Tíminn - 06.05.1973, Qupperneq 20

Tíminn - 06.05.1973, Qupperneq 20
20 TÍMINN Sunnudagur 6. mai 1973. Þórarinn l>órarinsson, fyrruin skóiastjóri á Eifium gera grein fyrir þvi, hversu mikil kolaþörfin hefur verið á bæjum? — A meðan járnbræðslan var um hönd höfð, var kolaþörfin i hámarki. Þegar hún lagðist niður, um 1400 eða þar um bil, dregur strax úr kolaþörfinni. En járnsmiðin hélt áfram, það er að segja að smiða úr þvi járni, sem flutt var til landsins, en það telst mönnum til, að hafi verið um það bil 45 tonn árlega. Hversu mikið þurfti til þessara smiða, vita menn ekki með neinni vissu, en Jónas Jónasson segir, að þurft hafi eitt kvartil af kolumtil þess að smiða islenzka grasljáinn, en aðrir heila tunnu. Annað vitum við með vissu eftir áreiðanlegum heimildum: Það þurfti að meðal- tali um það bil fjórar tunnur af kolum á hvert einasta býli á land- inu, aðeins til þess að dengja ljá- ina. Heimildarmaður að þvi er Ölafur Ölafsson, lektor i Kóngs- bergi i Noregi, en hann skrifaði um þetta greinírit Lærdómslista- félagsins árið 1787. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu, eftir sinni reynslu og athugun, að lág- markið séu fjórar tunnur á býli. Sum býlin þurfi meira, og þar á hann að sjálfsögðu við mannmörg stórbýli, en önnur aftur á móti minna, svo að þetta jafni sig upp. Það er einnig hægt að færa sönnur á þessar tölur eftir öðrum heimildum, þótt ég reki þær ekki hér. Þá er það tala býlanna. Hún er að sjálfsögðu nokkuð mismun- andi eftir árferði. Þegar Ólafur gerir sina athugun, telur hann „HELDUR EN DEYJA..." KITT AF ÞVÍ, sem viö þykjumst vita um fortifilands okkar, er, aö það liafi verifi meira vaxið skógi áður fyrr en nú er. Þó er langt frá að menn séu á einu máli um þetta, og þvi siður, að mönnuni komi alveg saman um, af hverju það stafar, að ekki er allt eins og áður var i þessu efni. Um þetta hefur verið skrafað, skrifað og deilt ,og er ekki ætlunin að rekja það hér. En einn er sá maður, sem rannsakað hefur þessa hluti, og ef til víll eftir nokkuð annarri leið, en margir aðrir. Það er Þórarinn Þórarins- son, fyrrum skólasljóri á Eiðuin. Hann var þvi sóllur heim, ekki alls fyrir löngu, og beðinn að segja lesendum Timans frá þeim athugunum, sem hann hefur gert. — Mig langar þá að spyrja þig fyrst, Þórarinn: Hvað kom þér til þess að fara að rannsaka þessa hluti? Það stafaði einfaldlega af þvi, að um þetta deildu menn, sem fólk varð að taka mark á, þótt vissulega væru öfgar á báða bóga, og þvi datt mér i hug, hvort ekki væri unnt að komast nær sannleikanum eftir öðrum leiðum en farnar hafa verið. — Hvort heldur sem menn l'óru eftir sög- um Ara fróða, eða byggðu skoö- anir sinar á þvi, sem þeir rekast á i jarðlögunum, eins og t.d.hinir ungu jarðvegsfræðingar. En niðurslöður þeirra benda einmitt til þess, að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, eins og Ari segir. Þjóðin lifði á grasinu — Þú hefur tekið heilmikið saman um þetta efni? — Já, dálitið, og það er bezt að ég lesi hér nokkra punkta úr þvi. Ef við værum um það spurð, hver af landsgæðum Islands það eru, sem þjóðin á mest að þakka það, að hún gat lifað i landi sinu fyrstu þúsund árin, þá blandast mér ekki hugur um, að svarið yrði: tslenzka grasið. Allt frá upphafi sögu sinnar voru ts- lendingar landbúnaðarþjóð, og fram undir siðustu aldamót lifðu yfir niu tiundu hlutar þjóðarinnar á landbúnaði. Búskaparhættir máttu heita óbreyttir i þessi þús- und ár, vinnubrögð og vinnutæki hin sömu og i öndverðri tslands sögu. öll lifsafkoma þjóðarinnar byggðist á þvi, að hægt væri að afla nægilegs vetrarfóðurs fyrir skepnurnar. Titt var að standa lengi við sláttinn, allt að átján stundum, segir Jónas Jónasson i bóksinni, tslenzkum þjóðháttum, og ég heyrði um það talað i ung- dæmi minu i Fljótsdal, að vinnu- mennirnir á bæ einum þar, hefðu stundum vaknað um sláttinn i fanginu á húsbóndanum við það, að hann var að færa þá i sokkana. Allar þessar fyrstu aldir var ekki nema ein leið til þess að losa grasið: Það var að slá það. Til þess voru notaðir islenzkir ein- járnungsljáir, grasljáirnir, svo- kölluðu, til aðgreiningar frá torf- ljáum og reiðingsljáum. Nægjan- legir ljáir þurftu þvi að vera til á hverjum bæ og jafnframt aðstaða til þess að dengja þá. Það var gert i smiðju, og þurfti þvi að vera smiðjunefna á hverju býli. Til 1 jáadengslunarinnar þurfti viðarkol, gerð úr birkikurli. Tvær kolahitanir þurfti til að dengja ljáinn, sú fyrri var undir sjálfa klöppunina, sú siðari undir herzl- una. Járnið, sem notað var i ljáina, var brætt úr mýrarrauða fram yfir 1400 eða um fimm alda skeið. Þegar hægðist um verzlun á 15. öld, er tekið að flytja inn járn, og leggst þá járnvinnsla niður hér á landi, smátt og smátt. Kolaþörfin var gífurleg — Er nokkur leið til þess að býlin vera tæp sex þúsund, en það er rétt eftir móðuharðindin, og er þvi alveg hægt að gera ráð fyrir þvi, að þau hafi verið á milli sex og sjö þúsund yfir allt iandið, þegar ekki lét óvenjulega illa i ári. Við skulum halda okkur við lægri töluna, sex þúsund býli. Ef nú hvert býli hefur þurft fjórar tunnur af kolum árlega, er ekki mikill vandi að sjá, að það eru að minnsta kosti tuttugu og fjögur þúsund tunnur af kolum, sem þurft hefur á öllu landinu, ár hvert. — En er hægt að vita, hve mik- inn skóg þurfti i þessar 24 þúsund kolatunnur? — Já. Það er hægt að komast mjög nærri þvi með þeim einfalda hætti að mæla kolagrafirnar. Jónas frá Hrafnagili og reyndar fleiri heimildarmenn segja, að þrjár til fimm kolatunnur hafi komið úr hverri gröf. Viðurinn var kurlaður niður i um það bil sentimetra búta, sem siðan var raðað i grafirnar. Þegar þetta var höggvið, þeyttust kurlin i allar áttir, og gat stundum orðið erfitt að koma öllum kurlum til grafar — eins og það er enn þann dag i dag, þótt i annarri merkingu sé. Úr fslenzkum birkiskógi Frá Vaglaskógi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.