Tíminn - 20.05.1973, Síða 6
PRJÓNA-
STOFA
BORGAR-
NESS HF.
Litazt um í
Prjónastofu
Borgarness, þar
sem unnið er 20
tíma d dag tii
að anna
eftirspurninni
Hrjónastofa Borgarness hf, er framúrskarandi snyrtilegt iönfyrirtæki. NeOan götunnar er jarOhæö, þar
sem prjóna vclar, þvotta vélar og pressur, og aörar efnisvinnsluvélar eru starfræktar. Sniö, saumaskap-
ur og pökkun fer fram á efri hæöinni.
Prjónastofan í Borgarnesi selur
96% framleiðslunnar úr landi
Borgarnes hefur tals-
verða sérstöðu, ef borið er
saman við önnur sjávar-
þorp við Faxaflóa, því þar
erengin útgerð, til að halda
uppi daglaunavinnu, engar
loðnufabrikkur, eða fiskhús
af neinu tagi, þótt smá-
vægileg fiskvinnsla hafi nú
aftur byrjað, til að nýta hið
fullkomna sláturhús kaup-
félagsins. Borgnesingar
hafa því orðið að gripa til
annarra úrræða, til að afla
sér lífsviðurværis. Stór
hluti verkfærra manna hef-
ur vinnu við umfangsmikla
verzlun og flutninga og
iðnaður hefur náð tals-
verðri fótfestu. Iðnfyrir-
tæki Borgnesinga eru sum
tiltölulega ný af nálinni, en
hafa samt náð umtalsverð-
um árangri, enda þótt þau
séu fyrst og fremst stofnuð
til að halda uppi vinnu, en
ekki af augljósri hagnaðar-
von, eins og oftast liggur til
grundvallar, þegar stofnað
er til fyrirtækja.
Sigurður Fjeldstef framkvæmdastjóri (dökkklæddur) og Gisli V. Halldórsson verksmiöjustjóri. Undir
þeirra stjórn hefur prjónastofan komizt á öruggan grundvöll.