Tíminn - 06.05.1973, Page 30

Tíminn - 06.05.1973, Page 30
ViVAUXl CTPÍ stun .<• TÍMINN Sunnudagur 6. mai 1973. „Heiftursgestur” mynd, sem nemendur i Kiev skóla tóku af Gagarin Þann 12. aprii 1961 frétti heimur- inn meö sannkölluöum geim- hraöa, aö hafin væri fyrsta mann- aöa geimferö i sögunni, sem stóö i 108 minútur. Allmikii áherzla var á þaö lögö, aö Rússar heföu veriö fyrstir til aö taka þetta djarfa stökk. Timaritiö Newsweek skrif- aöi t.d.: Sagnfræöingar munu telja 12. april 1961 upphaf þess tima, er maöurinn hefur aö leggja undir sig geiminn. Þennan dag tók rússneskur piltur, Júri Gagarin, undir sig sigursælt stökk út i geiminn, þaö fyrsta i sögunni. Þessum timamótaviö- buröi veröur ekki gleymt.” Og New York Times tók I sama streng: „Hvert sem leið könnuða framtíðarinnar liggur, hvað sem þeir kunna að finna i köldum viðernum geimsins munu þeir alltaf muna oröin VOSTOK og majúr Júri Alexéevits GAGA- RIN.” Athugasemdir og upplýsingar i þessum dúr streymdu að úr fjöl- mörgum löndum með öllum fjöl- miðlum allt frá fyrstu minútu flugs Gagarins. Ósjaldan var hann kallaður Kólumbus heims- ins. En Kólumbús þessi, þ.e.a.s. Gagarin þurfti aö sinna sínum störfum og senda reglulega til jarðar tilkynningar um gang geimflugsins. Og rödd Júris var róleg og æsingalaus, er hann sagði: „Allt gengur eðlilega.” Auðvitað gátum við — og við eigum þá við fulltrúa allra þjóða hins mikla Sovét-Rússlands — ekki annað en verið stoltir yfir þvi að einmitt landi okkar sýndi þvi- lika stillingu og karlmennsku við aðstæður, sem að líkindum voru ekki alltof auðveldar. En Júri Gagarin kynntist ófá- um erfiöleikum á ævinni, en eins og kunnugt er, heröa erfiðleikar hvern þann mann, sem frá ungum aldri elur upp i sér nauðsynlega eginleika, eins og þrautseigju og sigurvilja. Hann var fæddur i sveitaþorpi i Smolensk-héraði ár- ið 1934. Faðir hans annaðist heimilið, þvi auk Júris, sem var elztur átti hún tvo syni aðra og dóttur. Einni ástríðu var hann haldinn Júri fékk snemma svo um mun- aöi áhuga á geimferðum og flugi. Um þetta skrifaði hann sjálfur i bókinni „Leiðin út i geiminn”,, sem hann lauk þvi miöur ekki við. Það sama lesum við i endurminn- ingum bróður hans Valentins. En um leið er á það lögö áherzla, að Júri lét engan vita af þessum draumi sinum, þótt hann undir niðri byggi sig alltaf undir að láta hann rætast. Hann vildi t.d. sem ‘ fyrst öðlast tæknimenntun og lauk þvi iðnskólanámi og tækni- skóla. A ytra borði leit allt öðru visi út. Júri hélt þvi fram, að hann mundi feta i fótspor afa sins, sem var málmbræöslumaður i pútilof- verksmiðjunum (nú Kirov-verk- smiðjunum) i Leningrad. Faðir hans var lika ánægður — i verk- smiðjunum þótti Júri ágætur verkmaður, þegar hann var við starfsþjálfun, sem bræðslu- maður. Þegar hann svo hóf nám við tækniskólann i Saratof (við Volgu) leit það mjög eðlilega út sem framhald á þvi iðnnámi, sem hann hafði byrjað á. Og samt hlaut hann að segja föður sinum, að hann hefði ákveð- iö að gerast flugmaður — „hjá þvi verður ekki komizt”. Hann var tekinn i flugherskóla án inntöku- prófa, þar eð hann lauk námi við tækniskólann með ágætum og hafði veriö iðinn i flugklúbbnum á staðnum. Þetta var árið 1953, þegar Júri var 19 ára gamall. Og persónulegt lif hans? Ein- hverju sinni kom hann i leyfi til foreldra sinna og virtist óvenju- lega viöutan og hugsi. Enda kom það á daginn, að hann var ást- fanginn fyrir alvöru. Þetta lét hann fyrstuppi við móöur sina, en milli þeirra var jafnan góður trúnaöur og vinfengi. Júri var þá 23 ára. Stúlkan hét Valja, vann við simagæzlu i Gzjatsk og lærði um leið i hjúkrunarskóla. Móðir hans var bliðlynd, en boð hennar voru ströng: „Láttu þetta endast alla ævi sonur sæll.” Sambúö þeirra feðga var einnig góð, en faðir Júris vildi hafa á öllu röð og reglu. Þegar brúðkaup var haldið með rússneskri rausnar- hefö og allir seztir við hátiðaborð, sneri faöir hans sér allt i einu að ungu brúðhjónunum og spurði, hvort þau hefðu ekki gleymt að koma við á giftingaskrifstofunni. Viðstaddir ráku upp hlátur, en Júri vissi að það dugöi ekki og rétti snarlega fram giftingarvott- orð og svo spáný skilriki orustu- flugmanns. Faðir hans las þetta upp hátt og skýrt, m.a. að J. Gagarin hefði lokið öllum grein- um með ágætum vitnisburði, hefði ánægju af að fljúga, flygi djarflega og örugglega. Svo tók við þjónusta i flugsveitum i harðbýlum norðurhéruðum, sem jafnframt reyndist góður undir- búningur fyrir flóknari störf. En þegar hann var tekinn i flokk væntanlegra geimfara til- kynnti hann foreldrum sinum að hann heföi verið fluttur á nýjan staö. Þar lagðist hann inn á spitala nokkrum sinnum og móðir hans spurði, hvort hann hefði veikzt. Nei, svaraði Júri, ég þarf bara að ganga undir rannsókn. Vorið 1961, áður en Vostok-l flaug af stað, tilkynnti hann: „Ég þarf að fara i ferðalag aö ljúka vissum erindum”. „Er það langt, sonur sæll?” spurði móöir hans. „,Já, það er mjög langt. Þang- aö hefur enginn maður enn far- ið.” Tsiolkovski breytti öllu Eins og margir unglingar hafði Júri gaman af visindaskáldsög- um, þegar hann var i skóla. En einn af kennurum hans, Kovaljof, ráðlagði Júri að lesa nokkrar fremur sjaldgæfar bækur, bein- linis um geimflug. Einna fyrst kynntist hann bók N. Kibaltstitsj, frá siðasta hluta 19. aldar, en hann gerir grein fyrir hugmynd sinni að fyrsta stýrða eldflaugar- skipinu. En geimflaugahugmyndir voru lagðar fram á ný og á enn glæsi- legri hátt i verkum hins snjalla visindamanns Konstantins Tsiol- kovski, (1857-1935). Og ungur las Gagarin þau af miklu kappi. Hann skildi fyrst og fremst, að Tsiolkovski hafði gert sanna bylt- ingu að þvi er varðar afstöðu mannkynsins til geimsins. Það var hann, sem fyrstur færði rök fyrir þvi, að geimurinn er beinlin- is starfsvettvangur mannsins, og að framtið mannkynsins getur verið þvi háð, að það takist að ná stjórn á honum. Þegar árið 1897 lagði Tsiol- kovski fram tillögu um margra þrepa geimskip, sem notaði fljót- andi eldsneyti. Hann kom ekki aðeins fyrstur manna fram með kenningu um hreyfingu slikra eldflauga, heldur lýsti allýtarl. öllum helztu hlutum og búnaði geimskipa og þegar i byrjun aldarinnar lýsti hann lokuðum búningum til notkunar i mikilli hæð. Fyrsta mai 1935 sagði Tsiolkovski I ávarpi sinu til sovézku þjóöarinnar: „Ég trúi þvi, aö margir ykkar veröi vitni að fyrstu feröinni út fyrir and- rúmsloftið”. Tsiolkovski lýsti verkefnum eins og aö smiða ýmislegar geim- stöðvar á svæöinu umhverfis jörðu og innan sólkerfisins — allt frá litlum stöðvum á braut um- hverfis jörðu til geimborga, sem teygðu sig eins og perlufesti um margra kilómetra leið. Jafnvel i dag er erfitt að gera sér slikar borgir i hugarlund. Júri Gagarin hefur játað, að lestur bóka Tsiolkovski hafi þeg- ar i bernsku „breytt sér öllum”. Hann ákvað, að hann skyldi ger- ast geimfari. Þeim mún fremur, sem hann lifði á timum, þegar tekið var að gefa mikinn gaum að landnámi i geimnum og væntan- legra landnema biðu hin ágætustu skilyrði til skapandi starfs. Júri gat ekki fremur en svo margir landar hans, annað en furðað sig á ferli Tsiolkovski, sem starfaði áratugum saman mikið og vel i þágu lands sins sona þess við hinn mesta skort og erfið- leika.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.