Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 196. tölublað — Sunnudagur 26. ágúst — 57. árgangur Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmsti Samvinnubankinn Kef lavíkurf lugvöilur: Flugvél • r - . — vantaði aðeins Q S|0num 4 til 6 kmá brautina MÁ BJÓÐA ÞÉR ÞANGVINDLING? Skozk nýjung, sem kynnt verður í Svíþjóð í haust Það má ekki miklu muna i fluginu. Þetta sannaðist bezt suður við Keflavíkurflugvöll i gærmorgun um hálf tiu leytið. Flugvél var á leið frá Goose- bay á Nýfundnalandi og til Keflavikurflugvallar alls um 2400 kílómetra leið. Vélin hreppti mótvind á leiðinni þannig að meira gekk á elds neystisforðann en gert hafði verið ráð fyrir, svo mikið að flugmaðurinn neyddist til að nauðlenda vélinni á sjónum rétt áður en hann var kominn á flugbrautina á Miðnesheiði. Gizka flugturnsmenn á, að flugvélinahafi vantað 4 til 6 kflómetra til að ná inn á braut- ina. Þetta var flugvél af gerðinni Cessna 310 og var verið að ferja vélina frá Ameriku til Evrópu. Flugmaðurinn hafði horft á flugbrautina siðustu tuttugu minúturnar á loka- stefnu, en rétt áður en hann kom að brautinni sá flugmað- urinn að hann myndi ekki hafa það inn á brautina, svo hann valdi að nauðlenda á sjónum. Þrettán minútum eftir að vélin hafði lent á sjónum, var björgunarþyrla frá varnarlið- inu komin á staðinn og bjarg- aðihún manninum. Vélin flaut i tiu minútur en þá sökk hún. Flugmaðurinn hafði blásið út gúmbjörgunarbát og var i honum þar til þyrlan bjargaði honum. Auðvelt er að slæða flug- vélina upp og ná henni á land, en mjög er talið vafasamt að slikt borgi sig, þvi hæpið er að vélin þoli það að liggja i söltum sjó án þess að skemm- ast verulega. Þess skal getið að það er mjög venjulegt að vélar af þessari gerð séu ferjaðar þessa sömu leið og hefur fluþol þeirra yfirleitt reynzt nægilegt og vel það. Eru jafnvel mörg dæmi þess að vélar sem hafa talsvert, minna flugþol hafi verið ferjaðar þessa leið. — G J. KANNSKI komast þangfjörurnar framan við STOKKSEYRI OG Eyrarbakka og skerin á Breiða- firði i ærlegt verð, ef fyrirætlun skozku samvinnusamtakanna heppnast. Þau eru sem sé i þann veginn að segja tóbakinu strið á hcndur og bjóða siga- rettusoghólkunum upp á þang- vindlinga í staðinn. Samvinnumennir.nir skozku hafa haft um þetta samstarf við stóra tóbaksverksmiðju, og eftir miklar og margvislegar tilraunir er framleiðsla hafin i Glasgow. t haust verða þangvindlingarnir siðan boðnir til sölu á almennum markaði, og hefur verið ákveðið að kynna þá fyrst i Sviþjóð. Eins og áður segir, eru vindl- ingarnir að meginefni úr þangi eða skyldum fjörugróöri, en i þá eru einnig notuð að einhverju leyti blöð af ávaxtatrjám og blöð káljurta. Visindamenn hafa verið að smáfikra sig áfram við tilbún- ing, og við prófanir, sem gerðar voru, áður en hafin var' fra.m- leiðsla til kynningar á almennum markaði, sýndu prófanir, aö 68% reykingamanna sem látnir voru reyna þangvindlingana, gátu fellt sig við þá. t þangvindlingunum eru ekki nein efni, sem kunnugt er, aö geti verið skaöleg, og þeir hafa einnig þægilegra bragð en venjulegar sigarettur, segir i fréttum af þessari nýjung. Aður höfðu verið gerðar til- raunir til þess að búa nothæfar sigarettur úr saltblöðum, en þær reyndust of beiskar og bragð- sterkar. Jón Kjartansson, forstjóri ATVR, sagði, þegar þetta var borið undir hann, aö ATVR hefði ekki haft spurnir af þessúm til- raunum, en hins vegar væru þeir opnir fyrir öllum nýjungum og færi svo, að þetta gæfist vel á hin- um Norðurlöndunum, yrði þess sjálfsagt ekki langt aö biða, að slikir vindlingar kæmu á markað hérlendis. — HHJ Plasthiminn á Austurstræti ftsft Sýnishorn af burðarvirkjum plasthimins hefur verið reist á Keldnaholti — höfundur hugmyndarinnar stcndir hjá þeim. _ Timamynd: Róbert. AUÐVITAÐ er nauösyn- legt aö strætisvagnarnir hætti ferðum sínum um Austurstræti, ef þessi hugmynd kemur til framkvæmda. Þakið næði yfir alla götuna og stoðirnar, sem héldu þvi uppi, hlytu að mynda mynztur á götunni, sem ákaflega erfitt yrði fyrir vagnana að þræða i gegnum, sagði Einar Þorsteinn Ásgeirsson, arkitekt, i viðtali við blaðið, en Einar hefur að undanförnu unnið við nýja gerð hvolfþaka, sem hann telur, að mögulegt yrði að nota til að mynda himinn yfir Austurstræti. Fyrsta hvolfþakið af þessari gerö hefur Einar nú reist upp viö Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins i Keldnaholti. Grind þaksins er gerð úr fis- léttum plaströrum frá Reykjalundi, en stoöirnar sem halda þakinu uppi eru úr stáli. Grindina á aö klæða með gegnsæjum segldúk og sagöi Einar, að hann hefði reiknaö út aö kostnaöur á hvern fer- metra þaksins yröi á milli 2400 og 2500 krónur, þannig að kostnaðurinn við að setja himinn af þessari gerö yfir Austurstrætið gæti orðið um 7,5 milljónir króna. Ef af gerð svona himins yrði, þá veröur nauösynlegt aö setja hann saman úr mörgum einingum eins og þeirri, sem sést á myndinni hér til hliöar, þvi varla er mögulegt að hafa einingarnar mikið stærri, þar eð burðarþol plaströranna yrði þá of litið. Enn er of snemmt að spá nokkru um, hvort af gerð himinsins verð- ur, enda hafa engar viðræður farið fram að svo komnu máli milli Einars og viðkomandi yfirvalda. Einar stundaði nám i arki- tektúr við háskóla i Hannover, og stundaöi siðan tveggja ára framhaldsnám við háslóla i Stuttgart. - g j .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.