Tíminn - 06.05.1973, Qupperneq 15
Sunnudagur 6. mai 1973.
TÍMINN
15
Einlæg vinátta — Gott skap.
sömu eiginleikanna af hundinum.
Þeir þurfa fyrst og fremst að vera
frábærlega lyktnæmir, en i öðru
lagi byggistþaðágáfnafari hunds-
ins og hæfileikum hans til þess að
læra. 1 báðum tilvikum er lögð
mjög mikil áherzla á þessa þætti.
Starfssvið hasshundsins er það
einhæft, að hann fær ekki eins
mikla agaþjálfun, en hann þarf i
raun og veru að vera gæddur
flestum sömu eiginleikunum og
hinir.
— Þessir tveir ungu hundar,
sem þú ert að byrja að þjálfa,
eiga þeir að verða almennir lög-
regluhundar?
— Labradorhundurinn er sonur
gamla hundsins, sem ég hef notað
undanfarin ár, og hann virðist
hafa mjög góða hæfileika sem
lögregluhundur. Ætlunin er að
hann verði hasshundur, þvi að
það kom mjög fljótt i ljós, að
verkefnin voru svo risavaxin, að
þau voru fullkomin ofætlun einum
hundi.
Hugsum okkur, að ég þurfi að
taka á móti þrem flugvélum á
einum og sama klukkutimanum.
Þær eru fullar af farþegum,
kannski með þetta tvö til þrjú
hundruð manns. En nú er leitar-
timi hundsins ekki nema fimmtán
minútur i senn, en aftur á móti
ekki hægt að láta fólkið biða á
meðan hundurinn er hvildur á
milli leitartimanna, svo að þá
verður helzt ekki hjá þvi komizt
að hafa annan hund til þess að
hlaupa i skarðið.
Alveg eins er þetta i stórum
húsleitum. öllum liggur á, og það
er ekki hægt að láta fólkið i hús-
unumog fjölda lögreglumanna að
auki biða á meðan hundurinn
hvilir sig.
En þá er það litli svarti hundur-
inn sem þú sást áðan.
Hann er gjöf frá Birni Ingvars-
syni, lögreglustjóra á Keflavikur-
flugvelli, og það er min hugmynd,
að hann geti orðið almennur lög-
regluhundur, en að visu er það
ekki annað en hugmynd, enn sem
komið er.
Erfiði hundsins
er gífurlegt
— Mér þótti vinnutimi hunds-
ins stuttur, þegar þú varst að
segja, að hann gæti aðeins leitað i
fimmtán minútur.
— Þessi timi, sem ég nefndi, er
meðaltal. Ef fremur kalt er i
veðri, getur hundurinn enzt allt
upp i hálftima, en ef hlýtt er, end-
ist hann ekki nema i fimm minút-
ur, og verður þá að hvila hann i
annan eins tima, jafnlangan,
þangað til hægt er að byrja aftur.
Það getur jafnvel þurft að hvila
hundinn i meira en fimmtán min-
Tlmamyndir. Róbert.
útur eftir fimmtán minútna
vinnu, ef hann hefur farið hratt
yfir. En samanlagður leitartimi
hunds eru tveir klukkutimar á
sólarhring, og það er meira að
segja algert hámark.
Þessi regla er erlend, ég kynnt-
ist henni þegar ég var þar við
nám, og ég hef sannfærzt um það,
siðan ég kom heim og fór að vinna
að þessu, að hún er á rökum reist.
Sjálfur hef ég reynt að láta hund-
inn vinna fullan tima, án þess að
hvila hann á milli, og hefur hann
þá verið svo örþreyttur, að hann
hefur legið hreyfingarlaus i hálf-
an sólarhring á eftir.
— Reynir þetta svo á þeffæri
hundsins eða höfuð hans?
— Það eru fyrst og fremst lungu
hundsins og hjartað, sem fyrir
áreynslunni verða. Venjulega
andar hundurinn i gegnum sver
göng, sem eru beint inn af nösun-
um. En þegar hann finnur
ákveðna lyktarsveiflu i loftinu,
sem hann vill beina allri athygli
sinni að, tekur hann i notkun
þröng göng ofar i nefinu. Þessi
göng eru alsett mjög næmum þef-
færum, og þegar hundurinn andar
þar i gegn, er hann mörgum sinn-
um lyktnæmari en ella. Þegar
hundurinn dregur loftið að sér um
þessi göng, gengur brjóstkassi
hans eins og hann sé á fullum
hlaupum og beiti allri orku sinni
til hins ýtrasta. Þetta er svo erf-
itt, að hundinum veitir ekki af að
vera i stöðugri likamsþjálfun, ef
hann á að vera fær um að stand-
ast þessa raun, þegar þess er af
honum krafizt.
Leitað hjá saklausum
— Þarftu ekki að gera húsleit-
aræfingar hjá blásaklausu fólki?
— Jú, ég er nú hræddur um
það. Og að visu ber það ekkert
nýrra við, að fólkið sé saklaust,
þvi að það eru allir saklausir,
þegar maður byrjar að leita hjá
þeim, hvort sem um æfingu eða
alvöru er að ræða. Vinnubrögð
min eru þau, að ég fer með hund-
inn til leitar tvisvar á dag, annað
hvort i vinnu eða i æfingu, ef ekki
er verkefni fyrir hendi, þar sem
nauðsynin krefur. En þess er
gaman að geta, að ég kemst ekki
upp með að semja við einhvern
góðan mann eða konu um að
mega alltaf koma með hundinn
þangað til leitar. Sjónminni
hundsins er alveg frábært. Hann
man nákvæmlega hvar beztu
felustaðirnir eru i hverju þvi húsi,
þar sem hann hefur einu sinni
komið, svo að mér þýðir ekki ann-
að en að skipta sifellt um þá staði,
þar sem ég læt hann æfa sig. Ég
þarf þvi að hafa stöðugt samband
við gott fólk viðs vegar um bæinn,
Þessi höfðingi heitir Prins. Hann er faðir Ptika og aldursforsetinn I þessum félagsskap lögregluhunda.
Hér hefur hann fengið að fara i heimsókn, og það er auðséð, að ungu dömurnar eru alls óhræddar við
hann.
þar sem ég má æfa hundinn og
þjálfa.
— Er ekki dýrt að fóðra hund-
ana?
— Gamli hundurinn þarf eitt
kiló af úrbeinuðu kjöti á dag. Það
þarf að vera nýtt, magurt og gott.
Auk þess fær hann hálft pund af
kexi á dag. Þetta er hans ákveðni
skammtur. Unghundar og hvolp-
ar þurfa tvöfaldan þennan
skammt fyrsta árið, en eftir það
er skammtur þeirra hinn sami.
— Þarft þú að greiða þetta fóð-
ur sjálfur?
— Nei. Rikið stendur straum af
fæðiskostnaði hundanna, þannig
að ég fæ vissa upphæð, sem á að
nægja þeim til lifsuppeldis.
— En þú annast fóðrunina
sjálfur?
— Já, það geri ég, enda alveg
sjálfsagt að sú vinna sé fram-
kvæmd af sama manninum, sem
annast hirðingu þeirra og umsjón
að öðru leyti.
Þörfin er ærin
— Telur þú grundvöll fyrir þvi
að haldið verði áfram á þeirri
braut, sem þú hefur markað?
— Já. Það væri meira að segja
fyllilega athugandi að setja á
stofn hundadeild i þessu skyni. 1
öllum löndum eru björgunar- og
leitarhundar sjálfsagður liður i
löggæzlu, enda geta þeir unnið á
þeim vettvangi hin furðulegustu
afrek, eins og mörg dæmi sanna.
Lögreglan, Slysavarnafélagið,
hjálparáveit skáta og almanna-
varnir, eiga alveg tvimælalaust
að hafa með sér náið samstarf,
meðal annars með þvi að eiga i
sameiningu og þjálfa góða hunda.
Og ef allir þessir aðilar vinna
saman, verður kostnaðurinn, sem
kemur á hvern og einn, litill.
Þannig gæti ein stór stöð þjónað
hagsmunum allra. Það þurfa að
vera til hundar, sem geta leitað i
húsarústum, snjóflóðum og öðru
sliku, og það þurfa bæði að vera
tii sporhundar og hundar sem
leita án spora, og fara aðeins eftir
lykt i loftinu. Þeir hundar eru
viða þekktir, og mönnum ber
saman um, að þeir seu svo hár-
vissir, að það svæði^sem þeir hafa
leitað, sé þar með óruggt. Það er
að segja, að hafi þeir ekki fundið
Þar koma Skuggi og Púki með sina spýtuna hvor, sem Þorsteinn hefur
látið þá sækja. Skuggi er aðeins þriggja mánaða, svo að það litur út
fyrir að hann ætli að verða heldur en ekki stórvaxinn, þegar hann hefur
tekið út fullan þroska.
þar það sem leitað var að (hvort
sem það nú var týndur maður eða
eitthvað annað), ja þá hafi þetta
blátt áfram alls ekki verið á
svæðinu, þegar verið var að leita
þar. Þetta myndi, auk öryggisins,
spara leitarmenn til mikilla
muna, þvi að hver hundur leitar
eitt hundrað metra breitt svæði i
senn.
— Og þú ert sjálfur ákveðinn i
þvi að halda þessari starfsemi
áfram?
— Mér finrftt alveg sjálfsagt að
láta ekki hér staðar numið. Þessi
starfsemi hefur verið algerlega
óþekkt hér á landi. Við höfum
ekki haft neina reynslu við að
miða hér hjá okkur, og þess
vegna er alveg eðlilegt, að nokkr-
ir byrjunarerfiðleikar hafi gert
vart við sig, eins og alltaf verður,
þarsem svo er ástatt. En ég held,
að það hljóti að lagast, ef við sýn-
um nægilega þolinmæði og ár-
vekni.