Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 27
Sunnudagur 20. mai 1973 TÍMINN 27 IWjfþÓ .írttjFÓfZ. < ,,Þú skorar mörk af því að þig langar til að skora" kvaddur til aö leika meö lands- liöinu i þeim æfingaleikjum, sem háðir hafa verið i vor. Þó hefur enginn leikmaður verið meira i sviðsljósinu, a.m.k. hvaö fram- linuleikmenn varðar, en i ellefu leikjum i meistarakeppni KSl og Litlu bikarkeppninni hefur hann skorað samtals 16 mörk. Erfiðasti leikurinn Madrid Keflvikingar fagna marki Steinars i úrslitaleik við Akranes um réttinn til þátttöku í UEFA-keppninni. skora mörk? Steinar þakkar það staðsetningu, en segir, að enski þjálfarinn, sem þjálfar Kefla- vikur-liðið i sumar, hafi sagt viö sig: ,,bú skorar mörk af þvi að þig langar til aö skora mörk”. Sjálfsagt felst sannleikur i hvoru tveggja. Lék 16 ára gamall með meistaraflokki Knattspyrnuferill Steinars Jó- hannssonar er ekkert frábrugðinn ferli annarra ungra pilta, sem leggja stund á knattspyrnu á Islandi. Hann gekk ungur til liðs við ÍBK og lék með öllum ynri aldursflokkum þess, Arangurinn var ekki sérlega góður, a.m.k. náði Steinar aldrei að verða tslandsmeistari með yngri flokk- unum. En snemma hafa forustumenn knattspyrnumála i Keflavik komið auga á piltinn, þvi að hann var ekki nema 16 ára, þegar hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Keflavik. Það er ekki al- gengt, að piltar hefji leik með meistaraflokksliði svo ungir, a.m.k. ekki i 1. deild, þó að dæmi séu til um slikt, t.d. hóf Gisli Torfason að leika með Kefla- vikur-liðinu 16 ára gamall Steinar lék aöeins tvo leiki með meistaraflokki þetta sumar, 1969, en árið eftir var hann orðinn fastur meistaraflokksleikmaður. Markskorun var ekki orðin sér- greinhans þá. betta sumar, 1970, skoraði hann aöeins eitt mark, en það var á móti Vestmanna- eyingum i leik, sem háður var i Vestmannaeyjum. Markakóngur 1971 Steinar lék aðeins tvo leiki með meistaraflokki þetta sumar, 1969, en árið eftir var hann oröinn fastur meistaraflokksleiks- maður. Markskorun var ekki orðin sérgrein hans þá. Þetta sumar, 1970, skoraði hann aðeins eitt mark, en það var á móti Vest- mannaeyingum i leik, sem háður var i Vestmannaeyjum. Það er ekki fyrr en árið 1971 að Steinar Jóhannsson fór að hrella varnir mótherjanna og sérstak- lega markverðina. Þetta ár var sannkallað Keflavikur-ár og átti Steinar ekki sizt þátt i þvi. Hann varð markakóngur 1. deildar þetta sumar og skoraði samtals 12mörk,enaukþessskoraði hann eitt af fjórum mörkum Kefla- vikur i úrslitaleiknum gegn Vest- mannaeyjum. Þessi úrslitaleikur var bragðlaus, þvi að yfirburðir Keflvikinga voru svo miklir. Steinar hefur átt i höggi við marga þekkta knattspyrnumenn. Hér sést hann ásamt Mike England I Evrópubikarleik Keflavikur og Totten- ham. Aftur á móti var leikur þessara liða fyrr i keppninni mjög spenn- andi. Vestmannaeyingar höfðu haldið forustu i mótinu, en i leik, sem háður var i Keflavik, tókst Keflvikingum að sigra og ná Vestmannaeyingum. Var þetta einhver þýðingarmesti leikur 1. deildarinnar. 1 þessum leik lék Steinar stórt hlutverk og skoraði þrjú mörk fyrir Keflavik. 1 Timanum 24. ágúst segir m.a. um leikinn: ,,Þá var framlinan mjög beitt, einkum gerði Steinar Vest- mannaeyingum skráveifur. Steinar er mjög snöggur og ein- staklega fylginn sér enda uppskar hann ,,hat trick” i leiknum.” Á ekki upp á pallborðið hjá KSÍ- mönnum Það merkilega er, að Steinar virðist ekki hafa átt upp á pall- boröiö hjá þeim aðilum, sem ráðið hafa vali landsliösins. Steinar hefur aldrei verið valinn til að leika i landsliði. En 1971 kom hann inn á sem varamaður, þegar islenzka landsliðið lék gegn Japan. Og á siðasta ári var hann varamaður, þegar islenzka landsliöið fór til Belgiu. Steinar hefur ekki verið í fyrra tókst Steinar ekki að endurtaka afrekið frá 1971. Þó var árangur hans engan veginn slakur. Hann skoraöi 9 mörk, sem taljast verður ágætt afrek i 1. deildar keppni. Minnisstæðasti leikur Steinars i fyrra var leikur Keflavikur gegn Real Madrid, i Evrópubikar- keppninni, i Madrid. ,,6g held, að þetta sé erfiðasti leikur, sem ég hef leikið um ævina. Hvort tveggja var, að hitinn var mikill — og •andrúmsloftið rafmagnað. Mér fannst við vera svo litlir á þessum stóra og glæsilega velli. En auðvitað gekk þessi leikur yfir eins og aðrir leikir.” Þess má geta, að þessi leikur Keflvikinga i Evrópubikar- keppninni var mikil og góö land- kynning fyrir tsland, þvi að honum var sjónvarpað um gjör- vallan Spán og viðar. Steinar segir enn fremur, að Evrópubikarleikur Keflvikinga gegn Everton, ytra, hafi verið sér minnisstæður, sérstaklega vegna þess, að Keflvikingar skoruðu fyrsta mark teiksins og héldu forustu i 39 minútur. „Það var stórkostlegt, þó að það stæði ekki lengur”, segir Steinar um þennan atburö, en frammistaða Kefl- vikinga, áhugamanna frá íslandi, þótti ótrúlega góö, þegar tillit er tekið til þess, að mótherjarnir, Englandsmeistararnir þá, Everton, höfðu á að skipa atvinnuleikmönnum, einhverjum þeim beztu i álfunni. Byrjunin lofar góðu Steinar vill engu spá um úrslit tslandsmótsins i sumar, segir aðeins, „byrjunin hjá okkur lofar góðu.” Hann segist vera sérlega ánægður með enska þjálfarann, Joe Hooley, sem hafi kennt leik- mönnum Keflavikur margt nýtt. Steinar útskrifaðist úr Kennaraskólanum 1971 og starfar sem kennari við Barnaskóla Keflavikur. Hann er ógiftur og býr hjá foreldrum sinum. Helztu áhugamálin fyrir utan knatt- spyrnu eru aðrar iþróttir! — alf. Fyrsta mark sitt i 1. deildar keppninni í fyrra skoraöi Steinar gegn Akranesi. 1 dag leika Keflavikingar sinn fyrsta leik í 1. deildarkeppn- inni i ár gegn Akranesi — en nú á heimavelli i Keflavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.