægt að vinna þarna yfir veturinn, en um miðjan april, vorið 1971, komum við uppeftir og hófum brátt framkvæmdir af full- um krafti. Seint i mai vorum við komnir með 250 manna starfslið uppeftir og var unnið á 8 tima vöktum allan sólarhringinn. Vélakosturinn, sem þá var kom- Texti: Steingrímur Pétursson STÆRSTA VERKTAKAFYRIRTÆKI í LANDINU Verktakafyrirtækið Þórisós sf. var stofnað sem sjálfstætt fyrirtæki árið 1970, er Landsvirkjun hóf útboð á miðlunarframkvæmdum við Þórisvatn. Fjögur verktakafyrirtæki slógu sér saman um að freista þess að bjóða i þessar framkvæmdir, en þau höfðu undangengin ár ýmist starfað sitt i hverju lagi eða saman að einhverju leyti. Hér var um svo stórt verkefni að ræða, að ógerlegt var fyrir eitt þessara fyrirtækja að taka það að sér. Og eins og áður segir tóku þvi verktakafyrirtækin fjögur þá ákvörðun að segja á stofn sameignarfélagið Þóris- ós. Að visu höfðu þau starfað óformlega saman árið áður við að leggja veg fyrir Landsvirkjun frá Búr- felli upp að Þórisvatni, en það samband var mjög laust i reipunum. ÞÓRISÓS HF Samsteypa fjögurra fyrirtækja: HLAÐBÆR MIÐFELL VÖRÐUFELL VÖLUR Fyrirtækin gerðu siðan sam- eiginlegt tilboö i stiflu- og skurða- gerð við norðanvert Þórisvatn. Urðu þau lægstbjóðendur, og tók- ust samningar meö þeim og Landsvirkjur.. Var hér um að ræða verk upp á samtals tæpar 350 milljónir. Luku fyrirtækin framkvæmdum sinum við Þóris- ós siöastliðið haust. Að fenginni góðri reynslu af samstarfinu viö Þórisvatn ákváðu fyrirtækin að færa út starfsemi sina. Og þegar Vega- málastjórn bauð út vegagerð I ölfusi og á Vesturlandsvegi á ár- inu 1971, ákváðu þau, sem sam- eignarfyrirtækið Þórisós, að bjóða i bæði verkin og urðu þar einnig lægstbjóðendur. Er vega- framkvæmdunum sjálfum nú lok- ið og aðeins eftir frágangur utan vegakaflanna. Fyrirtækin fjögur, er sam- steypuna mynda, eru: Hlaðbær, Miðfell, Vörðufell og Völur. Tvö fyrstnefndu fyrirtækin höfðu f starfað sem verktakar á almenn- um markaði áður, eða I ein 6 ár. , Vörðufell er félag atvinnubil- stjóra úr Arnessýslu, en Völur er jarðýtufyrirtæki I Reykjavlk. Samsteypan var stofnuð sem sameignarfyrirtæki (Þórisós s.f.) og starfaði þannig til siðustu ára- móta, en þá var henni breytt i hlutafélag (Þórisós hf.) með hlutafé upp á 22 milljónir, þar sem rekstursfyrirkomulag sam- eignarfyrirtækis þótti óþjáll i meðförum. Framkvæmdastjóri Þórisóss h.f. er Páll Hannesson verk- fræðingur. Við hittum hann að máli fyrir skömmu i þvi skyni að fræðast um fyrirtækið og fram- kvæmdir þess sem og, hvað verk- takafyrirtæki er i raun og veru og hver aðstaða þess sé á íslandi i dag. — Er ekki bezt að byrja á þvi að fá nokkur nánari deildi á aðildar- fyrirtækjum Þórisóss h.f.? — Verktakafyrirtækið Hlaðbær h.f. var stofnað árið 1965. Fyrstu árin starfaði það nær eingöngu á almennum verktakamarkaði i Reykjavik og nágrenni, þar sem helztu verkefnin voru að gera göt- ur og holræsi fyrir Reykjavikur- borg og Kópavogskaupstað og auk þess bygging fjölmargra grunna og lóðalagnir fyrir einka- aðila. Fyrirtækið sá meðal ann- ars um, i félagi við Miðfell h.f., að byggja götur og holræsi um Neðra-Breiðholt og Arbæjar- hverfin, hraðbrautina gegnum Kópavog og Kringlumýrarbraut- ina, svo að höfuðverk- efnin séu nefnd. Það starfaði sem sagt sem almennur jarðvinnu- verktaki. Ég er framkvæmda- stjóri þessa fyrirtækis, stjórnar- formaður er Grétar Sivertsen og yfirverkstjóri hefur verið frá upphafi Hólmar Pálsson. Fyrir- tækið er eign okkar þriggja en það er hlutafélag. — Miðfell h.f. er verktakafyrir tæki, sem starfaði á svipuöum grundvelli og Hlaðbær, en vann auk þess mikið að malbiksfram- kvæmdum. Framkvæmdastjóri þess er Leifur Hannesson verk- fræðingur, og aðrir eigendur eru Rannver Sveinsson og Steinberg Þórarinsson. Á árunum fram til 1970 höfðu þessi tvö fyrirtæki, Hlaðbær h.f. og Miöfell h.f., mjög viðtækt samstarf sin á milli og stóðu oft sameiginlega að tilboð- um og verkframkvæmdum, auk þess að starfa sitt i hvoru lagi. — Arið 1970, þegar miölunar- framkvæmdirnar hófust viö Þórisós s.f. við Þórisvatn, skulu eftirfarandi megintölur nefndar: Brottgrafið laust efni — 310.000 rúmmetrar, sprengingar — 203.000 rúmmetrar, fyllingar — 920.000 rúmmetrar, steinsteypa — 4.400 rúmmetrar. Heildarverð umræddra verka er um 350.000.000.00 kr., sem er i sam- ræmi við upprunalegt tilboð og áætlun ráðgjafarverkfræðings. — Það er alkunna, að sjaldan eða aldrei hefur verið saman- kominn annar eins vélakostur á islandi og upp við Þórisós. Varia hafið þið komið honum upp svona i einni svipan? — Nei, það er bæði vist og satt. Áður en Þórisóssframkvæmdirn- ar komu til sögunnar, var aðeins um smærri tæki að ræða, hand- hæga vörubila, litlar gröfur, hand-loftpressur o.þ.h. Þegar framkvæmdir hófust við Þórisós, mun bilaeign fyrirtækjanna fjög- urra hafa verið einir 20-22 stórir vörubilar, nokkrar litlar gröfur og loftpressur, — og þrjár jarðýt- ur. Brátt varð ljóst, að þetta var aldeilis ófullnægjandi vélakostur. Þvi var ráðist i að kaupa geysi- mikinn og stórvirkan vélakost, inn á staðinn, var meiri en nokk- urn tima hafði sézt hér á landi, meira en bæði við Búrfellsvirkjun og á Keflavikurflugvelli. Við urðum fyrir verulegum töf- um við einn hluta þessara mann- virkja. Sprengja þurfti 17 metra djúpan leðjuskurð fyrir neðan vatnsborð, og gegn um hraun, og þétta það siðan allt saman. Þetta var afar tafsöm og erfið fram- kvæmd. En allt gekk þetta þó. Er við hættum þetta árið um miðjan nóvember mátti segja.aðum 75% verksins væri lokið. I maibyrjun 1972 hófumst við handa á ný og 11. október slðast- liðið haust höfðum við endanlega lokið framkvæmdum við mann- virkin, og þau siðan tekin út sem fullfrágengin af hálfu Lands- virkjunar. öflun hinna stóru og dýru tækja, sem nauðsynleg voru, kostaði mikið fjárhagslegt álag, og urðu ýmsir erfiðleikar i þvi sambandi. En, sem sagt, þetta heppnaðist allt. — Þið teljið þá, að ykkur hafi tekizt allvel upp með þessum framkvæmdum? — Já, og við erum ánægðir yfir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.