Tíminn - 20.05.1973, Page 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 20. mal 1973
íþróttaskóli
Sigurðar R.
Guðmundssonar
LEIRÁRSKOLI tók til
starfa haustið 1965. Skólinn
er barna- og unglingaskóli
fyrir Borgarfjörð sunnan
Skarðsheiðar og er byggður
sem heimavistarskóli.
Heimavist skólans tekur 48
nemendur. Þrjár kennslu-
stofur eru í skólanum,
bókasafn, setustofa, tóm-
stundarstofa, eldhús og
borðstofa. Félagsheimilið
ereinnig íþróttahús skólans
og góð kennslulaug hefur
verið byggð við hlið þess.
Grasflatir eru notaðar til
útiíþrótta.
Leirárskóli nýtur mikilla
vinsælda sem þing- og
námskeiðastaður. Fjöl-
mörg námskeið Mennta-
málaráðuneytisins hafa
verið haldin í skólanum og
einnig námskeið á vegum
Æskufýðsráðs ríkisins,
Ungmennafélags islands,
Kennarasambands Vestur-
fands og fleiri aðila.
iþróttaskólinn.
ÍÞRÓTTASKÓLI Sigurðar R.
Guðmundssonar hóf starf sumar-
ið 1968 að Leirárskóla. Skólinn
hefur verið miðaður við drengi og
stúlkur á aldrinum 9-14 ára, en
mun nú auka starfsemi sina og
bæta við lýðskóladeild, sem ætluð
er áhugafólki um menntun
félagsleiðtoga og iþróttaleiðbein-
enda. Markmið skólans er að
auka iþróttamenntun ungmenna,
glæða með þeim félagsanda og
gera þau með þvi nýtari og betri
þjóðfélagsþegna.
Námstimi
SKÓLINN hefst 1. júni og stendur
til 31. júll. Náminu I lýðskóladeild
er skipt niður I eftirtalin timabil:
Svipmyndir úr skólastarfinu
að fara til Islands. Þá kennir
Kristbjörg Eðvaldsdóttir iþrótta-
kennari við skólann. Auk þess
leiðbeina þau Guðbjörg Sigurðar-
dóttir kennari og Guðmundur
Sigurðsson leiðbeinandi við ung-
mennadeildina bæði i iþróttum og
félagsstörfum.
Skólareglur:
A iþróttaskólanum eru fáar
reglur en ákveðnar:
Tökum tillit til annarra. Hugs-
um ávallt um, hvort framkoma
okkar geti orðið öðrum til skaða
eða óþæginda. Lögð er áherzla á,
að áfengi eða önnur eiturlyf séu
ekki höfð um hönd i skólanum og
ekki er leyfilegt að koma i skól-
ann undir áhrifum þeirra.
Aðrar umgengfiisreglur verða
ræddar og munu nemendur i
samráði við stjórn skólans reyna
að finna jákvæða lausn á þeim
vandamálum, sem upp kunna að
koma.
Umsókn
Til þess að fá inngöngu i skól-
ann þurfa nemendur að vera
fæddir 1956 eða fyrr. Aðeins i sér-
stökum tilfellum verður yngri
umsækjendum veitt skólavist og
ganga þá fyrir þeir, sem áður
hafa verið nemendur iþróttaskól-
ans. I umsókn þarf að taka fram
um þátttöku i félagsstarfi, hverj-
ar eru uppáhaldsiþróttir og hver
eru helztu .' áhugamál umsækj-
enda. Ef umsækjandi stefnir að
ákveðnu markmiði með náminu,
þá er gott að geta þess.
útbúnaður
Til skólans þarf að hafa með sér
sængurfatnað, snyrtiáhöld,
klæðnað til inni- og útiiþrótta,
regnföt, stigvél, teppi á rúm og
persónulega muni. Eigi
nemendur hljóðfæri þá takið þau
með. Gitar er afar nauðsynlegur i
þessu námi og eru umsækj-
endur beðnir að útvega sér hann
ef nokkur leið er. Við hjálpumst
að við að læra á hljóðfærið.
Kostnaður
Nemendur búa i heimavist. Þar
eru fjögurra manna herbergi.
Skólagjald verður kr. 30.000.00.
Innifalið i skólagjaldinu er: fæði,
húsnæði, kennsla, kennslubækur
og ferðalög á vegum skólans.
Styrkir
Mörg félög, héraðssambönd,
æskulýðsráð bæjar- og sveitar-
félög og fleiri aðilar hafa áhuga á
LEIRÁRSKÓU í
BORGARFIRÐI
1.-3. júni, nám i stjórnun ung-
mennabúða. 4.-30. júni, bóklegt og
verklegtnám aö Leirárskóla. 1.-8.
júli, skiðaiðkanir i Skiðaskólan-
um i Kerlingafjöllum. 9.-16. júli,
unnið að undirbúningi og fram-
kvæmd fimleikahátiðar. 17.-31.
júli, bóklegt og verklegt nám að
Leirárskóla.
Námsgreinar
í lýðskóladeild
Bóklegar greinar: félagsmála-
fræðsla, kennslufræði, sálarfræði,
heilsufræði, hreyfingarfræði,
þjálfunarfræði, skyndihjálp fyrir-
lestrar. Verklegar greinar:
frjálsar iþróttir, knattleikir,
sund, fimleikar, skiðaiðkun,
þrekþjálfun, úthaldsþjálfun
kennsluæfingar. Aðrar greinar:
verkleg félagsmálafr. fram-
kvæmd móta, kvöldvökuhald,
söngur, dans, útilegur, ferðalög,
fararstjórn, norska.
Námsgreinar
i ungmennadeild
1 ungmennadeild verða kennd-
ar: frjálsar iþróttir, knattleikir
og sund. Aherzla verður lögð á
félagsstörf, kenndur verður dans
og söngur, og kvöldvökur haldnar
hvert kvöld. Námskeið ung-
mennadeildar eru jafnt ætluð
drengjum og stúlkum. Timabilin
verð sem hér segir:
1. 4.-10. júni, 9-11 ára. 2. 10.-16.
júni, 9-11 ára 3. 19.-25. júni, 12-15
ára. 4. 25.-1. júli, 12-15 ára. 5. 5.-
11. júli, 9-11 ára. 6. 11.-17. júli, 9-11-
ára. 7. 17.-23. júli, 12-15 ára. 8. 23,-
29. júli 12-15 ára.
Kennslufyrirkomulag
og námsefni
Kennsla i bóklegum greinum
fer fram bæði með fyrirlestrum
og vinnu nemenda i smærri
hópum. í verklegu námi verður
lögð áherzla á alhliða þjálfun i
iþróttum og i vinnu nemenda i
smærri hópum. 1 verklegu námi
verður lögð áherzla á alhliða
þjálfun i iþróttum og i félagsstarfi
á fjölþætta kynningu og starfs-
þjálfun. Skólinn notar námsefni
fyrir leiðbeinendur frá Iþrótta-
sambandi Noregs, sem reynzt
hefur mjög vel. Þá notar skólinn
nýtt námsefni Æskulýðsráðs rik-
isins i félagsmálafræðslu.
Sérsambönd ÍSI
Frjálsiþróttasamband Islands,
Knattspyrnusamband tslands og
Skiðasamband Islands hafa
ákveðið að hafa samvinnu við
skólann um sérmenntun, hvert á
sinu sviði. Málið er i athugun hjá
Handknattleikssambandi Islands
og Fimleikasamband Islands
mun kynna starfsemi sina i sam-
bandi við norrænu fimieikahá-
tiðina. Munu nemendur fá tæki-
færi til að verja sérgrein við sitt
hæfi og taka ákveðið stig i mennt-
unarkerfi sérsambandanna.
Réttindi
Nemendur verða ekki látnir
taka próf að námi loknu, en fá
umsögn sé þess óskað. Skólinn
gefur ekki ákveðin réttindi, en
samsvarandi tillit mun tekið til
þessa náms og náms við iþrótta-
linur erlendra lýðháskóla. Þeir
nemendur, sem ljúka stigi i
menntun leiðbeinenda hjá sér-
samböndunum og skiðaskólan-
um, hafa rétt til.að leiðbeina i
sinni grein hjá félögum.
Skíðaskólinn
í Kerlingafjöllum
1.-8. júli fara nemendur i skiða-
ferð i Kerlingafjöll. Mun skiða-
skólinn i Kerlingafjöllum annast
fræðslu fyrir þá sem ætla sér að
taka leðiðbeinendastig Skiðasam-
bands tslands. Fléttað verður inni
ferðina fræðslu um útilegur m.a.
búið i tjöldum, hjálpað til við
matseld og farið i gönguferðir. Að
sjálfsögðu taka nemendur virkan
þátt I kvöldvökum og dansi i
skíðaskólanum.
Norræn fimleikahátíð
Nemendur munu vinna að
undirbúningi og framkvæmd nor-
rænnar fimleikahátiðar i Reykja
vik dagana 9.-15. júli. Jafnframt
munu þeir fá mjög gott tækifæri
til þess að horfa á sýningar-
flokka æfa fimleika.
Félagsstörf
Nemendur stofna með sér
skólafélag, sem hefur þýðingar-
miklu hlutverki að gegna við að
skipuleggja fritima þeirra. Skil-
yrði fyrir að þetta takist er að
hver nemandi geri sitt bezta, eftir
áhuga og hæfileikum. öilum
Norðurlöndunum hefur verið boð-
ið að senda nemendur á skólann.
Starfslið
Skólastóri skólans er Sigurður
R. Guðmundsson. Leiv Sandven
iþróttakennari við Lýðháskólann
i Seljord i Noregi verður aðal-
kennari við lýðskóladeildina.
Hann er forstöðumaður Iþrótta-
linu við lýðháskólanna og var val-
inn úr hópi fjölda umsækienda til
að styrkja einstaklinga til náms
við slika skóla. Væntanlegum
umsækjendum er bent á að at-
huga vel um möguleika á styrkj-
um vegna námsins.
Upplýsingar
Nánari upplýsingar gefur
Sigurður R. Guðmundsson, Leir-
árskóla, simi 93-2111 kl. 9-12 og
skrifstofa Ungmennaféiags
Islands, Klapparstig 16,
Reykjavik, simi 12546.
Sigurður R. Guðmundsson
læirárskóli.