Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 26. ágúst 1973.
S»*B®8§S|K«S
... .........
Minis áriö 1949 viö Spitfire-vélina, sem hann fiaug f borgarastyrjöld-
inni. Hann særöist fjórum sinnum.
FIMMTUDAGUR, 15. JUNÍ
1972: — Klukkan sjö að morgni
var mér sagt, að ég ætti að fara
fyrir i Sérlega yfirheyrslumiðstöð
herlögreglunnar (ESA Fangelsis-
stjórinn sagöi, aö skrifleg skipun
lægi fyrir. Ég var handjárnaður
og settur inn i Svarta-Mariu.
Komið var á áfangastað kl. 8.15,
og ég settur inn i skrifstofu, sem
var merkt „Major Hadjizissis
Nik”. Eftir skamma stund kom ó-
einkennisklæddur maður inn og
kynnti sig: „Theophiloyannakos,
hæstráðandi hér. Viltu kaffi eða
svalardrykk?”
„Ekkert, takk fyrir”.
Háðslega: „Hefur þú þegar
komið fyrir rétt, herra Minis?”
„Ég veit það ekki”.
Alvarlegri i bragði: „Sjáið nú
til, herra Minis. Aður en ég fékk
þig hingað fékk ég allar upplýs-
ingar um þig, allt frá þvi þú fædd-
ist. Ég veit allt — hvað þú starfar,
hverja þú umgengst, allt. Ég veit
að þú hefur gaman af spilum, og
eins er með mig — en ég blekki
aldrei. Hér á þessum stað leggj-
um við öll spilin á borðið: enginn
fær að blekkja. Og hvað heldur þú
svo, aö byltingin (þ.e. valdatimi
herforingjastjórnarinnar) muni
standa lengi?”
„Ég veit það ekki. Ég er enginn
spámaður”.
„Það skal ég segja þér. Hún
mun standa i hundrað ár, og þaö
sem meira er, hún hefði átt að
byrja 15 árum fyrr. Og þar sem
þú ert hingað kominn, þá munt þú
segja okkur allt sem hægt er að
segja um hreyfingu ykkar”.
„Það, sem ég hef að segja, hef
ég þegar sagt öryggislögreglunni
hér á staönum”.
„Láttu ekki svona, þeir vita
ekkert um hreyfingar. Þeir eru
bara umferðarlögregluþjónar...
Við erum þeir einu sem vitum
eitthvað um hreyfingar, og þú
verður hérna hjá okkur. Þú ferö
til klefa þins og skrifar niður allt
sem þú veizt. Þýðir nafnið
Odysseifur eitthvað i þinum
huga?”
„Hetja úr Hómerskviðum”.
(Minis var færður i klefa 5 i
yfirheyrslumiðstöðinni. Klefinn
var ca. 25x12 fet á stærð. t honum
var einungis rúm, stóll og litiö
borð við rúmstokkinn. t hurðinni
er gluggi, tæplega sex ferþuml-
ungar að stærð, sem einungis
varðmennirnir geta opnað. Minis
fær penna og pappir og varð-
mennirnir segja honum að
skrifa).
FÖSTUDAGUR, 16. JÚNt 1972:
— Kl. hálf niu var ég færður til
yfirheyrslu hjá kaptein
Moustakas. Hann spurði mig
hvað ég vissi um „Frjálsu Grikk-
ina”. Aðeins það, sem ég heyrði i
útvarpi og las i blöðum, svaraði
ég.
„Og hvers vegna varstu með
sprengjur, Minis? Hélztu að það
mundi fella rikisstjórnina?”
„Aðgerðir minar voru bein
mótmæli gegn rikisstjórninni. Ef
10 menn aðrir eða svo gerðu slikt
hið sama, gæti rikisstjórnin vart
fullyrt, að allt væri i frið og
spekt”.
„Það kann að vera rétt”.
FÖSTUDAGUR, 23. JÚNt 1972:
— Ég hafði ekki skrifað eitt ein-
asta orð. Við og við var öskrað á
mig gegnum gluggann i hurðinni:
HÖFUNDUR dagbókar þeirrar, sem hér
birtist i styttu formi, er fyrrverandi
ofursti i griska hernum. í febrúar siðast-
liðinn var hann dæmdur til fangelsisvistar
fyrir að hafa komið nokkrum heimatil-
búnum sprengjum fyrir undir mann-
lausum bifreiðum i Aþenu og Piraeus.
Anastassios P. Minis, sem er 53 ára,
vann mörg hetjuverkin i siðari heims-
styr jöld og hlaut mörg heiðursmerki fyrir.
Hann tók þátt i borgarastyrjöldinni gegn
kommúnistum.
Minis, og félagi hans, Stefanos
Pandelakis, sem er þekktur barnalæknir i
Aþenu, réttlættu þessar aðgerðir sinar
sem mótmæli gegn rikisstjórn, sem leyfðu
enga andstæðu samkvæmt lýðræðislegum
leiðum. Þeir kváðust hafa starfað einir
sér, en ekki tekið þátt i neinum sam-
tökum, og hafa gengið mjög rækilega úr
skugga um, að sprengjur þeirra væru
engum mönnum hættuiegar. Griska her-
foringjastjórnin sakaði þá hins vegar fyrir
að vera stofnendur neðanjarðar-
hreyfingar, sem kallaðist ,,A.A.A.” eftir
fyrstu stöfunum i grisku orðunum fyrir
„andspyrnu, frelsun, sjálfstæði”.
Þeir voru dregnir fyrir sérstakan her-
dómstól, og vakti málið gegn þeim veru-
lega athygli i Grikklandi og erlendis
vegna þess, hversu þekktir þeir voru.
Sú dagbók, sem hér birtist úrdráttur úr
fjallar um 111 daga hans i yfirheyrslum
lijá grisku lögreglunni. Hún var rituð áður
en sjálf réttarhöldin fóru fram.
V_______________________________________________J
„Skrifaðu. Þér er fyrir beztu að
skrifa”.
Klukkan 7 eða 8 um kvöldið
flutti varðmaðurinn mig aftur i
skrifstofu Hadjizissis. Þar voru
þeir báðir — Theophiloyannakos
og Hadjizissis, aðstoðarmaður
hans. Thoephiloyannakos byrj-
aði:
„Þú hefur ekkert skrifað.
Hvers vegna?”
„Ég er búinn að segja þér, að
ég hef engu við fyrri yfirlýsingar
að bæta”.
Theophyloyannakis aftur:
„Vinir þinir erlendis urðu skit-
hræddir þegar þeir fréttu að þú
værir hérna. Hlustaðu þvi vel,
Minis. Það er bezt fyrir þig að
sýna samstarfsvilja. Þin vegna,
og vegna fjölskyldu þinnar...
Hafðu engar áhyggjur, þau hafa
öll talað, um leið og við náðum til
þeirra. Við höfum okkar aðferð-
ir”.
„Ég endurtek, ég hef ekkert að
segja”.
Theöphyloyanakis við Hadjiz-
issis: „Það er ekki hægt að ná til
hans.
(Daginn eftir kom læknir,
Dmitri Papadopoulos, og fylgdi
Minis i sjúkrahús til læknisrann-
sóknar. Þessi ferð gerði hann óró-
Iegan — ,,ég hafði illar bifur á
þessari umhyggju fyrir heilsu
minni”. Skömmu síðar er hann
fluttur I klefa 1, beint á móti klefa
6, „af öryggisástæðum” að þvf er
honum var sagt. Kona hans,
Sophia, kom i heimsókn, færði
honum fréttir að heiman og mat.
Siðan var hann á ný settur I klef-
ann).
LAUGARDAGUR, 1. JÚLÍ
1972:— Ég var nýlagstur á rúmið
eftir matinn þegar varðmaður,
Louvis að nafni, opnaði dyrnar og
kom inn ásamt öðrum óein-
kennisklæddum manni. Louvis
sagði mér að standa á fætur og
fara i sköna, en þegar ég spurði
hvers vegna, sagði hinn maðurinn
hryssingslega: „A fætur með þig,
bölvuð skepnan þin”.
Ég mótmælti þessu orðbragði, en
hann hélt áfram: „Lokaðu á þér
bölvuðum kjaftinum og farðu i
skóna”.
Louvis sagði eitthvað við hann,
en hann tók ekkert mark á þvi og
sagði: „Nú áttu að standa i rétt-
stöðu. Snúðu að veggnum, þrjú fet
frá honum”.
Ég gerði það sem hann sagði,
og þeir tóku öll húsgögnin út úr
klefanum og komu i staðinn með
litið borð. Louvis setti nokkur
óskrifuð blöð og penna á borðið og
sagði að héðan i frá mætti ég