Tíminn - 11.02.1973, Page 29
Sunnudagur 11. febrúar. 1973
TÍMINN
29
samþ. aðalfundar, og eru þvi
deild i deildinni samkvæmt mis-
skilningi veiðimálastjórnar. 1
samþykktum, sem þröngvað hef-
ur verið upp á okkur bæði um
Fiskiræktarfélag 1963 og veiði-
félag 30. april ’72 hefur verið tekið
fram, að veiði og framkvæmda-
mál Langár og Urriðaár væru al-
veg aðskilin.
Einar Jóhannesson
Jarðlangsstöðum.
Hér með fylgja afrit af áður-
nefndum bréfum veiðimála-
nefndar til landbúnaðarráðu-
neytisins um málefni Langár:
16. nóvember 1972
Landbúnaðarráðuneytið,
Reykjavik.
1 bréfi Jóhannesar Guðmunds-
sonar, formanns Veiðifélags
Langár og Urriðaár, dags. 6. júni
s.l. er óskað staðfestingar á sam-
þykkt félagsins, sem gengiö var
frá á stofnfundi þess 30. april
1972.
Veiðimálanefnd og veiðimála-
stjóri vilja með tilvisun til 52.
greinar laga nr. 76/1970 um lax-
og silungsveiði mæla með stað-
festingu á meðfylgjandi sam-
þykkt Veiöifélags Langár og
Urriðaár, sem fékk rétta meðferð
að dómi undirritaðra á stofnfundi
félagsins i Borgarnesi 30. april
1972. Véfengt hefur verið að nefnd
samþykkt sé lögmæt vegna ófull-
nægjandi boðunar fundarins, sbr.
bréf Einars Jóhannessonar,
bónda Jarðlangsstöðum, dags. 26.
ágústs.L, sbr. bréf hins háa ráðu-
neytis, dags. 9. október s.l. í bréfi
formanns Veiðifélags Langár og
Urriðaár, dags. 6. júni s.l. er tekiö
sérstaklega fram, að láðst hafi aö
auglýsa fundinn i útvarpi eins og
ætlast sé til. Hinsvegar hafi allir
hlutaðeigendur mætt á fundinum,
enda hafi þeir allir fengið skrif-
lega boðun fundarins i hendur. Að
öðru leyti skal visað til bréfs
undirritaðra til hins háa ráðu-
neytis, varðandi félagsmál við
fyrrnefnt vatnasvæði, dags. i dag.
Viröingarfyllst
Veiðimálanefnd,
Þór Guðjónsson,
veiðimálastjóri.
Arni Jónasson,
formaður.”
,,16. nóvember 1972.
Landbúnaðarráðuneytið,
Reykjavik.
1 bréfi hins háa ráðuneytis,
dags. 9. október 1972 er óskað at-
hugunar á erindi Einars Jó-
hannessonar, bónda Jarðlangs-
stööum, með bréfi dags. 26. ágúst
s.l. þar sem hann véfengir lög-
mæti stofnunar veiðifélags um
Langá og Urriðaá, sem felst i
samþykkt þess, sem gengið var
frá á stofnfundi félagsins 30. april
1972. Ennfremur fylgdi bréf sama
aðila, dags. 15. september ásamt
fylgiskjali, er voru undirskriftir
veiðieigenda við Langá, sem fólu
i sér ósk um heimild þeim til
handa að stofna veiðifélag, er
tæki til Langár án Urriðaár.
Veiðimálanefnd og veiðimála-
stjóri fjölluðu um ofangreint er-
indi á fundi sinum 3. þ.m. og
gerðu samþykkt i málinu, þar
sem mælt er með staðfestingu á
samþykkt Veiðifélags Langár og
Urriðaár, sem gengið var frá á
stofnfundi félagsins, sem haldinn
var i Borgarnesi 30. aprfl 1972.
Eins og hinu háa ráðuneyti er
kunnugt um, hefur fiskræktar-
félag starfað við vatnasvæði
Langár og Urriðaár um 12 ára
skeið. Með endurskoðun á lax-
veiðilöggjöfinni 1970 féllu ákvæði
um fiskræktarfélög niður, en ný
ákvæði komu inn, að mönnum sé
skylt að gera með sér félagsskap
um skipulag veiði i hverju fiski-
hverfi, svo fljótt, sem kostur
væri.
Með bréfi veiðimálastjóra,
dags. 15. marz 1971, er hér fylgir
ljósrit af, var Fiskræktarfélagi
Langár og Urriðaár gerð grein
fyrir breyttum viðhorfum og for-
ráðamenn félagsins hvattir til
þess að stofna veiðifélag um
vatnasvæðið. Málefni þetta var
áréttað með bréfi veiðimála-
stjóra, dags. 7. april 1971 til Fisk-
ræktarfélagsins, en þar var rætt
Við Langavatn.
nánar um félagssvæði fyrir-
hugaös Veiðifélags Langár og
Urriðaár.
Mál þessi voru i deiglu hjá for-
ráðamönnum fiskræktarfélagsins
og i höndum sérstakrar nefndar.
Veiðimálastjóri fékk að fylgjast
með undirbúningi mála og kom á
framfæri athugasemdum og til-
lögum um framkvæmdir, svo sem
ljósrit af meðfylgjandi bréfum til
formanns Fiskræktarfélagsins,
dags. 17. sept. og Hafsteins
Sigurðssonar, hrlm., nefndar-
manns i laganefnd, dags. 8.
september 1971, sýna ljóslega.
Sömuleiðis bréf til Hafsteins
Sigurðssonar, hrlm. dags 29.
október 1971.
Af fyrrnefndum gögnum er
ljóst, að forráðamenn við Langá
og Urriðaá vissu að sækja þyrfti
um leyfi til stofnunar veiðifélags,
að eitt félag yrði að vera um alit
vatnasvæðið frá ósi i sjó og svo
langt upp, sem fiskur gengi i
Urriðaá annarsvegar og Langá
hinsvegar. Heimilt væri að taka
alla Langaá ásamt Langárvatni,
enda þótt ekki væri fiskgengt, ef
ætlunin væri að gera fiskgengt
um alla Langá.
Til viðbótar og nánari skýring-
ar skal þess getið, að ósasvæði
Langár er liklega rúmlega 6 km
að lengd frá ármótum hennar og
Urriðaár. Fer þvi laxa- og göngu-
silungsstofn beggja ánna um
þetta svæði og þvi um sama fiski-
hverfi að ræða. Af þessu leiðir að
þær jarðir, sem land eiga að ósa-
svæðinu eiga hlutdeilcf i fiskstofn-
um beggja fyrrnefndra áa. Verð-
ur þvi ekki séð, hvernig hægt er
að komast hjá þvi að hafa fyrr-
nefnt svæði i einu félagi, nema
brjóta ákvæði 1. liðar a. 45. grein-
ar laga nr. 76/1970 um lax- og
silungsveiði, sbr. ákvæði 3. liðar
sömu greinar um að félag nái svo
langtupp með vatninu, sem veiði
er stunduð.
Þegar gögn varðandi stofnun
Veiðifélags Langár, sem gerst
hafði 31. október 1971, bárust
undirrituðum, var af augljósum
ástæðum og fyrr hefur verið vikið
að, vakin athygli forráðamanns
veiðieigenda á ólögmæti þessarar
aðgerða. Þetta var gert með bréfi
til Jóhannesar Guðmundssonar,
bónda, Anabrekku, dags. 30.
desember 1971, sem hér fylgir
ljósrit af. Samtimis var gefið út
leyfi til stofnunar veiðifélags um
framangreint svæði, þ.e. Langá
og Urriðaá, en efri mörk félags-
.svæðis við Langá voru i samræmi
við óskir veiðieigenda, sbr. fund-
inn 31. október 1971. Jafnframt
var eigendum við Urriðaá, sem
óskaö höfðu eftir leyfi til stofnun-
ar veiðifélags um Urriðaá gert
grein fyrir viöhorfum undirrit-
aðra með bréfi, dags. 30.
desember 1971, sem hér fylgir
ljósrit af.
1 fyrrnefndu bréfi Einar Jó-
hannessonar, dags. 26. ágúst s.l.
er þess getið að stofnfundur
Veiöifélags Langár og Urriðaár
hafi veriöólöglega boðaður. Þetta
mun rétt vera hjá bréfritara, en
hinsvegar liggur ljóst fyrir að all-
ir hlutaöeigendur voru mættir á
stofnfundinn og verður þvi að
telja að fundurinn hafi verið hæf-
ur til þess að taka lögmætar
ákvarðanir.
Vegna ummæla bréfritara um
að í drögum að samþykkt hafi
ekki verið taldar upp allar jarðir
á félagssvæðinu, skal þess getið
að i samþykkt veiðifélagsins, sem
gengið var frá á fundinum eru all-
ar jarðir, sem aðild eiga að
nefndu svæði. Eru þá taldir með
tveir hreppar, sem lönd eiga að
efri hluta svæðisins, þ.e . Álfta-
neshreppurog Borgarhreppur, en
oddvitar þeirra mættu á stofn-
fundinum, svo sem venja er undir
þessum kringumstæðum.
Þá vekur bréfritari athygli á
þvi, að eigendur Langár hafi áður
óskað eftir að stofna veiðifélag
um Langá án Urriðaár og Langa-
vatns. Skal visað til þess, sem áð-
ur segir almennt um veiðimál við
Langá og Urriðaá hér að framan.
Hið sama gildir um svar við 5. lið
i bréfi Einars Jóhannessonar að
öðru leyti en það i þessum lið,
sem snýst um málefni Gufuár, er
fellur i Hvitá i Borgarfirði. Um-
mæli bréfritara i þvi efni byggj-
ast á ókunnugleika og misskiln-
ingi. 1 undirbúningi hefur verið að
breyta Fiskræktarfélagi Hvitár,
er tekið hefur til Hvitár og allra
þveráa hennar, i Veiðifélag. Er
vist að það veiðifélag mun starfa i
deildum og yrði Gufuá ein deildin
i sliku heildarfélagi.
Að framansögðu ætti að vera
óþarfi að taka fram, að Veiði-
málanefnd og veiðimálastjóri sjá
enga ástæðu til að fallist sé á ósk
bréfritara um að samþykkt
margnefnds veiðifélags frá 30.
april s.l. verði ógild gerð, eins og
bréfritari vill, og leyfð verði
stofnun veiöifélags um Langá án
Urriöaár og Langavatns.
Skal þvi lagt til að framan-
greindum málatilbúnaði Einars
Jóhannessonar, Jarölangsstöðum
verði hafnað með öllu og beiðni
hans og annara veiðieigenda við
Langá, dags. i Borgarnesi 10.
september 1972 verði synjað. Að
öðru leyti skal visaö til bréfs
undirritaðra, dags. i dag, varð-
andi meðmæli með að samþykkt
fyrrnefnds veiðifélags hljóti stað-
festingu.
Fylgiskjölin endursendast hér
með.
Virðingarfyllst,
Veiðimálanefnd,
Þór Guðjónsson,
veiðimálastjóri.
Árni Jónasson,
formaður.”
FISCHER SKIÐI
Fyrsta sending seldist upp - Vorum að taka upp nýja sendingu
Gönguskíði og allur
annar skíðaútbúnaður
LANDSINS
MESTA
ÚRVAL
Póstsendum
um land allt
SPORT&4L
cHEEMMTORGi