Tíminn - 11.02.1973, Page 7
Sunnudagur 11. febrúar. 1973
TÍMINN
7
Páll Hannesson verkfræöingur, framkvæmdastjóri Þórisóss h.f.
(áður s.f.) — ,,Það eru margir, sem lfta á okkur verktaka sem ein-
liverja ævintýramenn.” — „Verktakastarfsemin hefur sinar björtu
hliðar. Það cr mjög ánægjulegt að sjá mannvirkin risa upp f höndum
kunnáttumanna” — „fcg kalla þá menn með músarholusjónarmið, sem
ekki sjá heiðan himininn yfir höfði sér né nokkuð fram á
veginn.” (Timamynd: Hóbert.)
Hinn nýi farvegur Köldukvfslar, 1 1/2 km aðlengd.
þvi að hafa lokið við verkefnið og
komizt vel frá þvi. Við teljum
okkur einnig hafa afsannað þá
kenningu, að fslendingar geti
ekki unnið nein stórverk á þessu
sviði. Þarna kom enginn út-
lendingur nálægt, hvorki við gerð
tilboða eða stjórn framkvæmda.
— Hve margir unnu að meðal-
tali hjá ykkur og hvernig tókst að
hýsa þann mannskap?
— Ég hygg, að starfsmanna-
fjöldinn hafi mest komizt upp i 250
manns þarna við Þórisvatn. Hvað
snertir húsakostinn, þá þurftum
við sjálfir að kaupa nokkur hús,
en hins vegar, var innifalið i
verkssamningnum við Lands-
virkjun, að hún legði til flest
iveruhúsin, sem við þurftum svo
ýmist að flytja frá Búrfelli og upp
eftir eða taka við þeim á staðnum
og koma þeim þar fyrir.
— Hvernig gekk með aðflutn-
inga?
— Þaðvaralltilagimeð þá. Við
höfðum fasta samninga við þá
aðila, sem reka langferðabila, um
að flytja mannskapinn á milli, og
svo höfðum við sjálfir fastan bil,
er við notuðum til að sækja ýmis-
legt i bæinn. Við vorum með eigið
fyrst og fremst hugsað sem
vatnsmiðlari fyrir Búrfellsvirkj-
un á veturna, þegar Htið er i
sjálfri Þjórsá. Þessi útbúnaður
var reyndur i vetur, en veturinn
hefur verið svo mildur, að ekki
hefur reynt á útbúnaðinn til fulls.
En mér skilst, að Lands-
virkjunarmenn séu mjög ánægðir
með árangurinn. Þeir höfðu ótt-
azt, að erfitt myndi verða að
byggja stiflurnar, þannig að þær
lækju ekki, og eins óttuðust þeir,
að jarðlög þarna allt i kring væru
mjög lek. Én samkvæmt nýjustu
mælingum reynist þessi leki
hverfandi.
Eins mun ameriska fyrirtækið,
sem hannaði öll mannvirkin
ásamt Verkfræðiskrifstofu Sig-
urðar Thoroddsen, vera mjög
ánægt með árangurinn.
Vegaframkvæmdir
— Nú hefur Þórisós s.f. borið
vfðar niður en uppi i óbyggðum.
Þið hafið staðið i allmikium vega-
framkvæmdum hér I nágrenni,
eins og mörgum er eflaust kunn-
ugt um, og er vert, að þú skýrir
ögn frá þvi.
þangað til verkinu var lokið að
mestu leyti siðastliðið haust.
Þetta verk fór nokkuð fram úr
áætlun, sem stafaði fyrst og
fremst af þvi, að þegar verkið var
langt komið, áleit Vegagerðin að
heppilegra væri að steypa veginn
frekar en að malbika hann, eins
og innifalið var i okkar tilboði.
Verkið varð þvi nokkuð dýrara
heldur en við höfðum áætlað, en
samt tel ég, að okkur hafi tekizt
vel með það. Svo að nokkrar tölur
séu nefndar, voru: brottgrafið
laust efni, við þennan vegarkafla,
samtals 280.000 rúmmetrar,
sprengingar —15.000 rúmmetrar,
og fyllingar — 300.000 rúmmetr-
ar. Enn á eftir að ganga endan-
lega frá þessum vegi eins og
ölfusveginum, en heildarverð
verksamningsins verður um
230.000.000.00 kr, og þar af er lokið
verki fyrir um 215.000.000.00 kr.
Verktakastarfsemi
á islandi
— Þá væri ef til vill rétt, að við
snérum okkur að verktakastarf-
seminni almennt hér á landi.
Vafalaust hefurðu margt og mik-
ið um hana að segja.
— Verktakastarfsemi, sem slik,
er ungur atvinnuvegur hér á ts-
landi, og i stærri stil hefur hún að-
eins verið stunduð hér af erlend-
um aðilum auk íslenzkra Aðal-
verktaka á Keflavikurflugvelli.
Það er tiltölulega stutt siðan, að
farið var að bjóða út verk og gera
samning um framkvæmd þess á
föstu verði. Það er mikill og al-
gengur misskilningur hér á landi,
að allir þeir, sem vinna i
reikningsvinnu fyrir aðra, séu
verktakar. Að visu vinna allir
verktakar einhverja reiknings-
vinnu, en verktakastarfsemi er
fyrst og fremst fólgin i þvi að taka
að sér að framkvæma ákveðið
verk á ákveðnum tima og fyrir
ákveðið gjald. Eftir að samningur
hefur verið gerður og verkið er
hafið, er verktakinn algjör hús-
bóndi yfir framkvæmdunum, að
svo miklu leyti sem takmarkanir
i útboðslýsingunni leyfa. Ef menn
Unnið að stiflugerð við Þórisvatn.
Gamla útrennslinu úr Þórisvatni lokað.
viðgerðaverkstæði þarna upp frá,
en hins vegar gat skapazt mikill
vandi, ef gripa þurfti skyndilega
til mikilvægra varahluta. Af þeim
sökum og einnig vegna hugsan-
legra slysa og óhappa jöfnuðum
við flugvöll, sem hlaut viðurkenn-
ingu frá flugyfirvöldum fyrir all-
ar smærri flugvélar. Hefur hann
nú verið merktur sem varaflug-
völlur. Hann kom okkur, og
mörgum öðrum, að góðum not-
um, enda þótt engin alvarleg slys
yrðu þarna, meðan framkvæmdir
stóðu yfir. Veginn uppeftir lögö-
um við samkvæmt sérstökum
verksamningi við Landsvirkjun
sumarið 1969, alla leið frá Búr-
felli.
— Geturðu lýst nokkuð frekar, i
hverju framkvæmdir ykkar við
Þórisós fólust?
— Okkar verk var að veita
Köldukvisl inn i Þórisvatn og
stifla þáverandi útrennsli úr
vatninu. Siðan voru aðrir verk-
takar, istak, við suðurendann á
vatninu að gera skurðinn, er veita
skyldi vatni úr Þórisvatni yfir i
Tungná, fyrir ofan allar framtið-
arvirkjanir, og siðan niður eftir
Þjórsá, þar sem Þórisvatn er
— Já. Vorið 1970, eftir að við
höfðum byrjað framkvæmdir
uppi við Þórisvatn, voru boðnar
út vegaframkvæmdir i ölfusi, —
frá Kömbum niður að Selfossi,
þ.e.a.s. að gera þar veg með
varanlegu slitlagi ca 14 km að
lengd. Við gerðum tilboð i þetta
verk, eiginlega fyrst og fremst til
þess að hafa verkefni fyrir okkar
vélar veturinn 1970-1971, þar sem
þá var ekki hægt að vinna upp við
Þórisvatn. Þetta var verk upp á
um 80 milljónir, og átti að skila
veginum tilbúnum til umferðar
siðastliðið haust, — sem okkur og
tókst. Til þess að nefna nokkrar
megintölur i sambandi við þetta
verk þá var: brottgrafið laust efni
— 122.000 rúmmetrar, sprenging-
ar — 10.000 rúmmetrar, og fyll-
ingar — 200.000 rúmmetrar.
Vegagerðin bauð út Vestúr-
landsveg, þ.e. kaflann frá Korpu
upp i Kollafjörö, samtals 11 km,
seinni part vetrar 1970/71, ákváð-
um við að gera tilboð i þær fram-
kvæmdir og urðum lægstbjóðend-
ur. Við hófum framkvæmdir við
veginn snemma sumars 1971 og
unnum siðan samfleytt við hann
samhliða framkv. viö Þórisvatn,
eru aftur á móti i reikningsvinnu,
sem yfirleitt hefur tiökazt hér,
lúta menn daglegri verkstjórn
verkkaupandans, það er hann,
sem segir til um, hvað á aö gera á
hverjum degi o.s.frv. Verktakar
eiga þvi raunar mjög litiö sam-
eiginlegt með reikningsvinnu-
mönnum sem bera tæpast, þar að
auki, neina fjárhagslega ábyrgð á
verkum sinum.
Þar sem verktakastarfsemi er
svo ungur atvinnuvegur hér á
landi, skortir nokkra reynslu á
þvisviði. Sumirkalla hana hreina
ævintýramennsku. En i raun og
veru er þetta ekki ævintýra-
mennska. Af hálfu opinberra
aðila skortir þær reglur og þá
þekkingu, sem nauösynlegar eru
og tiðkast um verktakasamn. i
öðrum löndum. Mig langar að
bæta þvi við, aö af hálfu opin-
berra aðila eru ákaflega sjaldan
gerðar neinar kröfur um hæfni og
þekkingu þeirra manna, sem fá
stóra verksamninga.
Ef menn ætla t.d. að byggja sér
bilskúr, þurfa þeir að ráða til sin
þrjá-fjóra iðnmeistara með sér-
stökum réttindum og löggildingu.
Eri aftur á móti getur hver sem
er, svo að segja, gengið inn af göt-
unni og sagzt ætla að gerast verk-
taki og gera tilboð i þetta og þetta
verk, án þess að hann hafi nokk-
urn tima haft með sltkt að gera,
né borið ábyrgð á sliku. Og hon-
um er umsvifalaust afhentir
verksamningar upp á tugi
milljóna. Æði margir kunna ekki
að gera tilboð eða vanreikna þau,
— kunna ekki heldur að fram-
kvæma verkin og fara þar af leið-
andi á hausinn. Þetta, og annað
þessu likt, setur óorð á alla verk-
takastéttina.
— Hvernig er þessu háttað er-
lendis?
— Erlendis gildir sú regla, að
verktakar eru flokkaðir niður,
sem og verkin, eftir þvi hve stór
þau eru og vandasöm. 1 mörgum
löndum er um fjóra slika verk-
flokka að ræða. Smáverkin mega
allir bjóða i, en þýðingarmestu og
erfiðustu verkin eru aðeins boðin
fámennasta verktakaflokknum,
þeim hæfustu, ekki er tekið við
tilboðum frá öðrum. 1 aðaldrátt-
um eru það sömu reglurnar, sem
gilda á öllum Vesturlöndum, og
hef ég oröið aö kynna mér þær ná-
ið, vegna samstarfs mins við er
lenda verktaka. Hér á íslandi eru
engar reglur til um verktaka-
starfsemi.
— Tiðkast það verulega crlend-
is, að verk séu boðin út?
— Erlendis eru flest öll verk
unnin á verktakagrundvelli. Það
eru ekki nema sérstaklega
vandasöm verk, sem unnin eru á
reikningsgrundvelli, en þá eru
þau yfirleitt unnin af mjög reynd-
um verktökum á þvi, sem kallað
er „kostnaður + fast gjald”, sem
er þá reiknað sem ákveðin pró-
senta ofan á áætlaðan kostnaö.
Það þekkist yfirleitt ekki neins
staðar, og sizt I opinberum
rekstri, að menn séu tindir saman
I reikningsvinnu við verk, sem
einhverju máli skipta, enda þótt
þær séu ekki ófáar hér á landi
opinberu framkvæmdirnar sem
gerðar eru beinlinis i atvinnu-
bótaskyni án tillits til gagns eða
arðsemi „Hringvegurinn” marg-
umtalaði er dæmigerður um það.
— Þú telur þá, að tsland sé
mjög „prlmitivt”, hvað verk-
framkvæmdir snertir?
— Já, tvimælalaust, hvað til-
högun og undirbúning verkfram-
kvæmda snertir. Ég tel, að þetta