Tíminn - 11.02.1973, Side 27

Tíminn - 11.02.1973, Side 27
Sunnudagur 11. febrúar. 1973 TÍMINN 27 „Þvi miður sonur sæll, þú verður aldrei knatt- spyrnumaður” — sagði Sir Stanley Matthews við Ray Kennedy, þegar honum var sparkað frá Port Vale. (viö erum beztir), allt kvöldið, alla nóttina og langt fram á dag Lokastaðan i deildinni: Arsenal Leeds Tottenham Wolves Liverpool Chelsea 42 29 7 9 71:29 65 42 27 10 5 72:30 64 42 19 14 9 54:33 52 42 22 8 12 64:54 52 42 17 17 8 42:24 51 42 18 15 9 52:42 51 RAY KENNEDY sést hér á myndinni (10), skalla knöttinn i netið hjá Wcst Ham. Bobby Ferguson, markvörður, og Tommy Taylor eiga ekkert svar við góöum skaliabolta Kennedy. er eflaust eitt þekktasta og virkasta knattspyrnufélag i viðri vcröld. Astæðuna fyrir hinum miklu vinsæidum félagsins má rekja til áratugsins 1930-1940 en þá sigraði Arsenai fimm sinnum 1. deildina og tvisvar sinnum ensku bikarkeppnina. Alls hefur liðið orðið Englandsmeistarar átta sinnurn: 1931, 1933, 1934, 1935, 1938, 1948, 1953 og 1971. Enskur bikarmeistari hefur liðið orðið fjórum sinnum: 1930, 1936, 1950 og 1971. Þá hefur liðið einu sinni orðið Evrópumeistari borgarliða (Fairs Cup), 1970. Ileimavöllur Arsenal cr High- bury i London, er rúmar 63 þús. manns. Búningur félagsins cr rauð skyrta með hvitum ermum, hvitar buxur með rauðum rönd- um og rauðir og hvitir sokkar. t slikum búningum hafa lcikmenn félagsins unnið marga sæta sigra, viðs vcgar i heiminum. Félagið hefur ætið haldið merki Lundúna- borgar á knattspyrnusviðinu hátt á lofti. Leikmenn liðsins hafa oft verið kailaðir „barónar” i London, vegna þess hve hátt kaup þeir hafa hjá félagi sinu og ekki sizt vegna aukapeninganna, sem jafntefli eða sigrar gefa, svo ekki sé talað um kaup fyrir mörkin. Eins og áður var sagt, var Arsenal lið nr. 1 i Englandi á árunum 1930-1940. Einn merkasti persónuleiki enskrar knatt- spyrnu. Herbert Shatman, fram- kvæmdastjóri féiagsins, átti mestan þátt í veigengni félagsins á þessum árum. Arsenal vann á þessum árum fimm sinnum meistaratignina og tvisvar sinn- um bikarinn og var auk þess tvisvar sinnum i úrsiitum i bikar- keppninni og einu sinni i öðru sæti i meistarakeppninni. t>á sigraði liöið F.A. Charity Shicld Winners, fimm sinnum á árunum 1930-1940, árin 1930, 1931, 1933, 1934 og 1938, einnig lék liðið til úrslita 1935 og 1936. Þá vann liðið sömu keppni 1948 og 1953. Stóran þátt i styrkleika Arsenal á þessum árum átti sú nýja leik- aðferð sem Herbert Shatman inn- leiddi, en hún var I því fólgin að bæta einum bakveröi „stopper” — við. Framverðir Arsenal léku venjulega heldur aftarlega, en sendu knöttinn Iangt fram til út- herjanna, sem voru mjög fljótir og skotharðir. Með þessu móti gat vinstri útherjinn Cliff Bastin skoraö 33 mörk á einu keppnis- timabili (hann á markamet Arsenal, en hann skoraði samtals 150 mörk á árunum 1930-1937). Það segir hvað Arsenal liðið var frábært, að i landsliði Englands voru á timabili 7 af leikmönnum frá Arsenal. Eftir siðari licims- styrjöldina vann Arsenal meistaratignina tvisvar 1948 og 1953 og bikarinn einu sinni 1950. En upp úr 1960 fer liðið aftur að taka við sér, og 1966 skipar félagiö Bertie Mee sem fram- kvæmdastjóra og eftir það fer féiagið að láta að sér kveða. Arsenal fer að yngja upp hjá sér, og fljótlega láta ungu leik- mennirnir að sér kveða, og hefur liðiö á að skipa einu efnilcgasta liði 1. deildar. 1968 leikur Arsenal til úrslita i deildarbikarnum (League Cup) gegn Leeds — liðið tapaði þá úrslitaleiknum 0:1, en heppnin var ekki með þvi þá. Arið eftir kemst félagið aftur i úrslit i deildarbikarnum og mætir þá Swindon, sem sigraði mjög óvænt 3:1, cftir framlengingu. En sigurganga félagsins hefst 1970, þegar liðið vann Evrópu- keppni borgarliða og keppnis- timabilið 1970-1971 setti Arsenal sér þaö mark að vinna sigur- launin i dcildarkeppninni og bikarkeppninni. Þessu takmarki náði liðið — liðið tryggði sér meistaratitilinn i einhverri hörðustu keppni, sem um getur. Mcð frábærum lokaspretti saxaði Arsenal á gott forskot Leeds. En nú skulum við lita á stöðuna i 1 deiid, eins og hún var áður en Arsenal tók lokasprettinn: Leeds Arsenal Chelsea Wolves Liverpool Tottenham uðu og sungu áhangendur Arsenal, „We are the greatest” Fögnuður áhangenda Arsenal var mikill fimm dögum siðar — þegar Arsenal vann Liverpool 2:1 i úrslitaleik bikarkeppninnar á Wembley, þá var dansað og sungið á götum Norður-London um kvöldið og sungið: „Good old Arsenal The Cup will soon be yours A goal shall be scored By Charlie George Come on Frankie You’re Captain of this side You must win the Cup And keep your pride.” En þessi söngur var sunginn miög kröftuglega á úrslita- leiknum, ásamt laginu: „We hate Nottingham Forest We hate Liverpool too We hate West Ham But Arsenal, we love you” Það var hinn ungi Charlie George, (20 ára) sem færði Arsenal sigurinn, þegar hann skoraði 2:1 i framlengingu, og þegar leiknum lauk., urðu fagn- aðarlæti leikmanna Arsenal geysileg og sigurvegurunum fagnað gifurlega að venju og tóku „The Kop” stuðningsmenn Liver- pool einnig þátt i þeim fagnaðar- átum. í fyrra lék Arsenal einnig til úr- slita i bikarkeppninni, en þá tapaði liðið gegn Leeds 0:1, liðinu, sem Arsenal stal Englandsmeist- aratitlinum frá árið áður. Nú i ár hafa leikm. Arsenal möguleika á að endurtaka árangur sinn 1971, liðið er eitt af toppliðunum i 1. deild og er einnig komið i 16 liða úrslit i bikarkeppninni, þar sem það mætir 2. deildarliði. — SOS Kcppnin milli Arsenal og Leeds var æsispennandi og þegar sið- asta umferð i dcildarkeppninni fór fram og þar með lokaþáttur einvigisins milli liðanna, átti Arsenal að lcika gegn Stoke á heimavelli og Leeds gegn Nott. Forest, einnig á heimavelli. Arsenal átti þó einn leik til góöa, gegn Tottenham tveimur dögum siðar. Staðan hjá félögunum var þessi fyrir siðustu umferðina: Leeds 41 26 10 5 70:30 62 Arsenal 40 27 7 9 69:29 61 Yfir 55 þúsund áhorfendur stóðu á öndinni á Highbury, leik- velli Arsenal i Lundúnum, siðustu sek. i leiknum við Stoke. Þrátt fyrir yfirburði Arsenal var staðan aðeins 1:0 — Bob Wilson, markvörður, urðu þá á einu mistök sin i leiknum, missti knöttinn og hann dansaði um i markteignum — hjörtu áhang- enda Arsenal stöðvuðust nærri þvi á lokasekúndunum — þrivegis reyndu leikrnenn Stoke marksskot. Það var bjargað á marklinu og i þriðju tilraun fór knötturinn rétt framhjá stöng. Rétt á eftir var leiknum flautaö af og leikmenn Arsenal önduðu 1- éttara og hjartslátturinn minnk- aði. Meðan á þessari baráttu stóð, léku leikmenn Leeds sér að Nott. Forest og unnu 2:0. Leeds hafði lengst af forustu i keppninni, en undir lokið sigraði Arsenal i hverjum leiknum af öðrum, og leikurinn 3. mai 1971 gegn Tottenham var hámark þeirrar sigurgöngu. Arsenal tryggði sér Englandsmeistaratit: ilinn meö sigri yfir Tottenham i æsispennandi leik. Þegar aðeins tvær min. voru til leiksloka, tókst hinum efnilega knattspyrnu- manni Ray Kennedy, að skora sigurmarkið. Ætlaði þá allt um koll að keyra á White Hart Lane, heimavelli Tottenham — þegar dómarinn gaf merki um leikslok, flykktust áhorfendur i þúsunda tali út á völlinn til að fagna hinum nýbökuðu meisturum. Og fögn- uðurinn var mikill i Highbury- hverfinu i Lundúnum, þar döns- „BUT ARSENAL, WE LOVE YOU” — leikmenn Arsenal fagna sigrinum yfir Liverpool á úrslitaleik bikarkeppninnar 1971. Fyrirliðinn Frank McLintock heldur á bikarnum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.