Tíminn - 06.05.1973, Page 19

Tíminn - 06.05.1973, Page 19
Sunnudagur 6. mai 1973. TÍMINN 19 tJtgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-' arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaöaprent h.f ___________________________________________________________-J Ný sókn í byggðamólum Á nýloknum aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins var samþykkt ályktun um nýja sókn i byggðamálum, sem byggð var i öll- um aðalatriðum á tillögum frá SUF. í upphafi ályktunarinnar segir, að i byggðamálum þurfi að snúa sókn i vörn. Með tilkomu núv. rikis- stjórnar hafi verið tekið mun kröftuglegar á málefnum landsbyggðarinnar, en meira þurfi til, ef duga skuli. Sérstaka áherzlu beri þar að leggja á eftirgreind atriði: Að unnið verði að uppbyggingu og eflingu hinna ýmsu byggðarlaga á grundvelli heildar áætlunar um æskilega þróun byggðar á Is- landi fram til ársins 1985. Þessi áætlun nái jafnt til byggðaþróunar i hinum einstöku landshlutum, sem og nýtingar landsins og gæða þess i heild. Hún verði tengd áætlanagerð landshlutasamtaka sveitarfélaga og unnin i samráði við þau undir yfirstjórn Frmkvæmda- stofnunar rikisins. Að aukin verði sjálfstjórn landsbyggðar- innar og stjórnkerfi hennar eflt og einfaldað með þvi að lögskipa landshlutasamtök sveitar- félaga sem samstarfsvettvang sveitarfélaga i hver jum landshluta og tengilið milli einstakra sveitarfélaga og rikisvaldsins. Landshluta- samtökin fái aukna tekjustofna, vald og verk- efni, m.a. við áætlanagerð, atvinnuupp- byggingu og margvislega þjónsutu starfsemi. Að aukin verði fjölbreytni atvinnulifs lands- byggðarinnar, bæði með aukinni fullvinnslu og fjölbreytni i undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar og með stóreflingu iðnaðar og þjónustu um allt land. Sú iðnþróunaráætlun, sem nú er unnið að, verði m.a miðuð við að efla stórlega iðnað landsbyggðarinnar, og þá eink- um nýjan iðnað, sem reka má i smáum einingum. Að sköpuð verði betri starfsskilyrði fyrir at- vinnufyrirtæki úti á landi m.a. með jöfnuði kostnaðar vegna flutnings, jafnaðarverði á rafmagni, breytingum á gjaldskrá lands- simans til jöfnuðar, stofnun þjónustumiðstöðva fyrir atvinnulifi hvers héraðs og forgangslán- um til fyrirtækja i dreifbýli. Að húsnæðisvandræði landsbyggðarinnar verði leyst m.a. með hærri lánum til ibúðar- byggjenda þar og með sérstöku framlagi úr Byggðasjóði til húsnæðismála dreifbýlisins. Að útrýmt verði þvi alvarlega misrétti, sem i dag rikir varðandi aðstöðu til menntunar og menningarlifs eftir búsetu. Að samgöngukerfið um landið allt verði tekið til itarlegrar skoðunar, samgönguáætlanir gerðar i öllum landshlutum, bæði hvað varðar vegakerfi, flutninga á sjó og i lofti með það markmið að gera samgöngur öruggari og jafna flutningakostnað bæði milli landshluta og inn- an þeirra. Að unnið verði skipulega að dreifingu opin- berra stofnana og starfsemi þeirra um landið. Þá ákvað aðalfundurinn að kjósa fimm manna nefnd innan flokksins, er hafi það hlut- verk, að gera athuganir á fjármagnsþörf Byggðasjóðs vegna byggðarþróunaráætlana i samræmi við yfirlýsingu miðstjórnarfundarins i byggðamálum. Nefndin skili áliti sinu á flokksþingi á næsta ári. Þ.Þ Charles W. Yost, fyrrv. sendiherra Bandaríkjanna hjd S.Þ. Ferskt andrúms- loft í Moskvu Samt er enn þörf hæfilegrar varúðar Frá heimsókn Nixons Charles W. Yost, The Christi- an Science Monitor: Ferskt andrúmsloft i Moskvu. AÐ baki eru fjórir dagar i Moskvu, sem variö var að mestu I viðræður frá morgni til kvölds i öldnum húsakynn- um sovézku stofnunarinnar, sem annast athuganir á mál- efnum Bandarikjanna og samskiptum við þau. Og hvað er svo efst i huga við heim- komuna, þegar betur er að gáð? Það eru viss áhrif, sem ekki leiða til beinnar niður- stöðu, en benda eigi að siður i ákveðna átt og kunna að vera táknræn. Ahrifin öðlast ákveðnari mynd og vekja aukinn áhuga, þegar þau eru borin saman við önnuráhrif, sem minnzt er frá öðrum timum. Fyrst má nefna heimsókn sem stúdent i sumarleyfi árið 1929, þegar ferðamenn voru fágætir eins og hvitir hrafnar, en vingjarn- legir Rússar voru á hverju strái, reiðubúnir að deila með gestinum drykk, torfenginni fæðu og draumum sinum um nýtt og betra þjóðfélag. NÆST kemur för sem blaða- maður árið 1934, þegar búið var að framkvæma fyrstu fimm ára áætlunina farsæl- lega og koma á samyrkju i landbúnaði (með góðum árangri að þvi er heimamenn héldu). Þá voru Sovétmenn sannfærðir um, að byltingin væri komin yfir örðugasta hjallann og engan óraði fyrir hreinsununum eða styrjöld- inni, sem siðar skall á. Enn má minnast veru gests- ins álengdar i Potsdam árið 1945, þegar leiðtogarnir þrir efndu þar til ráðstefnu, en hver um sig stiklaði i kring um hina eins og köttur i kring um heitan graut, staðráðinn i að sigla sitt eigið strik i kalda striðinu, sem við tók. Næst komu tilbreytingalitlar þrætur nótt með degi hjá Ráði banda- manna i Vin og Sameinuðu þjóðunum i New York. Að lok- um eru svo viðræður leiðtoga árin 1967, 1971 og 1972, þegar farið er hægt og hægt að við- hafa almenna kurteisi að nýju og örla tekur aftur á vitund- inni um sameiginlega hags- muni og jafnvel einlægri, mannlegri hlýju. FUNDURINN i Moskvu um mánaðamótin marz-april var liður i viðræðum, sem sendi- nefndir Bandarikjamanna og Sovétmanna hjá Sameinuðu þjóðunum hafa komið sér saman um að efna til. Þessi fundur fjallaði um öryggismál i Evrópu og annars staðar, ásamt hlutverki Sameinuðu þjóðanna i þvi sambandi. Að loknum fundinum var birt örstutt fréttatilkynning með þessu venjulega, svip- lausa opinbera orðalagi: „Báðar viðræðunefndirnar lýstu jákvæðri framvindu yfirleitt i gagnkvæmum sam- skiptum þjóða, og sér i lagi i samskiptum Bandarikja- manna og Sovétmanna. Þær lögðu einnig höfuðáherzlu á mikilvægi aukinna og bættra samskipta þjóðanna tveggja.” ÞESSAR setningar lýsa hvorki andrúmsloftinu á fund- inum né i Moskvu yfirleitt, hvað þá þeirri merkilegu bót, sem þegar er orðin á sam- skiptum þjóðanna. Ég las fyrir skömmu yfir orðahnippingarnar i öryggis- ráðinu milli Adlai Stevenson —• sem var langt frá þvi að vera striðsæsingamaður — og Zorin sendiherra, þegar eld- flaugadeilan stóð sem hæst fyrir einum áratug aðeins. Eftir þenna lestur viröist tæp- lega hægt að trúa sinum eigin augum, þegar þeir brosa hvor við öðrum i sjónvarpinu Richard Nixon og Leonid Brezjneff. Og hið sama má segja um óþvingaðar og vin- samlegar viðræður mörg hundruð Bandarikjamanna og Rússa, sem nú sendast fram og aftur milli Moskvu og Washington. ERFITT er að verjast þeirri hugsun, að við höfum allir verið meira eða minna truflaðir á báða bóga meðan afstaða okkar var óralangt frá þvi, sem nú virðist eðlilegt og sjálfsagt. Nú þykjumst við sjá greinilega, að hagur beggja sé bundinn við takmörkun vig- búnaðar, aukin verzlunarvið- skipti, sameiginlega reynslu I umhverfismálum og geim- ferðum. Var ekki hið sama i raun og veru uppi á teningnum fyrir tiu eða tuttugu árum, þegar betur er að gáð? Vita- skuld, en skuggar ákafs skoð- anamunar og misskilnings komu i veg fyrir, að við gerð- um okkur grein fyrir þvi. Enn gætir þess jafnvel — ekki hvað sizt i Moskvu — að skammt undir yfirborði vakir óttinn um fallvaltleika og tvi- sýnu bættrar sambúöar. Þetta er ekki ósvipað þvi að ganga eftir strengdri linu með fangið fullt af ómetanlegum dýrgrip- um úr póstulini. Þetta á þó alveg sérstaklega við um þá, sem muna sjálfir, hve hrað- fara breytingin var frá samstöðu til fjandskapar á árunum 1944 til 1947. EN hvaö sem þessum ugg liður þumlungumst við báðir með öndina i hálsinum áleiðis til aukins skilnings og sam- komulags. Einkafundir verða að miklu liöi með þvi að leiða i ljós ýmiskonar snörur og fall- gryfjur, sem enn eru á leið beggja, reiðubúnar að hremma bæði andvaralausa unnendur bættrar sambúðar og óumbetranlega postula kalda striðsins. til Moskvu 1972 Einn þátttakandinn i fund- um okkar að þessu sinni vakti til dæmis á þvi athygli, hve hvor aðili um sig yrði að við- hafa mikla aðgæzlu til þess að komast hjá þvi að ofþyngja stjórnmálabyrði hins. Hann átti sérstaklega við kröfur um tilslakanir, sem krefjandan- um kunna að sýnast sann- gjarnar og jafnvel sjálfsagð- ar, en geta aftur á móti sýnzt óþolandi ágengni i aug um gagnaðilans. Vist getur verið óhjákvæmilegt að tengja eittog annað saman, en ef reynt er að tengja of mikið getur heildarþunginn sligað samkomulagsgrindina, sem búið var að reisa. BAÐUM aðilum sýnist til dæmis tvimælalaust hagur að auknum verzlunarviðskiptum. Sovétmenn þurfa á korni og aukinni tækni að halda. Bandarikjamönnum sviður aftur á móti i augum að horfa á eftir rússneskum markaöi og hráefnum i gin Evrópumanna og Japana. Þörf hvorugs aðilans er þó svo knýjandi, að hún beri uppi ótakmarkaðan þunga pólitiskra skilyrða. Einnig ber þess aö gæta, að bætt sambúð verður fallvölt ef hún er blandin grun um hefni- girni eða þvingun. Abyrgð þess aðila, sem reynir að iþyngja gangkvæmum hag af auknum viðskiptum með annarlegri kröfugerð, verður næsta þung ef sá áhlaðandi veldur stöðnun á sambúðar- bótunum. ÞEIM, sem kemur heim af fundinum i Moskvu afstöðn- um, er efst i huga ánægjan með hið hreina og ferska and- rúmsloft, sem hann fann leika um sig þar. En hann gerir sér þess jafnframt ljósa grein, að það gæti spillzt eða borizt burtu i næsta skjótri svipan. Gæta veröur fyllstu varúðar, hófsemi, nákvæmni og velvildar af beggja hálfu, ef okkur á að takast að þræða áfram þá skynsamlegu braut, sem við nú erum á, og komast hjá þvi að lenda aftur i villu feninu, sem við vorum að enda við að rifa okkur upp úr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.