Tíminn - 20.05.1973, Síða 2

Tíminn - 20.05.1973, Síða 2
stærsti ís Grænland klumpur heims Þaö var Eirikur rauöi, sem fyrir tæpum þúsund árum fann stærsta isklump i heimi — eöa réttara sagt eyju. Hún varsem sé grafin undir ís og snjó. Þar sem Eiríkur gekk á land, voru þó grænir dalir, fullir af lifi. Þess vegna kallaði hann eyjuna Grænland. Ásamt einum fimm hundr- uö islendingum settist hann þar aö. Nokkrum öldum siðar hurfu þessir norrænu menn á dularfullan hátt úr Ijósi sögunnar. Nú eru slóð- ir þeirra rannsakaöar i von um , aö skýringin finn- ist.... FLESTIR ímynda sér Grænland sem risavaxinn isklump langt i norðvestri. Að visu er það rétt. svo langt sem það nær, en sem betur fer er náttúran öllu fjöl- breyttari þar. Grænland tekur yf- ir 23 breiddargráður, frá 83. i norðri, þar sem heitir Morris Jesuphöfði, suður af Hvarfi. sem er við 60. gráðu, á móts við Osló. Það er vitað, að Golfstraumur- inn heldur lifi i okkur hér á Is- landi. Grænland nýtur hans hins vegar ekki, svo þá er litið gagn að öllum breiddargráðunum, þar sem aðeins mjög litill hluti lands- ins er ekki þakinn is. Litill hluti er að visu teygjan- legt hugtak, einkum þegar um Grænland er að ræða, þvi það er svo óskaplega stór eyja. Reiknað hefur veriö út, að ef allur Græn- landsisinn bráðnaði, myndu heimshöfin hækka um 7 metra. En það er vist engin hætta á,að slikt gerist i bráð. >egar Grænland er nefnt. verð- ur manni ósjálfrátt hugsað til heimskautafaranna. Friðþjófur Nansen fór þvert vfir landið á sin- um tima. Þarna eru lika isbirnir, selir og eskimóar, sem lifa eins og i útjaðri heimsins. Auk þessara séreinkenna á Grænlandi er eitt enn: Kuldi, brunakuldi Aðeins i syðstu þorpunum fer meðaihitinn á ár- inu svolitið upp fyrir frostmarkiö . t höfuðstaðnum. Góðvon, sem er alllangt i suðri, er ársmeðalhitinn tveggja stiga frost. Þrátt fyrir þetta er landið iðandi af lifi, þar eru runnar, tré, fuglar og dýr, Um 400 tegundir jurta hafa fundizt á Grænlandi, þar á meðal ber jategundir. Atta tegundir landdýra lifa þar: Hreindýr, vis- undar, læmingi, tvær héra- tegundir. hrevsiköttur, refur og úlfur, en telji maður isbjörninn með, eru þær niu. Hann fær að visu næringu sina einkum úr haf- inu. Fuglategundir eru á að gizka 170, þar af 23 staðfuglar. 1 sjónum eru 6 selategundir, 16 hvaltegund- ir og að minnsta kosti 100 tegund- ir fiska. Miklar andstæöur Norður- og Mið-Grænland eru norðan heimskautsbaugsins, svo þar er ekki mikið af sólinni að segja og heimskautaloftslagið ræður öllu. Að visu tekst sumar- sólinni að laða fram nokkrar gróðurtegundir úr hálffrosinni jörðinni. Sólin er hærra á lofti yfir S-Grænlandi/Og þar er aldrei al- gjört myrkur. Grænland er fjallaland og þar eru sterkar andstæður i loftslagi og iandslagi. Einkum á það við um suðurhluta vesturstrandar- innar. Þó að sumarsólin sé heit þar, dreg'ur isinn úr hitanum, svo og hafið, sem sjaldan er heitara en 0 gráður. Austur-Grænlandsstraumurinn ber kældan sjó og borgarisjaka suöur með austurströndinni. fyrir Hvarf og áfram norður með vesturströndinni. Sundir. og mynni hinna mörgu fjarða og a 11- ur tjóinn við bæinn Júliönuvon, eru oft þakin rekís, sem liggur þéttur og ófær langtimum saman, þannig að illmögulegt er að kom- ast sjóleiðina, oft ómögulegt. Strendurnar bera merki kuld- ans og sjávargangsins. Klappirn- ar eru berar, eða gronar gisnum mosa. Þegar dregur inn með fjörðunum, eykst gróðurinn. Það er eins og að koma úr köldum heimi, þar sem allt er grátt, hvitt eða brúnt, inn i heim sólarinnar og lifsins, Þar er fólkið sólbrúnt og gras og runnar skreyta landið i öllum hugsanlegum grænum lit- um. Eiríkur rauði Sennilega hefur það verið i heimsókn i einum slikum firði, sem islenzki bóndinn og sæfarinn Eirikur rauði skirði landið Græn- land. Hann var fæddur i Noregi um 950, en fluttist ungur til ls- lands. Hann framdi morð og var dæmdur friðlaus i þrjú ár. Ein- hver hafði sagt honum að ve*Fan við tsland væri land. Hann sigldi af stað og kom að landi á vestur- ströndinni og kannaði umhverfið. Þá sneri hann til baka og skipu- lagði mannflutninga og stofnun nýlendu á Grænlandi. Hann settist að i Brattahlið i Ei- riksfirði og var lögsögumaður ný- lendunnar og leiðtogi allt til dánardags. Það var sonur hans, Leifur heppni, sem seinna fann Vinland, eða Ameriku. Kyrstu norrænu mennirnir sáu ekki Eskimóa. en merki sýna, að þeir voru þar löngu áður. Rústir við Sandvik. Þarna bjuggu frændur okkar i eina tlð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.