Tíminn - 20.05.1973, Page 4

Tíminn - 20.05.1973, Page 4
4 TÍMINN Sunnudagur 20. mai 1973 s Kópernikus og AAoliere í Póllandi Ariö 1973 helur veriö tileinkað Kopernikusi og einnig hefur það verið nefnt Ár Moliéres, en 300 ár voru liðin frá dauða hans, 17. febrúar síðast liðinn. Þessi mikli franski snillingur lézt eftir að hal'a samið imyndunar- veikina, sem sýnd hefur verið hér á landi ótalsinnum, eins og liklegast i flestum löndum, þar sem á annað borð er eitthvað um leikstarfsemi. Moliére lék aðalhlutverkið i Imyndunar- veikinni. 1 tilefni af Moliéres-árinu efndi pólska leikhúsið i Varsjá til sýninga á Tartufe, i nýrri þýðingu Jerzy Adamski og var Helmut Kajzar stjórnandi, en sá sem gerði leik- tjöld heitir Daniel Mroz. Hér á myndinni er leikkonan Anna Nehrebecka, sem fór með hlut- verk Elviru. Hermannaskortur í Frakklandi Mikil vöntun er á hæfum og vel þjálfuðum mönnum i franska herinn. Er hér um að ræða ☆ Söngvari gerist bakari Danski söngvarinn Gert Kruuse leitaði i klæðaskápnum sinum að bakarabúningnum, sem hann notaöi daglega þar til hann gerðist söngvari og hætti við bakaraiðnina. Hann hafði nefni- lega verið fenginn til þess að baka smákökur á sýningunni Matur og gestir, sem nýlega stóð yfir i Vestur-Jótlandi. Ekki er ósennilegt, að fólk hafi haft töluvert miklu meiri áhuga á bakstrinum vegna þess að bakarinn var þekktur söngvari heldur en hefði hann aðeins ver- ið einhver venjulegur bakari. menn, sem kunna að fara með hin flóknu og margislegu vopn, og tæki, sem nú eru i notkun i herjum stórþjóðanna. Hafa nú verið gerðar sérstakar ráð- stafanir til þess að herinn fái slika menn i þjónustu sina. Fyrsta ráðsiöfunin, sem rikis- stjórnin heimilaði að gerð yrði var að ekki væri þörf á þvi lengur, að fresta innköllun manna i herinn, sem ættu stutt eftir af háskólanámi sinu. Hefur þessi ákvörðun orðið til þess að stúdentar hafa mótmælt harð- lega undanfarnar vikur. Þá var ákveðið, að gefa mönnum kost á að hækka i tign fljótar en verið hafði. Þannig verða 5300 óbreyttir hermenn gerðir að liðþjálfum, eða einhverju heldur meira á þessu ári i stað 4200 siðasta ár. Einnig hefur verið leitazt við, að gera her- störfin eftirsóknarverðari, svo að fleiri vilji halda áfram eftir skylduáriö, og er það gert með þvi að gefa mönnum kost á þvi að verða liðþjálfar strax eftir fyrsta árið i hernum, og mun sú aukning nema um 40%. ☆ DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.