Tíminn - 20.05.1973, Qupperneq 31
Sunnudagur 20. inai 1973
TÍMINN
31
GUÐSPEKISTÚKAN
„SYSTKINABANDIÐ"
Á AKUREYRI 60 ÁRA
ur-ttaliu. Borgamiðjurnar verða
tengdar saman með viðáttumikl-
um útborgakeðjum, sem járn-
brautir og vegir liggja um. bar
verða vellir, þar sem flugvélar
framtiðarinnar taka sig upp og
lenda lóðrétt. I borgarmiðjunum,
þar sem bilar verða bannaðir,
hugsa menn sér að fólk ferðist
með farartækjum, er renni á
þræði ofar götunum. Þar við bæt-
ast svo nýjar gerðir af strætis-
vögnum og lestum.
Við strendurnar verða þrengsli.
Vegna þess hve bilaumferð verð-
ur takmörkuð mun lystibátum
stórfjölga, og þeir munu leita
lengra út á sjó en fyrr og jafnvel
trufla skipagöngur. „Frelsið á
höfunum” og alþjóðlegum sigl-
ingaleiðum verður sem sagt i
hættu, og verður að setja reglur
þar að lútandi.
Hættur á árekstrum
Eitt er vist: þróun Evrópu til
aldamóta verður ekki róleg og
samræmd. Arekstrar liggja viða i
leyni. Þeir geta orðið milli ein-
staklinga og samfélags, alveg
burtséð frá pólitiskum ramma
þess, og milli svæða út af mis-
skiptingu einhverra gæða. Or
árekstrarhættunni ætti að mega
að draga með fræðslu, sem gæti
leitt til miklu almennari ábyrgð-
arkenndar og samábyrgðarvit-
undar en nú þekkist.
„Af hverium hundr-
að manna hóp. . .”
Ekki veitir Evrópumönnum af
að standa saman með tilliti til
vanþróuðu landanna.sem virðast
dæmd til stöðugt vaxandi hung-
urs. Úr þeirri misskiptingu mætti
eitthvað draga með þvi að leggja
almennan og háan skatt á ibúa
rika heimsins, og gengi það fjár-
magn, sem þannig fengist, til
vanþróuðu landanna.
En áður en svo langt er komið,
er Evrópumönnum jafngott að
viðurkenna, að þeir eru minni-
hluti i heiminum, og að sá minni-
hluti fer minnkandi. Um næstu
aldamót verða Evrópumenn
næstum helmingi færri en þeir
eru nú, i hlutfalli við heildaribúa-
fjölda heimsins. Arið 2000 verða
þeir aðeins sjö af hundraði heims-
búa.
Bertrand de Jouvenel,
franskur prófessor, leggur
áherzlu á meiri virðingu fyr-
ir vinnunni.
t siðasta mánuði var 60 ára af-
mæli guðspekistúkunnar „Syst-
kinabandsins” á Akureyri. bessa
afmælis verður minnzt dagana
11.-14. mai, og mun Sigvaldi
Hjálmarsson, deildarforseti Guð-
spekifélagsins flytja þar erindi.
Hér verður nú skýrt frá stofnun
þessa félags fyrir 60 árum, og
verður þar stuðzt við erindi eftir
Ingimar Eydal, ritstjóra, sem
flutt var á 10 ára afmæli stúkunn-
ar.
Mánudagskvöldið 7. júni 1909
komu nokkrir menn búsettir á
Akureyri saman á skrifstofu
Kaupfélags Eyfirðinga. Eins og
oft hafði átt sér stað áður, er
fundum þessara manna bar sam-
an, hnigu umræðurnar að guð-
speki, dularfullum fyrirbrigöum
og ýmiss konar dulspeki yfir höf
uð. Einn þessara rrianna Oddur
Björnsson, prentsmiðjueigandi,
hafði lánað hinum nokkrar bækur
um þessi efni, og lestur þeirra
varð til þess að vekja áhuga fyrir
þvi ab kynnast þessu máli nánar.
Var því ráðið af að stofna félag i
þessu skyni og þrir menn Oddur
Björnsson, Ingimar Eydal og
Hallgrimur Kristinsson, kosnir til
að semja frumvarp til laga fyrir
félagið.
Nokkrum dögum siðar var
fundur haldinn á sama stað og áð-
ur og voru þar samþykkt lög fyrir
félagið og kosin þriggja manna
stjórn. Hlaut félagið nafnið
„Systkinabandiö.” Er tilgangur
þess tekinn fram i annarri grein
félagslaganna og er hún á þessa
leið:
„Tilgangur félagsins er: Að
efla samúðaranda meðal félags-
manna. Að auka mannúð og kær-
leikshug félagsmanna til alls lifs.
Að styðja sameiginlega viðleitni
félaga til andlegs þroska og tim-
anlegrar hagsældar. Að kynna
sér eftir föngum trúarbrögð
mannkynsins fyrr og siðar. Að
rannsaka dularöfl náttúrunnar og
mannsins. Að kaupa og lesa bæk-
ur og timarit, er fræðslu veita i
ofangreindum efnum. Að vekja
aðra i kyrrþey til ihugunar um
þau mál. er tilgang félagsins
varða.” Má af þessu sjá, hve
þessi lög voru skyld guðspekileg-
um fræðum og ólik kröfugerð nú-
timans, þar sem allt er heimtað
af öðrum!
Stofnendur þessa félags voru 7
að tölu. A fyrsta ári félagsins af-
henti formaður þess, Oddur
Björnsson, þvi 28 bindi af bókum
til varðveizlu og útlána til félags-
manna.
Þetta félag var upphaf að stofn-
un gupspekistúkunnar „Systkina-
bandsins” 4 árum siðar. bað var
stofnað þremur árum áður en
fyrsta gupspekistúkan tók til
starfa i Reykjavik. Fundabækur
félagsins og stúkunnar eru glögg-
ar heimildir um þessa atburði.
Raunar er rangt að tala um
„stúku” i þessu sambandi. Þar
enu engar siðareglur og aðeins al-
menn fundarstjórn. Væri þvi nær
að kalla guðspekistúkurnar félög.
En þessu félagi var breytt i
formlega guðspekistúku 20. april
1913 og hélt hún hinu hlýlega nafni
félagsins. Stofnendur voru 11 að
tölu og voru tveir þeirra búsettir
utan Akureyrar. Þeir voru þess-
ir: Aðalbjörg Sigurðardóttir,
kennslukona, Hallgrimur Krist-
insson, kaupfélagsstjóri, Ingimar
Eydal, kennari, Jónas Jónasson,
fyrv. prestur kennari, Lára
Ölafsdóttir, verzlunarstjóri, Mar-
grét Schiöth, frú, Sigriður Jóns-
dóttir, frú, Sigriður Sæmundsson,
frú, Sigurður Kristinsson, verzl-
unarmaður, Matthias Eggerts-
son, prestur i Grimsey, Gisli Pét-
ursson, læknir, Húsavik. Nú er
aöeins einn stofnandinn, frú Aðal-
björg Sigurðardóttir á lifi.
Fyrsta stjórn stúkunnar var
þannig skipuð: Séra Jónas Jónas-
son frá Hrafnagili, formaður,
Hallgrimur Kristinsson, gjald-
keri, Sigurður Kristinsson, bóka-
vörður og Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir, ritari.
Séra Jónas frá Hrafnagili var
formaður stúkunnar unz hann lézt
árið 1918. Má það teljast mikið
happ fyrir stúkuna að njóta for-
stöðu hans á fyrstu árunum. Hann
var þjóðkunnur gáfu- og fræði-
maður, skáld og rithöfundur og
naut virðingar og trausts.
Aðalstarfsemi stúkunnar hefur
verið fólgin i fundahöldum og
bókaútlánum. Hafa fundirnir
lengst af verið haldnir á hálfs-
mánaðar fresti yfir vetrarmán-
uðina. Þar hafa ýmist verið hald-
in frumsamin eða þýdd erindi,
eða lesnir kaflar úr guðspekirit-
um, og er oft rætt um fundarefnið
að loknum lestri. Um eitt skeið
las og útskýrði séra Jónas frá
Hrafnagili dæmisögu Krists á
stúkufundum.
Ekki verður rætt hér um for-
menn stúkunnar i þessi sextiu ár.
Sá fyrsti hefur verið nefndur og
núverandi formaður siðustu 20
árin hefur verið Jón Sigurgeirs-
son, skólastjóri. 1 stúkunni eru nú
43 félagar og starf hennar með
blómlegasta móti. Talsvert af
ungu fólki hefur nýlega gengið i
stúkuna.
En svo hefur ekki verið alltaf.
Stundum hefur veriö dauft yfir
starfi hennar. A 25 ára afmælinu
voru félagarnir aðeins 7 búsettir
hér á Akureyri og 2 i Reykjavik.
Þá um vorið 1941 flutti Grétar
Fells fyrirlestra hér i bænum og
hvatti fólk til að ganga i stúkuna.
Hinn 23. mai gengu 9 félagar i
stúkuna og hófst þar með ný
vakningaalda. Tvennt vil ég
nefna hér úr starfinu, húsnæðis-
mál og bókaáafn.
1 ársbyrjun 1932 lézt Lára
ólafsdóttir einn af stofnendum
stúkunnar og tryggustu félögum.
Hún arfleiddi stúkuna að ibúð
sinni i Brekkugötu 7 og hafði stúk-
an þar fundi sina næstu 10 árin.
En þá var húsið selt, mest vegna
þess, að það var ófullnægjandi,
þegar fjölgaði i stúkunni og inni i
ibúð óviðkomandi fólks.
Allt frá stofnun byggðist starf-
semi stúkunnar ekki aðeins á
fundunum, heldur lestri bóka um
andleg mál. Snemma kom stúkan
sér upp bókasafni, og gaf Oddur
Björnsson fyrsta visi að þvi.
Bókasafn stúkunnar er dýrmætur
fjársjóður, þar eru bækur bæði á
islenzku og erlendum málum.
Margt af þeim bókum er ekki til i
almennum bókasöfnum. Lengst
allra var Sigurgeir Jónsson,
söngstjóri, bókavörður stúkunn-
ar. Núverandi bókavörður er
Einar Aðalsteinsson, tæknifræð-
ingur. Bókasafnið hefur verið
gildur þáttur til að útbreiða hug-
sjónir guðspekinnar.
Þrjár bækur hefur Systkina-
bandið gefið út, sem að mér er
kunnugt um. Var efni þeirra allra
fyrst flutt á fundum. Þær eru:
„Máttur hugsana” erindi eftir
Annie Besant i þýðingu séra Jón-
asar frá Hrafnagili, „1 samræmi
við eilifðina” eftir Ralp W. Trine,
einnig i þýðingu séra Jónasar og
„Koma mannkynsfræðara” eftir
Annie Besant i þýðingu Kristinar
Matthiasson.
Hér hefur verið drepið á nokkur
atriði úr hinu ytra starfi stúkunn-
ar. En innri vöxt, andlegan ár-
angur félagsstarfsins, er erfiðara
um að dæma. Þar verður hver að
svara fyrir sig. Hafa félagsmenn
orðið meiri og betri menn við það
að starfa i stúkunni? Það er auð-
vitað aðalatriði i þessu máli. Ég
hygg, að óhætt sé að fullyrða, að
Framhald á bls 39
SKODA 110R COUPÉ
Vél 62 hestöfl, alternator. Rafmagnsrúðusprautur.
Djúpbólstruð sæti. Rally stýri, Gólfskipting.
Rally mælaborð með snúningshraðamæli.
5 manna. Bjartur — rúður allar óvenju stórar.
Fóanlegur í 3 tizkulitum.
TEKKNESKA
BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H.F.
AUÐBREKKU 44-46 SlMI 42600 KðPAVOGI
SÚLUUMB0D 4 AKUREVRI: SK0DAVERKSTÆ0IÐ KALDBAKSC. II B SIUI 12520