Tíminn - 11.02.1973, Síða 20
20
TÍMINN
Sunnudagur 11. febrúar. 1973
Sunnudagur 11. febrúar. 1973
TÍMINN
21
Hafsteinn kynnir ósýnilega
konu, sem komin er upp á sviðið
til hans. Skynilega er konan kom-
in út i kaupstað einhvers staðar á
tslandi, og þar stendur hún fyrir
framan húsið sitt og horfir á Haf-
stein eins og i gegnum auga
myndavélar.
— Nú koma tvær systur, segir
hann. Ég sé götu hér i Reykjavik.
Systurnar bjuggu hvor i sinu húsi,
segja þær. Með þeim er nokkuð
holdugur maöur. Hann er
þvoglulegur i máli, en hann segist
hafa bakað góð vinarbrauð.
Þegar köllin hafa gengið fram
og aftur um stund, vitnast nöfn
systranna, sem og mannsins sem
með þeim er. Hann var bakari,
danskur að uppruna, og hann hef-
ur bersýnilega verið tengdur
þessum systrum á einhvern hátt.
Nú eru margar klukkustundir
liðnar, og þetta fer aö verða dálit-
ið staglsamt. Ég lit á Sigurð ann-
að veifið. Hann hefur satt forvitni
sina. Hinir framliðnu, sem koma
fram að þessu sinni, hafa engin
stórtiðindi aö segja. Ollum liður
vel, og allir vilja koma kveðjum
til fólks sins. Þeir virðast ganga i
sams konar fatnaði og þeir not-
uðu, áður en þeir dóu. Eða áður
en þeir fóru, eins og Hafsteinn
kemst að orði. Það leynir sér
ekki, að hjón og fjölskyldur halda
saman hinum megin.
Þetta er furðulegt, hugsa ég
með sjálfum mér. Og óhugnan-
lega leiðinlegt — verra er það,
sem við berum á borð i sænska út-
varpinu.
— Gangurinn á milli bekkjanna
er nú troðfullur af fólki, segir
Hafsteinn. Og hér kemur maður
með hest.
Hestinum liður lika vel.
Eftir nærfellt þrjár klukku-
stundirerum við Sigurður albúnir
að fara. Kona sem situr i sömu
bekkjarröð og við, hefur lagt
þetta allt undir sig siðasta hálf-
timann. Ættingjar hennar komu i
hópum til þess aö heilsa upp á
hana. Þeir hafa sagt henni, að
hún eigi að færa bekkinn heima
hjá sér, svo aö rúmist betur, þeg-
ar þeir heimsækja hana.
Lenónard afa minum hefur ekki
skotið upp.
EN SVO KEMUR einn kunningi
Sigurðar Það er flugmaður.
Ekkja hans er meðal samkomu-
gestanna.
— Þetta er rétt, segir konan
hans, sem situr skammt frá okk-
ur.
KVIKMYNDAHÚSIÐ STÓRA, Austurbæiarbió, er
troðfullt. Átta hundruð manns biða þess, að miðill-
inn Hafsteinn komi fram á sviðið, og skyggnilýsing-
ar hefjist i viðurvist alls þessa mannfjölda. Ég er
dálitið órólegur, þvi að þetta er i fyrsta skipti, að ég
kem á slika samkomu. Hér sit ég meðal átta hundr-
uð íslendinga, sem hingað hafa leitað til þess að
fregna af vinum og vandamönnum handan tjaldsins
mikla.
—■ Nú sé ég marga, kallar Haf-
steinn. Það er margir, sem tala til
min og vilja heyra frá ykkur. Hér
er maður, sem dó fyrir skömmu,
heldur Hafsteinn áfram. Hann
segist hafa dottið niður stiga i
frystihúsi, og höfuðkúpubrotnað.
Nonni heitir hann.
— Æ, er það Nonni, segir kven-
rödd.
Það virðist komin mergð látins
fólks inn i kvikmyndahúsið — lát-
ið fólk úr Reykjavik og hvaðan-
æva af Islandi. Hafsteinn hefur
mörgu að sinna samtimis. Hann
fyllir vatnsglasið á ný.
— Hér er gamall maður með
hatt. Honum er fjarskalega stirt
um gang, og hann dæsir og styn-
ur. Sérlega hálsstuttur. Ég held
hann heiti Halldór, og ég sé bæ i
dal, þar sem jörðin er hlý.
— Varmidalur, kallar kona.
Jæja — það er þá hann Halldór
gamli.
Allir hlæja að einhverju, sem ég
skil ekki. En Sigurður segir mér,
að Halldóri gamla hafi hrotið eitt-
hvað skemmtilegt af munni.
Það leynir sér ekki, að menn
geta gert að gamni sinu, þó að
þeir séu dauðir. Þetta minnir mig
á þátt i útvarpinu sænska.
FÓLKIÐ I SALNUM þráspyr
Hafstein. Hvar fæddist þetta fólk,
hvert fluttist það? Hvernig bar
dauða þess að höndum?
Hafsteinn svarar, og svör hans
eru rétt — það fær hannstaðfest
hjá fólkinu, sem spyr. Og nú er
fast sótt að Hafsteini.
— Það eru svo mar-gir hinum
megin frá, sem kalla á mig, segir
hann.
Það er á skipað i heimi and-
anna, ekki siður en annars staðar.
Og enn verður mér hugsað til
Lenóards, afa mins. En það eru
litlar likur til þess, að hann geti
komið sér á framfæri innan um
alla þessa tslendinga, þó að hann
kynni að hafa tekið upp á þvi að
bregða sér hingað. Og þó — afi
gamli var nú alltaf þrekmenni.
Svo virðist sem Hafsteinn sjái
ekki aðeins fólkið að handan.
Hann sér lfka fyrir sér sveitir og
byggðarlög: Sveitabæina og
þorpin inni i botni djúpra og
langra fjarða, þar sem þetta fólk
átti áður heima. Þetta hlýtur að
vera eins og að horfa á tiu eða
fimmtán kvikmyndir samtimis.
Og allt þetta drekkur sjónhimnan
á augum Hafsteins i sig, hvernig
sem það nú gerist. Það, sem hér
fer fram, er vissulega stórfeng-
legt dularspil.
Sviþjóð eru allir ærir i bingó, og
það er miklu verra.
— Já, kannski, segir Sigurður.
Nú kemur Hafsteinn fram á
sviðið og gengur i stólinn. Ég
byrja á þvi að lýsa reynslu minni,
segir hann. Hann talar i tuttugu
minútur um þaö, sem fyrir hann
hefur borið.
— Hann er að segja frá þvi,
hvernig hann lék sér við álfabörn,
þegar hann var litill, segir
Sigurður.
Innar á bekknum okkar sitja
fáeinir unglingar, sem krimta i
barm sér.
Mér verður andartak hugsað til
afa gamla, móöurföður mins,
Leónards. Mér kemur það lika i
hug.er Hafsteinn miðill sagði við
mig fyrir fáum klukkustundum,
þegar ég hitti hann óvænt i litla
herberginu i háborg Sálar-
rannsóknarfélagsins i Garða-
stræti:
— Það verður of margt fólk til
þess, að þessi samkoma verði þér
að gagni persónulega.
Ég býst við, að Hafsteinn hafi
meint, að það yröi of margt fólk
saman komið i kvikmyndahúsinu
til þess, að ég gæti gert mér vonir
um, að ættingjum minum i dánar-
heimum skyti þar upp — og mikil
þröng þeim megin til þess, að þeir
kæmust að. Sem sagt: Salurinn
troðfullur af lifandi fólki — og all-
ir þeir, sem ósýnilegir eru.
— Það gerist venjulega tals-
vert margt, sagði Hafsteinn.
Viö skröfuðum saman, við Haf-
steinn, i litla herberginu, þar sem
hann starfar að jafnaði, þegar
hann er ekki i Ameriku eða ein-
hvers staðar úti á landi með þessa
fjölsóttu skyggnifundi sina.
Það er þröngt i herberginu
hans. Þar er litið borð með
Kristsstyttu, og nokkrir stólar,
sem mynda hálfhring um stól
Hafsteins sjálfs. Yfir honum
hangir lampi með rauðri hlif og
lýsir beint niður á Hafstein.
Hafsteinn talar ekki önnur
tungumál en islenzku. Starfsmað-
ur hjá Sálarrannsóknarfélaginu
var túlkur okkar. Hann sagöi:
— Þaöerleiðinlegt,að þú skul-
ir ekki geta verið lengur og kom-
izt á einkafund hjá Hafsteini. Þú
færir héðan út annar maður.
Hafsteinn benti fram i gang og
andvarpaði. Þar var hópur fólks,
sem lengi hafði beðið þess að ná
tali af honum. Fólk af öllum horn-
um landsins kemur i þetta litla
herbergi Hafsteins til þess að sjá
hliöin opnast og landið hulda ljúk-
ast upp.
— Það er mitt starf, sagöi Haf-
steinn — að sýna, að til er lif eftir
þetta og koma fólki i samband við
þá, sem horfnir eru héðan.
Hann er vingjarnlegur i við-
móti, en samt dálitið mæðulegur
á svip, og dökk og gerhugul aug-
un hvildu á mér á meðan hann al-
aði við mig.
— Vertu velkominn i kvöld
sagði hann.
ÉG LITAST UM i salnum. Þarna
eru margar manngerðir, fólk á
öllum aldri, eftirvæntingarfullt
fólk, hljótt fólk og djúpt sokkið i
hugsanir sinar. Liklega eru konur
talsvert fleiri en karlar.
Þetta er svipað og á uppboði
heima, hugsa ég. Allt getur gerzt.
Margir finna kannski það, sem
þeir leita að. Aðrir l'ara heim
tómhentir, vonsviknir.
Ég hef Sigurð með mér, þvi að
hann á að vera túlkur minn. Ég
útvegaði aðgöngumiða handa
honum. Hann er tslendingur, en
hefur aldrei fyrr komið á fund hjá
Hafsteini. Hann er rithöfundur,
og honum er um og ó, að tslend-
ingarskuli hneigjast svona mikið
að andatrú.
— Hvers vegna? spyr ég. t
SVO HEFJAST skyggnilýsing-
arnar. Hafsteinn setzt við litiö
borð, rétt hjá ræðustólnum, hellir
vatni úr glerkönnu i glas, lýtur
höfði og styður höndum á enni
sér.
Nú er dauðaþögn i salnum. Að-
eins stöku maður hóstar. Ég
heyri, að gömul kona, sem situr
fyrir aftan mig, dregur andann
þungt. Ljósið er slökkt, nema lit-
ill ljóskastari i salnum varpar
birtu á Hafstein miðil.
Allt er hljótt i fimm minútur.
Þetta er i senn ákaflega hátiðlegt,
en þó dálitið spaugilegt. Ég þori
ekki að lita á Sigurð. Allt i einu
lætur Hafsteinn hendurnar siga
og starir fram i salinn.
— Ég sé konu, sem gengur hér
inn á milli bekkjanna, kallar
hann. Hún segist heita Helga.
Tveir ungir menn eru með henni.
— Hvaðan kemur hún? hrópar
kona frammi i salnum.
— Ég skal spyrja hana, svarar
Hafsteinn.
Og svo nefnir Hafsteinn kaup-
stað á Norðurlandi. Nú kalla
fleiri. Hvers dóttir er hún? Hvað
heita synir hennar?
Hafsteinn svarar. Og framan úr
salnum er kallað, að þetta sé rétt.
— Hvernig liður þeim? hrópar
einhver. Er ekkert, sem hún vill
segja okkur?
— Hún segir, að þeim liði öllum
vel, og henni finnst gaman aö
koma hingað og hitta ykkur,
svarar Hafsteinn.
Hann lýsir klæðaburði konunn-
ar ósýnilegu — islenzka
þjóðbúningnum — og það er stað-
fest framan úr salnum, að lýsing
hans sé rétt. Þetta fólk er rétt hjá
mér. Það dylst ekki, aö margir
hafa þekkt þessa norðlenzku
konu.
Og nú fara mikil köll að ganga á
milli samkomugestanna og Haf-
steins.
Ég held að það sé leiðinlegt, að
vera miðill og flytja alltaf svipuð
boð ár eftir ár.
— Það var kannski eins gott, að
þú fékkst ekki að tala við hann afa
þinn, segir Sigurður.
.1.11. þyddi.
barn liggja undir borði og þenja
út lérefsgrisjur. Það var skugg-
sýnt i herberginu, en hvitt léreftið
sást. Andarnir, sem fólk sá hjá
henni, voru þessar léreftsgrisjur.
— En menn fyrirgáfu henni.
Og hún varð enn frægari en áður.
Ekkjan talar við flugmanninn,
sem Sigurður þekkti.
— Allar lýsingar eru nákvæm-
lega réttar, staðfestir Siguröur.
Eftir þrjár klukkustundir er
Hafsteinn oröinn örmagna. Kvik-
myndahúsið er troðfullt — átta
hundruð borguðu aögöngumiöa —
og svo eru allir hinir, sem ekki
sjást. Áreiðanlega mörg þúsund.
Þeir fylla hvern kima og sitja á
armstuðlum stólanna okkar. Og
þó nokkrir virðast vera þarna
með hestana sina.
— Nú þrýtur mig mátt, segir
Hafsteinn. Við þökkum öllum hin-
um megin frá, sem komiö hafa
hingað til þess að tala við okkur.
Æm staðin var að prettum fyrir
þrjátiu árum. Hún hafði orðið
þess áskynja, að fólki nægðu ekki
kveðjurnar að handan. Hún
freistaöist til þess aö reyna að
láta fólki meira i té — eitthvað
stórfenglegra. Þess vegna lét hún
Þeir voru margir.
Hafsteinn drekkur það, sem
eftir var i vatnskönnunni. Þetta
hefur verið honum erfitt kvöld.
En hann ber lika sitt úr býtum,
þvi að mörg þúsund krónur verða
afgangs, þegar húsaleigan hefur
verið borguð.
Þetta er síðasta greínin af þremur, sem
sænski blaðamaðurinn Lars Westman
skrifaði í tímaritið Vi um íslandsför sína
í haust. Hér segir fré skyggnilýsingu hjó
Hafsteini miðli í Austurbæjarbíói.
Örstuttir kaflar eru felldir úr greininni.
með Hafsteini miðl
í Austurbæjarbíói
VIÐ SIGURÐUR göngum út. Það
er snjókoma. Við erum báðir
dálitið vonsviknir. Það var gam-
an, að allt þetta dána fólk skyldi
koma til móts við okkur. En við
erum litlu nær um lifið hinum
megin.
Sigurður talar um fjarskyldan
ættingja, kunnan miðil — konu,
íáii 1 ; l|j|í Jj ía j|
a J 4 v 1 l'f 1. í 31 kí p | -\a ý jil j|
m 3 | ; :| i<L'|Íli{
í é l <;|v h 1 Ms | Si| 1 |j| M m
HIIÍl » í I ?
m'-t-'l' I ii .1 4lfi
Færeyskar rifja upp
sumardaga á íslandi
,,VIÐ lögum af stað um miðnætti
22. júni og komum klukkan hálf
fimm á flugvöltinn i Reykjavík,
þar sem allar þessar elskulegu
konur tóku á móti okkur með
húrrahrópum, blómuin og
ræðum. Já, það voru glæsilegar
móttökur, sem við fengum. Ég
held. að aldrei hafi nokkru kven-
félagi verið eins vel fagnað, svo
hjartanlegt var þetta allt, og
□ □ □
Tvær vinkonur: Islenzk-
ur búningur og færeysk-
ur. — Timamynd: Ró-
bert.
svona var andrúmsloftið alla þá
daga, sem við vorum á tslandi”.
Þannig hefst ferðasaga fær-
eysku kvennanna úr Þórshöfn,
sem hingað komu i sumar i boöi
kvenfélags Bústaðasafnaðar.
Ferðasagan birtist um þessar
mundir i færeyska blaðinu ,,17.
september”. Við getum þessa hér
vegna þess, að vafalaust hefðu
ýmsir Reykvikingar gaman af að
lesa þessa ferðasögu, og auk þess
væri hentug æfing fyrir ís-
lendinga, sem verið hafa skamm-
arlega tregir til þess að lesa fær-
eysku, sem öllum sæmilega gefn-
um mönnum er þó auðskilin á
prenti.
Það er alls ekki ætlun að rekja
hér ferðasögu kvennanna fær-
eysku — fólk getur bara skrifað
afgreiðslu 17. septembers og sent
greiðslu fyrir 20. tölublaði og
þeim, sem á eftir fara. En ekki
sakar, þótt þess sé getið, að þarna
eru að ýmsu vikið, allt frá glitr-
andi peningunum i tæru vatni
gjárinnar frægu á Þingvöllum og
litlu kirkjunni, þar sem konungur
svaf af nóttina fyrir hundrað
árum til mjólkurbús Flóamanna,
sem gestunum þótti stórt i
sniðum, og kirkjuorgels i Selfoss-
kirkju, sem þær Mia og Turid
Waagstein sannreyndu, að var
ósvikinn dýrgripur. Það kom
þeim kunnuglega fyrir sjónir, að
mjólkurbilarnir á Suðurlandi
fluttu einnig póst og böggla og
stundum ferðafólk — ,,á sama
hátt sum Tróndur hjá maiarin-
um” i Færeyjum. t byggðasafn-
inu á Selfossi varð konunum lika
minnisstætt sjal, sem kona hafði
gert úr hári, sem hún hafði safnað
árum saman, spunnið og prjónað.
Þannig er hvert atvikið rifjað
upp af öðru, sagt frá islenzku fólki
og islenzkum háttum, og svo auð-
vitað frá Þórshafnarkonunum
sjálfum, er áttu þessa sumardaga
á Islandi. — J.H.
□ □ □
Þórshafnarkonurnar i
Reykjavik siðasta sum-
ar. — Timamynd: Ró-
bert.
j f I IJ | 1 | jn
: I
í ] ^ 4 - 1
u j
mmíip*i 'íj wnSal
L3 'imÉ ff I
Br If g r