Tíminn - 20.05.1973, Síða 17
Sunnudagur 20. mai 1973
TÍMINN
17
Mörg börn eru uppáfinningasöm 0g seint veröur hægt að koma i
veg fyrir aö þau verði fyrir slysum. Þeim mun meiri ástæöa er til
aðgæzlu þar sem henni veröur auðveldlega viö komiö.
EYÐIR
RAFMAGNI
ÚR TAUI
GERIR
ÞVOTTINN
DÚNMJÚKAN
\
lyf jaáti barna af völdum aspirins.
bað er ótrúlegt hvað margir
krakkar deyja þar á hverju ári af
þessum sökum. Kannski veldur
þar nokkru um,að þar er á boð-
stólum sérstakt barnaaspirin
með bragðgóðri sykurhúð.
Aspirin er litið notað hér á
landi. Magnyl er algengara en i
báðum lyfjunum eru salicylsýrur
og eitrun af þeirra völdum er
ákaflega hættuleg. Almenningur
virðist ekki nota magnyl hér i
óhófi handa börnum. Óhætt er að
gefa t.d. 2-3 ára börnum 1/2 töflu
af magnyl við verkjum, sem eru
af augljósum uppruna, en
nátturulega ekki t.d. við maga-
verk, sem gæti orsakast af
sprungnum botnlanga. Raunar
eru til stikkpillur, sem eru betur
við hæfi barna en magnyl.
Þá halda flestir að vitamin séu
saklaus. En það eru þau ekki öll
sé þeirra neytt i óhófi. Of mikið
magn af D og A vitamini er
hættulegt. Ofneyzla D vitamins
geturvaldið nýrnaskemmdum og
orðið banvæn og A vitaminið
getur einnig valdið eitrunum.
Sterkar vitaminmixtúrur eru
nú i tizku en þær eru einmitt
hættulegar sé þeirra neytt i of
miklum mæli og þær þarf að
geyma á öruggum stað eins og
þau efni sem áður er minnzt á. En
þvi ekki að nota frekar okkar
góða gamla lýsi: þorskalýsi eða
þá ufsa- eða lúðulýsi en þá i
minna magni.
Þau boröa jafnvel
„Pilluna" og plastkubba
Eitt er það enn, sem titt er að
börn komist i, nefnilega „pillan”.
Astæða er til að vara mjög við aö
hafa hana á glámbekk. Við
verðum oft varir við eitur-
verkanir af þvi að börn hafa
gleypt stóran skammt af
„pillunni” og ef þau komast i
hana dag eftir dag getur það
valdið truflunum á hormóna-
starfsemi.
eru
Töflurnar
hættulegar
Nú en það er fleira en lyf og
hættuleg efni, sem .börn gleypa.
Þau innbyrða plastkubba og
troða þeim upp i vit sin. Við fáum
ósjaldan börn, sem þetta hefur
komið fyrir. Og það er verra að
eiga við plastið en t.d. málmhluti
að þeir sjást eki á röntgenmynd
„Hnífar og skæri eru ekki
barnameðfæri." Nú ætti
orðtækið kannski fremur að
snúast um pillur og eiturefni,
sem eru helztu slysavaldarnir
hjá ungum börnum.
af innyflum barnanna og þvi oft
erfitt að finna þá. Sumir leik-
fangaframleiðendur eru nú farnir
að setja málmagnir i plastleik-
föng i öryggisskyni, en mér er
satt að segja ekki kunnugt um
hvort það er gert við islenzk leik-
föng.
Fyrst minnzt er á plast er rétt
að geta þess, að talsvert hefur
borið á þvi erlendis að börn hafa
sett plastpoka yfir höfuðið á sér
og kafnað. Sem betur fer veit ég
ekki eitt einasta dæmi þess hér,
en ástæða er til að gæta varúðar i
þessu efni sem öðrum þar sem
plastpokarúllur eru hér yfirleitt
ógataðar og hættan er fyrir
hendi.
Brunaslys eru sömuleiðis fátið
hér miðað við annarsstaðar.
Alegngust eru smávægileg
brunaslys t.d. á fingrum. Ég get
ekki neitað þvi að mér hefur alltaf
fundizt hraðsuðukatlar dálitið
grallaraleg tæki en sem betur fer
kemur sjaldan fyrir að börn
steypi yfir sig úr þeim.
Nokkuð er um rafmagnsslys.
Börn pota virum eða öðru i inn-
stungur. Og slys af sprengingum
koma einnig fyrir, og þá einkum
stálpuð börn.
Allt þetta þarf að varast eftir
getu, og eins að börn hafi aðgang
að alls konar tækjum og vélum,
svo sem hakkavélum, og einnig
beittum hnifum.
Ljós punktur
Nú og loks er enn einn flokkur
slysa á börnum, sem við verðum
óþyrmilega varir við. — Það eru
umferðarslysin. Það eru einkum
stærri börnin, sem i þeim lenda
og náttúrlega einnig fullorðnir.
Slysin verða sifellt alvarlegri.
Þeim fjölgar kannski ekki svo
mjög en meira er um að fólk biði
alvarlegt likamstjón. Orsök þessa
er ugglaust að ökuhraðinn hefur
aukizt mjög og tilkoma hrað-
brauta, þar sem hroðaleg slys
hafa orðið á undanförnum árum.
Eini ljósi punkturinn i þessu um-
ferðarfargi okkar öllu saman er
að slysum á litlum börnum hefur
fækkað á siðustu árum, enda er
ekki eins mikið um þa’b og var að
fárra ára gömul börn séu að leik
á götunum. Það er gleðilegt, að
fólk skuli loks hafa lært hvilik fá-
sinna það er að velja þeim slikan
leikvöll.
SJ
Ymsar málningarvörur og önnur eitruð efni eru börnum ekki siður
hættuleg en lyf. Og þau virðast ekki láta það aftra sér að neyta þeirra
þótt bragðið sé vont.