Tíminn - 11.02.1973, Qupperneq 40

Tíminn - 11.02.1973, Qupperneq 40
'V k Sunnudagur 11. febrúar. 1973 Auglýsingasímar Tímans eru 1-95-23 & 18-300 Hlégarður '-'.Qamtnmiicalir 'Samkomusalir til leigu fyrir: Arshátiðir, Þorrabiót, fundi, ráðstefnur, afmælis- og ferm- • ^ ingarveizlur. Fjölbréyttar veitingar, stjórir og litlir salir, |Stórt dansgólf. Uppl. og pantan- ir húsverði i sima 6-61-95. „ GOÐI L J fyrir góúan mat ^ KJÖTIDNADARSTÖÐ SAMBANDSINS Atriði, sem hugleidd verða vandlega: ÁHRIF NÁTTÚRUHAMFARA Á ORKUVER OG ORKUVEITUR 46 m vindhraði á sek mældist í Nýjabæ fyrir jól — ÞAD FEK EKKI IIJA ÞVI, að þctta atriði verði hugleitt meira en áður, sagði .Jakob Björnsson orkumálastjóri. þegar Tíminn leitaði álits hans á þvi, hversu mikla vogun hann teldi, að hafa meginorkustöðvar landsmanna á cldfjallasvæði. Gosið i Vcst- mannaeyjum hefur náttúrlega sin áhrif, sagði hann. En þess cr lika að gcla, að Haukur Tómasson jarðfræðingur samdi á sinum tiina, áður en Eyjagosið kom til sögunnar, skýrslu um hugsanleg áhrif náltúruhamfara á orkuver og orkuvcitur, og að sjálfsögðu hefur verið reynt að vega og meta allt slikt. — Ég skal ekki segja, að hve miklu leyti fyrri ályktanir kunna að verða teknar til endurskoðun- ar, hélt Jakob áfram, en sjálfsagt er náttúrlegt að taka virkjun á svæði, þar sem náttúruhamfarir koma siður til greina, fram yfir virkjun á viðsjárverðari stað, beriekki þeim mun meira á milli um hagkvæmni að öðru leyti. Eins og allir vita, er orkuverið við Búrlell harla nærri Heklu. bar sem gos hafa gerzt tíð upp á sið- kastið, og fyrir huguð Sigöldu- virkjun er á sama sprungusvæði — Sé litið til staða norðan lands, sagði Jakob ennfremur, þar sem virkjun er talin hagkvæmust, þá eru þeir þrir, er athyglin hefur beinzt að: Dettifoss, Jökulsá i Austurdal og Blanda. Dettifoss er undir sömu sök seldur og hinar stórvirkjanirnar, Búrfellsvirkjun og Sigölduvirkjun. Hann er á sama sprungusvæðinu. Þar eru þó undirbúningsrannsóknir einna lengst á veg komnar. Talsverðar athuganir hafa verið gerðar á Jökulsá i Austurdal, og mun i næsta mánuði verða teiknað kort af svæði, eins og reyndar var fyrirhugað þegar i haust. Þetta kort mun sýna svæðið kringum ármótin og ná nokkuð upp í dalina báða, Austurdal og Vesturdal. Að fengnum öllum gögnum verður svo gerð kostnaðaráætlun. Virkj- un Blöndu hefur einnig verið nokkuð könnuð. Upphaflega var það efst á baugi, ef virkjað yrði þar, að steypa henni niður i Vatnsdal, en frá þeirri ráðagerð hefur verið horfið, og yrði orku- ver við hana, ef til kæmi, niðri i Blöndudal, allt langt ofan við brúna hjá Blöndudaishólum. Viðtækar veðurfars- mælingar á hálendingu Sá kostur fylgdi virkjunum i Skagafirði eða Húnavatnssýslu, auk þess sem þær yrðu utan eld- fjallasvæðanna, að háspennulinur þaðan gætu legið um byggð og heiðar, sem eru miklu lægri en meginhálendið utan jarðelda- svæða. 1 framhaldi af þessu leitaði Timinn þess vegna frétta hjá þeim Jakobi Björnssyni og Flosa Hrafni Sigurðssyni veðurlræðingi af athugunum þeim, sem nú er verið að gera á veðurfari og is- ingu á hálendingu vegna hugsan- legrar háspennulinu um Sprengi- sand eða Kjöl. Þrjár meginleiðir hafa verið taldar koma til greina: niður i Bárðardal, niður i Eyja- fjörð og niður i Skagafjörð. Mælingar eru gerðar við Sigöldu, Vatnsfell, i Nýjabæ og á Hvera- völlum, og grindur og staurar, sem virar eru strengdir á milli, hafa verið reistir á þeim stöðum, þar sem mest er talið, að reyna myndi á háspennulinu. Nú er einmitt flokkur manna, sem sendur var úr Reykjavik með sterkari talstöð handa hjón- unum þar,' að reisa meira af grindum og staurum i þessu skyni. — Fljótlega verður þetta einnig gert á Haukagilsheiði upp af Mælifellsdal, sagði Flosi Hrafn, og einnig á Litlasandi með það i huga, að linan kæmi niður Svartárdal eða Gilhagadal. Flosi Hrafn kvaðst ætla, að mest isingarhætta væri uppi á hálendisbrúninni við Eyja- fjarðardali, og þó ekki siður sunn- ar — á há-Sprengisandi. ÞESS varð ekki vart á laugar- dagsmorguninn, að verulcgar breytingar hefðu orðið á gos- stöðvunum i Vestmannaeyjum. Þess er þó að gæta, að þá var mugga og sást illa tii þeirra. Kvað Páll Iinsland, sem þar er nú i hópi þeirra, er fylgjast mcð framvindu gossins, ekkert hafa liafa gerzt, er miklum tiðindum sæti. Nokkurt skrið er á hrauninu, og leitar það mest suður og suðaust- ur á bóginn i sjó fram. öllu meiri Jakob Björnsson sagði, að enn sem komið væri hefði isingin i Nýjabæ, þar sem hann bjóst við, að hún væri mest, ekki reynzt meiri en gert hafði verið ráð fyr- ir. Þar koma aftur á móti veður mikil. — t óveðrinu mikla, þegar Búr- fellslinan bilaði, sagði Jakob, mældust 93 hnútur i hörðustu hviðunni i Nýjabæ, en það jafn- gildir 46 metrum á sekúndu. Og það er skollans mikill strekkingur, þvi að það teljast 12 vindstig, með öðrum orðum — fárviðri —, þegar vindhraði nær 64 hnútum. J.H. tiðindum kann að sæta, að eld- gigurinn virðist nú færast suður á bóginn. Verði framhald á þvi, dregur úr þeirri hættu, sem yfir bænum vofir, en aftur á móti get- ur flugvellinum orðið hætt. Fragtflug byrjaði þegar snemma i gærmorgun að fljúga til Eyja að sækja búsmuni, og litlu siðar kom landhelgisflugvélin og fleiri flug- vélar komu sömu erindagerða. Óvist var, hve lengi mikið næði gæfist til starfa, þvi að spáð var suðaustanátt og vondu veðri. Gígurinn færist til suðurs „SKEGG NAM AÐ HRISTA" LÍKLEGA rámar marga i lýsingu þá á Þór i Þrymskviðu, er hann vaknaði og varð þess vis, að hamrin- um góða, Mjölni, hafði verið stolið frá honum. „Ileiður var Vingþór”, segir þar, og kom það i ýmsu fram: „Skegg nam hrista, skör nam að dýja”. Af þessu má sjá, að hinir fornu guðir forfeðra okkar (og endurlifguðu guðir Asatrúar- manna hinna nýju) hafa verið taldir prýddir allmyndarlegu skeggi. Af Njálu sj^jm við, að bóndanum á BeSfcfiÖrshvoli var fært það til lýtaT^^iann hafði skeggvöxt rýran. Raunar þurfum við ekki að vitna til heiðinna goða og heið- inna manna, þvi að kristnum mönnum virðist af flestu að dæma jafnan hafa verið tam- ast að hugsa sér bæði himna Rögnvaldur Ólafsson Tímamynd: Gunnar föðurinn og frelsara sinn skeggjaða. Slikt hið sama gildir um postulana eins og sjá má á mörgum altaristjöldum og málmerkum. Eigi að siður hefur það verið tizku háð, liklega bæði fyrr og siðar, hvort þetta tignarmerki guða og útvalinna guðs boð- bera, hefur einnig verið eftir- sótt manndómsmerki meðal þess lýðs, sem fæðist og lifir til þess að falla siðan i gleymsku. Nú um hrið hefur verið skegg- öld mikil, og fjölbreytni að sama skapi i skeggprýði karl- peningsins. En hver veit, hve lengi það varir? Einn góðan veðurdag fá kannski þeir rak- arar og hárskerar, sem enn þrauka við iðn sina, ærinn starfa við að slá botninn i skeggöldina og farga siða hár- inu. Þvi að skeggaldir liða hjá eins og isaldir. Enn er þó að minnsta kosti ekki úrhættis að birta skemmtilega mynd af skegg- prúðum og siðhærðum manni. Við völdum glimumanninn Rögnvald Ölafsson að fyrir- sætu. Finnst lesendum Tim- ans ekki, að það valið hafi heppnazt sæmilega. —JH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.