Tíminn - 06.05.1973, Page 2

Tíminn - 06.05.1973, Page 2
TÍMINN Sunnudagur 6. mai 1973. Hvor á meiri rétt á að lifa? Hvers er rétturinn? Þess sterkari? Engin miskunn við ís- i Churchill við Hud- 1 Manitoba i Kanada er litill bær, er nefnist Churchill og stendur við Hudson-flóann. Um þessar mundir rikir þar hörð barátta milli bæjaryfirvalda og dýraverndunarmanna. Orsökin er sú, að i mörg ár hafa isbirnir ógnað lifi ibúa bæjarins. Dýra- vinum var sett lokaskilyrði. Ef þeir innan hálfs mánaðar fyndu ekki lausn á vandamálinu, yrðu allir isbirnirnir skotnir. A hverju ári gerist það, að bæjarbúar eru eltir af isbjörnum og meira og minna særðir. Og næstum árlega eru einn eða fleiri limlestir til dauða af hrömmum isbjarnanna. En dýraverndunar- menn hafa sina átyllu og hana all- sterka. Að öllum likindum eru ekki til nema um 6.000 isbirnir i heiminum, og eru þeir þvi á list- anum yfir þau dýr sem eru að deyja út. Það er þvi ekki að ófyrirsynju, að i gildi er alþjóða- samkomulag, er segir, að strang- lega sé bannað að ofsækja eða drepa isbirni. Isbirnirnir sækja að ósunum við bæinn Churchill. Bærinn stendur nefnilega á miðri ævaforni leið hinna hvitu kempa heim- skautsins. Á hverju hausti koma þeir frá sumarbústöðum sinum inni i landi niður að Hudson-flóan- um, þar sem þeir ná sér m.a. i seli til að éta. Halda þeir til við ströndina, unz isinn er orðinn nægilega sterkur, til að þeir geti lagtútá hann. Eins og við flesta bæi er ruslahaugur við Churchill, og i hann hafa isbirnir sótt og fundið sér margt gómsætt i svangan maga. Þessir birnir eru fyrir löngu hættir að vera hræddir viö manninn. Þeir láta lokkast af matarlyktinni, er smýgur út úr húsunum. Fyrir kemur að þeir ráðist á dyr ibúðarhúsa, brjóti glugga og láti yfirleitt öllum illum látum við hýbýli manna i Church- ill. Sumir birnirnir hafa jafnvel gengið svo langt, að svipta upp hurðum á kæliskápum. Lögregla bæjarins hefur reynt mikið til að fanga birnina, sett upp gildrur og slikt, en ekkert gengur. Morguninn eftir spásséra þeir aftur um götur bæjarins, — glugga i búðarglugga, skoða ráð húsið og járnbrautarstöðina. I fyrra ætluðu yfirvöld bæjarins að láta alvarlega til skarar skriða gegn björnunum, en á siðasta andartaki gátu dýraverndunar- menn komið þvi til leiðar, að að- gerðinni var slegið á frest. Undir stjórn hins 32 ára Brian Davis fulltrua i alþjóðastofnuninni um dýravernd, var skipulögð geysi- leg björgunaraðgerð. Með sér- stakri byssu, sem i stað skota innihélt sprautur með deyfi- lyfjum, var gengið til móts við hvitu kempurnar. Nálarnar stungust i hvita felldina og lyfið streymdi inn i blóðið, sem or- sakaði stuttan, en algjöran svefn bjarnanna. 1 þvi ástandi voru þeir teknir og þeim komið fyrir i búrum, sem hvert rúmaði eitt Við velíum runiari það borgar sig ♦ nmtal * OFNAR H/F. < Síðumúla 27 . Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.