Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 20. mai 1973 Menn oo málofni r'-. fife Verðlagning landbúnaðarvara 1 sérstöku landbúnaðarblaöi, sem fylgdi Timanum fyrra laugardag, birtust viðtöl við þá Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráöherra og Jónas Jóns- son, aöstoöarmann landbúnaðar- ráðherra, um gang og þróun land- búnaðarmála, þaö sem af er kjör- timabilinu. Rétt þykir aö rifja hér upp nokkur atriði, sem þar komu fram. Fyrst skal vikið að verðlagn- ingu landbúnaöarvara, sem ræð- ur hvað mestu um afkomu bænda. Um það efni sagöi landbúnaöar- ráðherra: „Haustið 1971 varö samkomu- lag um framreikning á verölags- grundvelli landbúnaðarafurða. Þá fengust leiöréttingar á verð- laginu, bæði vegna fóðurbætis- hækkunar haustið 1970 og hækk- unar á áburöarveröi voriö 1971, en vegna verðstöðvunar fyrrv. rikisstjórnar haföi þetta ekki fengizt inn i verölagið fyrr. Siöan hinir almennu kaup- gjalds- og kjarasamningar voru gerðir i desemberbyrjun árið 1971, hafa bændur fengið sam- svarandi bætur á launalið verð- lagsgrundvallarins og við- miöunarstéttirnar hafa fengið á sinum kjörum. Vinnutimastyttingin og orlofs- lengingin voru reiknaðar bænd- um til verðs i hækkun á iaunaliö þeirra, i grundvellinum, þar sem þaö var viðurkennt, aö bændur gætu ekki stytt vinnutima sinn. Beinar kauphækkanir til verkafólks hafa allar verið reiknaöar inn i verðlagsgrund- völlinn sem hækkun á launalið hans. Frá 1. september 1971 til 1. september 1972 hækkaði launaliö- ur verölagsgrundvallarins um 41,1%, og er þetta sambærilegt við hækkun timakaups, t.d. i al- mennri fiskvinnu. Heildarhækkun verölagsgrundvallarins frá hausti 1971 til hausts 1972 var 24,5%. Siðan hefur verðlags- grundvöllur enn hækkað til sam- ræmis viö hækkanir launa og kostnað við búreksturinn”. 1 þessu sambandi má svo geta þess, aðeitt af þvi fyrsta, sem nú- verandi rikisstjórn gerði, varð að fella niður söluskatt af þeim landbúnaðarvörum, sem tiltæki- legt þótti framkvæmdarinnar vegna en söluskattur var á, en það voru smjör, rjómi, skyr, allir ostar, kartöflur, auk fleiri smærri vörutegunda. Bændasamtökin hafa löngum barizt fyrir þessu, og það hefur nú veriö gert að þvi leyti sem framkvæmanlegt var talið. Afurða- og rekstrarlán til landbúnaðar Um þennan þátt lánamála landbúnaðarins, fórust land- búnaðarráöherra svo orð: „Bændasamtökin höfðu mikið barizt fyrir leiðréttingum á af- uröalánum og rekstrarlánum til landbúnaöarins, en þessi lán höföu hlutfallslega dregizt aftur úr. Haustið 1971 var gerö á þessu veruleg leiörétting, verðflokkum viö útreikning á lánum út á sauð- fjárafurðir var fjölgaö, og slátur og fleiri afurðir, sem ekki var lánað út á áöur, voru teknar með. Lánað var meira út á nautgripa- kjöt en áöur. Haustið 1972 var svo gengið frá nýjum reglum, sem Seðlabankinn fer eftir við út- reikning á afurðalánum, og eru þær nú aö fullu sambærilegar við þaö, sem sjávarútvegurinn býr við. Lánaprósentan var hækkuð fyrir þær vörur, sem fara til út- flutnings og vextir af þeim lækkaðir nokkuö. Heildarafurða- lán veitt út á landbúnaðarvörur voru sem hér segir: 1970 972milljónir 1971 1141milljónir 1972 1394 milljónir Rekstrarlán, sem veitt eru sér- staklega fyrir sauðfjárfram- leiöslu, hækkuðu nokkuð á siðast- liðnu ári, eða úr 229 millj. 1971 I 281 millj. áriö 1972”. Þá sagöi ráðherrann, að enn væri verið að vinna aö frekari leiðréttingu á rekstrarlánum. Stonlánadeild landbúnaðarins Þá vék ráöherrann að stofnlánadeildinni og ræddi eink- um þær breytingar, sem voru gerðar á lögum um hana á ný- loknu þingi. Ráðherrann sagöi: „Meginatriöi þeirrar breyting- ar eru þrjú. 1 fyrsta lagi var Stofnlánadeildin efld verulega með auknu rikisframlagi. Fasta framlagið hækkar úr fjórum milljónum i 25 milljónir, en auk þess leggur rikið nú á móti svo- nefndu neytendagjaldi, sem einn- ig var hækkaö nokkuð. 1 öðru lagi voru teknar upp nýjar og sveigjanlegri lánareglur, sem eiga aö gera þaö að verkum, að lánamálin geta orðið gildur þátt- ur i almennri stefnumörkun i landbúnaðinum. 1 þriðja lagi er bændasamtökunum veitt aðild að stjórn Stofnlánadeildarinnar og þar meö tryggð aöild aö þeirri stefnumörkun, sem felst i setn- ingu og framkvæmd á nýjum lánareglum. Er þetta i samræmi við óskir bændasamtakanna og þá grundvallarstefnu, sem ég nefndi hér i upphafi”. Ný jarðræktarlög og búfjárræktarlög 1 viötalinu við Jónas Jónsson var einkum rætt um lagasetningu varöandi landbúnaðarmál á tveimur siðustu þingum. Jónas sagði m.a.: „Ný jarðræktarlög voru sett á vorþinginu 1972. 1 þeim eru ýms- ar nýjungar og hagsbætur. Má þar nefna: Stuöning til vatns- veitna hjá einstökum bændum, stuðning við hagaræktun, sem ætti að leiöa til aukinnar gróður- verndar, sömuleiöis stuðningur viö hagagirðingar. Stuðningur er nú veittur til kölkunar-túna, þar sem rannsóknir sýna, að hennar er þörf. Vélasjóður var með þessari lagabreytingu lagður nið- ur, þar sem hans var ekki lengur þörf, sem rekstraraöila. Hálfar eigur hans ganga i sér- stakan sjóð, sem verja má til stuðnings við prófun á álitlegum tækninýjungum. Aður var hluti jarðræktarframlaga greiddur af Landnámi rikisins — nú greiðir Búnaðarfélag Islands þau öll. Rikið tekur nú þátt i ferðakostn- aði héraðsráðunauta á móti búnaðarsamböndunum, en svo var ekki áöur. Búfjárræktarlög voru samþykkt á siðasta þingi. Þau voru á sama hátt og jarðræktar- lögin endurskoðuð af milliþinga- nefnd, sem Búnaðarþing skipaði, og siöan fjallaöi Búnaðarþing 1972 um þau og voru þau siðan flutt nær óbreytt og samþykkt meö smávægilegum breytingum á Alþingi. Þessi lög miðast við þær aðstæður, sem nú eru með nútima þekkingu og tækni við búfjárkynbætur”. r Ymsar lagabreytingar Þá vék Jónas aö öðrum breyt- ingum, sem höfðu veriö geröar á landbúnaöarlöggjöfinni og sagöi: „Lögunum um bann á innflutn- ingi búfjár var breytt á þinginu ’71, þannig að gert var kleift að flytja inn holdanautasæði. Þaö er nú i undirbúningi og hefur verið ákveðið i samræmi við lögin aö koma upp fullkominni sótt- varnarstöð i Hrisey i Eyjafirði. Byggja verður stöðina upp frá grunni og veröur það gert nú i sumar og næsta vetur. Siðan yröi hægt að 2-3 árum liönum að fá sæði úr blendingum til notkunar i landi. Ég er viss um aö eldi holda- nauta verður þáttur i búskapnum i lágsveitum i framtiöinni — með þvi fæst betri landnýting, einmitt á láglendinu, heldur en meö ein- hliöa sauðfjár-og mjólkurfram- leiðslu. Lögin um lifeyrissjóö bænda voru einnig endurskoðuð á haust- þinginu ’71. Með þeirri breytingu, sem þá var gerð var réttur aldraöra bænda til að njóta lifeyr- is rýmkaður til samræmis viö breytingar, sem gerðar voru á öðrum lifeyrissjóöum. Lögunum um Jarðeignasjóð rikisins var breytt, og rýmkaöar heimildir sjóösins til þess að kaupa jaröir af bændum, sem eru i erfiðri fjárhagsaðstöðu. Þetta var gert i sambandi við sérstaka aöstoð við þá bændur, sem voru i mestum fjárhagserfiöleikum eft- ir harðindaárin. Lögunum um bjargráðasjóð var einnig breytt á þessu þingi, hann hefur nú verulega eflzt, enda þurfti þess með eftir harð- æristimabilið”. Ný jarðalög Landbúnaöarráðherra skýrði I viötalinu frá undirbúningi nýrrar löggjafar um kauprétt og ábúöarrétt á jörðum. Ráðherra sagði: „Snemma haustið 1971 var skipuð 3ja manna nefnd til að endurskoöa öll lög um kauprétt og ábúöarrétt á jörðum. 1 nefndina völdust Asgeir Bjarnason, form. Búnaöarfélags Islands, Arni Jónasson, erindreki Stéttarsam- bands bænda, og Sveinbjörn Dag- finnsson, skrifstofustjóri i landbúnaöarráðuneytinu. Nefnd þessi hefur unnið mjög mikið starf og hefur nú skilað frumvarpi að tveimur lagabálk- um „Ábúðarlögum” og „Jarða- lögum”. Þeir voru lagöir fyrir Búnaðarþing, þannig að fulltrú- um bænda gafst kostur á að fjalla um þessi mikilvægu mál. En Búnaðarþing 1971 fjallaði einnig um frumdrög að þessum frum- vörpum. Lög þessi eiga að tryggja rétt þeirra til landsins, sem vilja búa á þvi og lifa af þvi að nytja það, sem það getur gefið af sér. Tryggja það, aö hlunnindi séu ekki tekin frá jöröum og aö þær fari ekki i brask þeirra vegna. Tryggja, aö bændur fái sann- gjarnt verð fyrir eigur sinar, veröi þeir frá þeim að hverfa, en jafnframt ,að landverð hækki ekki upp úr öllu valdi, vegna ásóknar utanfrá i hlunnindi eða náttúrfegurð. Frumvörp þessi voru lögö fram til kynningar undir þinglokin nú i vor, en veröa siðan flutt aftur á haustþinginu”. Lögin um framleiðsluráð Þá vék ráðherra að endurskoö- un framleiðsluráðslaganna og sagði: „Haustið 1971, var skipuö nefnd til aö endurskoða Framleiðslu- ráðslögin. Stéttarsambandið átti þar þrjá fulltrúa en fram- kvæmdastjóri Framleiösluráðs var formaöur. Nefndin fékk sem veganesti i erindisbréfi þau at- riði, sem siöustu aðalfundir Stéttarsambandsins höfðu lagt áherzlu á, að væri tekin upp, svo sem beina samninga við rikis- valdiö o.fl. Frumvarp nefndar- innar var lagt fyrir aukafund stéttarsambandsins og siöan lagt fyrir Alþingi, eins og sá fundur mælti með þvi. Frumvarp þetta, sem ég tel i höfuðatriöum hið merkasta mál, náði ekki fram að ganga. Þaö var ekki flutt á sið- asta þingi, enda þarf aö endur- skoða þaö fyrir flutning á ný til að tryggja framgang þess, en að þvi er stefnt”. Orlof bænda og búnaðarfræðsla í viðtalinu við Jónas Jónsson kom fram að mörg fleiri mál eru i endurskoöun og undirbúningi. Jónas sagði m.: „Auk þessa hafa ýmis mál ver- ið i athugun. Gert hefur verið uppkast af frumvarpi til laga um orlof bænda. Það veröur nú sent út til kynningar i búnaðarfélögum þannig aö bændum gefist kostur á að segja álit sitt á því. Spurningin er, hvort hluti af þvi, sem bænd- um er reiknaö sem orlofsfé I launalið verðlagsgrundvallar, yrði lagt I sameiginlegan sjóð gegn einhverju mótframlagi frá rikinu. Sjóðnum yrði siöan varið til að tryggjá, að bændur gætu tekið sér orlof, en á þvi er mikill misbrestur og er það ekki vansa- laust. Næst siðasta Búnaðarþing fjall- aði mikið um menntun bænda- efna. 1 samræmi við ályktun þess, hefur verið skipuð nefnd til þess að endurskoða alla löggjöf um búnaöarfræöslu i landinu. Þá skipaði landbúnaðarráðherra nýja nefnd til að undirbúa bygg- ingu bændaskóla á Suðurlandi. Var henni falið að gera tillögur um hlutverk og fyrirkomulag skólans og velja honum stað i samræmi viö þaö”. Þá minnti Jónas á frumvarp um Grænfóðursverksmiöju rikis- ins, sem var lagt fram i þinglokin. Samkvæmt þvi er gert ráö fyrir fimm slikum verksmiðjum i land- inu. Landnýting og landgræðsla Þá sagði Jónas enn fremur: „1 nóvember 1971 skipaöi land- búnaöarráðherra nefnd til þess að vinna að heildaráætlun um al- hliöa landgræöslu og skipulagn- ingu landsnytja. Formaöur þess- arar nefndar er Eysteinn Jóns- son. Nefndin sneri sér strax til fjölda aðila, svo sem Landgræðslunnar, Búnaöarfélags Islands, Stéttarsambands bænda o.fl. En auk þess var leitað til stjórna allra Búnaöarsambanda og gróðurverndarnefnda I öllum sýslum landsins og þær beðnar að gefa sameiginlegt álit um ástand afrétta og gróöurs i þeirra héruö- um. Á þessum upplýsingum sem þegar hafa borizt frá nær öllum héruðum, svo og þeirri vitneskju, sem fyrir liggur hjá Landgræösl- unni og úr gróöurrannsóknum og gróöurkortagerð Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins, verö- ur landgræðsluáætlun byggð. Meiningin er að efla landgræöslu og gróðurverndarstarfið verulega á grundvelli þessarar könnunar og áætlunar. Nefndin mun einnig yfirfara Landgræðslulögin og lög um af- réttarmálefni og fjallskil og reyna að stuðla með þvi að bættri og skynsamlegri landnýtingu”. Afkoma bænda 1 lok viötalsins viö landbúnaðarráðherra, vék hann að markaösmálum og kjörum bænda. Hann sagði um markaðs- málin: „Um markaðsmál landbúnaðarins er það að segja, að þar er ástand gott og horfur heldurgóðar. Neýzlan innanlands Framhald á bls. 28

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.