Tíminn - 06.05.1973, Page 31

Tíminn - 06.05.1973, Page 31
Sunnudagur 6. mai 1973. TÍMINN 31 Hann fæddist árið 1857 og var faðir hans skógarvöröur skammt frá Moskvu. Skarlatsótt svipti hann nær allri heyrn þegar i bernsku og þvi varð hann að læra upp á eigin spýtur. 22 ára gamall tók hann kennarapróf utanskóla. Um tólf ára skeið kenndi hann viö sveitaskóla, en frá 1892 kenndi hann eðlis- og stærðfræði við prestaskóla i Kalúga. Jafnframt vann hann að smiði flugtækja, þyngri en andrúmsloftið, eins og við höfum þegar sagt frá. En allar þessar hugmyndir voru litils virtar. Fram til byltingarinnar fékk Tsiolkovski ekki neina styrki til starfs sins, heldur var gert litið úr honum með þvi að kalla hann „draumóramanninn i Kalúga”, „ofvitann” og þar fram eftir götunum. Vegurinn til stjarnanna lagður. Hlutverk Koroljofs A þriðja og f jórða áratug aldar- innar komu fram ýmis verk, sem byggð voru á hugmyndum Tsiol- kovskisum smiði eldflaugaskipa — i Sovétrikjunum (M. Tikhoravof, J. Kondratjúk) i Bandarikjunum (R. Goddard), i Frakklandi (R. Enno, Peltri) og Þýzkalandi (G. Obert). En upp- haf raunhæfra framkvæmda var að öllu leyti ákvarðað af starfi hins mikilhæfa sovézka visinda- manns og skipuleggjenda geim- ferða, Sergeis Koroljofs, (1906- 1966). S. Koroljof setti sér það mark að koma mannkyninu út i geim- inn eftir þeim leiðum, sem Tsiol- kovski hafði bent á. Þegar á fjórða áratugnum vann hann i samræmi við þá möguleika, sem þá voru til, að flugi manns á eld- flaugaskipi af einföldustu gerð. Koroljof gerði fyrsta eldflauga- farkostinn með vökvahreyfli, RP- 318-1, sem tilraunaflugmaðurinn V. Fjodorof flaug á með ágætum árangri 28. febrúar 1940. Það var úr samhæfingu tveggja stefna — notkunar eldflauga- hreyfla i flugvélasmiði og smiðar öflugra eldflauga, að fyrsta geim- skip i heimi „Vostok” varð til. Rannsóknarst. Koroljofs vann að áætlun um geimferðir til langs tima. Frá upphafi var mestur gaumur gefinn að flugi mannsins út i geiminn — eða að þeim horn- steini geimferða að koma á braut miklum nytsömum þunga. Um leið var þess gætt að vinna að gerð geimtækja til margvislegra nota og þá stjórnhæfra gervi- hnatta. Þegar svo var komið, var i stórum dráttum búið að ganga frá burðareldflauginni. Sovézkar geimrannsóknir voru i örum vexti. Júri Gagarin var mjög heppinn eins og sagt er — einmitt Koroljof var yfirsmiður Vostok. Ollum verðandi geimförum likaði einkar vel viö hann — gáfaðan mann og viljasterkan, i senn kröfuharðan og tillitssaman. Koroljof og verk- fræðingahópur hans höfðu hug- ann mest við öryggi og þægindi geimfara og endurbættu skipið án afláts. A siðasta áratugnum fékk yfirsmiðurinn Gagarin, Titov, Nikolaéf og fleiri geimfara til beinnar þátttöku, sagði við þá: „verið þið húsbændur á geim- skipinu, kynnið ykkur það, komið með ykkar tillögur — það eruð þið, sem eigið að fljúga þvi.” Þann 12. april 1961 flutti Vostok -1J. Gagarin út i geiminn. Þannig uppfylltu Koroljof og hjálpar- menn hans eftir griðarmikið starf i 32 ár, loforð, sem hann gaf Tsiol- kovski, er þeir hittust i Kaluga árið 1929 — um að opna mönnum leiðina út i geiminn. Daginn áður en flogið var Að sögn Kamanins flughers- höfðingja var það endanlega ákveðiö 9. april, að einmitt Gaga- rin flygi fyrstur. En fram til þess höfðu þeir Titov báðir æft á geim- ferðastöðinni Bækomúr — eink- um þá lendingu, meðferð bún- ingsins og stöðu geimfarans, er honum yrði skotið út úr geimfar- inu. Sérfræðingar töldu, að prófanir, sem gerðar voru með brúðum i marz sýndu, að öll sjálf- virk kerfi, svo og fallhlifarkerfi og búningar störfuðu ágætlega. Um leið fylgdust þeir Kamanin og Koroljof stöðugt með Gagarin. Þeir viðurkenndu, að hann reynd- ist prýðilega: rólyndi, sjálfs- Siöasti un'dirbúningur fyrir fyrstu geimferö Gagarins traust, þekking. Þann 10. april skipaði sérstök rikisnefnd Júri Gagarin fyrstan geimfara, en Herman Titov varamann hans — en hann hafði einnig staðið sig með ágætum, og múndi ekki veita af að hann færi i næstu ferð, sem skyldi vera lengri en sú fyrsta. Allir geimfarar, segir i endur- minningum Titovs, óskuðu Júri til hamingju, sannfærðir um að hann mundi ekki einungis standast prófið með sóma, heldur að hann væri bezt fallinn til fyrstu geim- ferðarinnar. Klukkan 5 að morgni hins 11. april, skrifar Kamanin, var eld- flauginni komið fyrir á sinum stað. Geimskipið og eldflaugin voru þaulprófuð. Sama dag voru öll þau tæki fest á Júri, sem áttu að skýra frá liðan hans i ferðinni og stóð sú tilraun frá kl. 12 til 13.20, og hafði ekki hin minnstu áhrif á liðan hans. Um kvöldið fóru þeir Titov að sofa kl. 10 og sváfu enn, er þeir voru vaktir um hálfsexleytið þann 12. april. Vostok fór á loft kl. 9.07, en Gagarin var kominn á sinn stað i geimskipinu tveim stundum fyrr. Kamanin segir, að undirbúningur hafi ekki verið nógu vel skipu- lagður — það tók meira en klukkustund að loka geimfarinu og taka frá uppsetningarpallana. Nokkrum sekúndum fyrir flug- tak svarar Júri siðustu skipuninni með rólegri röddu: „Af stað”. Að 15 minútum liðnum var geimskipið komið á braut. Gaga- rin þoldi vel flugaðstæður og var i góðu skapi: „Allt eins og það á að vera með þyngdarleysið, öll tæki vinna vel”. Þegar hann flaug yfir Ameriku sagði hann, að hann sæi yfir sjóndeildarhringinn mjög lik- an þvi, sem Tsiolkovski hefði lýst honum. Eins og mjög fallegan geislabaug. Titov skýrir frá þvi að hemla- kerfin hafi staðið sig vel, þegar komið var að þvi að lækka flugið og lenda, en það var flóknasti hluti ferðarinnar. Vostok lenti kl. 10.35 i Kazahkstan. Sagan hermir, heldur hann áfram, að þegar menn Magellans komu heim úr fyrstu ferðinni um- hverfis hnöttinn eftir þriggja ára útivist, þá hafi verið sleginn pen- ingur með áletruninni: „Þú fórst fyrstur umhverfis mig”. 61sta ráðstefna Alþjóðlegu flugmála- samtakanna hefur stofnað til heiðurspeninga úr gulli, sem ber nafn Gagarins. A hann er letrað: „Fyrsta flug mannsins út i geim- inn, 12/4 1961.” Alloft siðan hafa félagar minir, segir Titov að lokum, haldið á eft- ir eldflaug Gagarins út i geiminn til nýrra sigra. Og allt varð þetta mögulegt aðeins að lokinni hinni fyrstu ferð, ferð Gagarins. Bandariski geimfarinn Frank Bormann heimsótti Sovétrikin og dvaldi um skeið i „Stjörnuborg” sovézkra geimfara skammt frá Framhald á bls 39 Ný reglugerð um greiðslur orlofsfjár gildir frá 1. maí 1973. Launagreiðandi á nú að greiða 81/3% af launum á næstu póststöð innan 3ja virkra daga frá því að hann borgar laun. Um leið hætta allar greiðslur á orlofs- fé með orlofsmerkjum. GreiSslunni skal fylgja skilagrein á sérstöku eyðublaði eða afrit launaseðils, sem Póstur og sími gefur út. Gætið þess sérstaklega að nafnnúmer séu rétt. Um leið og laun eru greidd, á launþegi að fá launaseðil sem sýnir upphæð launa og orlofsfjár. Launþegar fá reikningsyfirlit á 3ja mánaða fresti frá Pósti og síma. Það sýnir hve mikið orlofsfé hefur verið móttekið þeirra vegna. Geyma þarf launaseðlana til að geta séð hvort rétt upphæð hefur verið greidd inn á orlofsreikninginn. Við lok orlofsárs fær laun- þegi senda ávísun á orlofsfé sitt. Eyðublöð fást á póststöðvum og eru þar veittar nánari upplýsingar. POSTUR OG SIMI Póstgíróstofan

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.