Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 15
TÍMÚtftö*/ ! 15fc .i.tfí m. *iu$§inM#n£ Sunnudagur 26. ágúst 1973. Anastassios AAinis, sem var 111 daga í yfirheyrslumiðstöð grísku herlögreglunnar, og varð þar að þola þær pynt- ingar, sem hann lýsir í dag- bók sinni. ekki hreyfa mig nema til þess eins aðskrifa eitthvað. Ég sagðist ekkerthafa aðskrifa, en hann fór. Hinn maðurinn, sem hét Vlachos, öskraði sifellt að mér: „Hvers konar réttstaða er þetta, maður! Upp með höfuðið! Stattu kyrr!” Þess á milli sagðist hann myndi taka mig af lifi ef ég skrif- aði ekki allt, en ég kvaðst ekkert hafa að skrifa. Eftir nokkra stund fór ég að svitna. Fótleggirnir skulfu og likami minn riðaði fram og aftur. Ég átti erfitt með andardrátt og hnén vildu gefa sig. Þannig leið a.m.k. ein eða tvær klukkustund- ir, þvi þeir skiptu um varðmann. Hann stóð nálægt mér og sá hvernig svitinn lak af mér. ,,Þú bráðnar eins og kerti”, sagði hann. — „Segðu allt. Skrifaðu nú allt sem þú veizt niður á blað”. (Um miðnætti liður yfir Minis, og læknir, sem er kallaður á stað- inn, fyrirskipar, að fanginn sé fluttur i annað herbergi, þar sem rúm er. Læknirinn athugar blóð- þrýstinginn og hjartsláttinn og segir varðmanninum að gefa fanganum glas af appelsinusafa. Sfðan er Minis færður í kiefann á ný og látinn fá bekk að sitja á, en i hvert sinn sem hann virðist ætla að falla I svefn lemur varðmaður- inn kylfu sinni I vegginn.) SUNNUDAGUR, 2. JULt 1972: — Fótleggir minir voru allir bólgnir og ég var úrvinda. I dögun sat ég hreyfingarlaus á bekknum. Klukkan átta kom læknirinn aftur og athugaði mig. Hann fyrirskip- aði varðmanninum að koma aftur með rúmið mitt. Loksins fékk ég vatn að drekka, og gat lagzt niður og sofnað. Þeir vöktu mig um miðjan dag og fóru með mig til Hadjizissis. „Minis”, sagði hann, — ,,ég ráðlegg þér þin vegna að skrifa niður allt sem þú veizt um AAA. Við höfum okkar aðferðir til þess að þvinga þig til að tala. Neyddu okkur ekki til að nota þær. En mér er andsk. sama hvort blóð- þrýstingur þinn fer niður i 45, 30 eða núll...’” Ég var aftur færður i klefann og lagðist niður. Fimm minutum siðar spurði varðmaðurinn gegn- um hurðaropið hvort ég væri að skrifa. Ég kvaðst ekkert hafa að skrifa. Skömmu siðar komu þrir óeinkennisklæddir menn inn til min, allir með kylfu i hendi. Þeir færðu rúmið út úr klefanum og skipuðu mér að standa i réttstöðu á sama stað og daginn áður, og snúa að veggnum. Tveir þeirra fóru siðan út, en einn, Tsoum- bounis, varð eftir. „Ætlar þú núna að skrifa?”, — spurði hann. Enn einu sinni kvaðst ég ekkert hafa að skrifa. Þá hóf hann að berja mig með kylfu sinni á kálf- ana. Þetta var i fyrsta sinn sem þeir börðu mig. Ég snerist strax til varnar. Ég reyndi að ná kylf- unni, en hann barði mig aftur. Þá snéri ég mér snögglega og náði taki á úlnlið hans. Hann kallaði hátt, og annar varðmaður Mavro- poulos, kom hlaupandi inn i klef- ann og slógu mig með kylfunni um leið og hann bölvaði mér fyrir að dirfast að lyfta litla fingri. Ég kvaðst hafa brugðið við ósjálfrátt i sjálfsvörn. Tsoumbounis hóf þá að berja mig eins fast og hann gat með kylfunni á kálfana, lærin og rass- kinnarnar. Hann krafðist þess að ég stæði kyrr á meðan og i rétt- stöðu. Þar sem það var ógerlegt vegna barsmiðanna, fór hann og náði i græna málningu og málaði hring á gólfið. Hann fyrirskipaði mér að standa innan hringsins, snúa að veggnum og hreyfa mig ekki út fyrir grænu strikin. Ég var kófsveittur, mig svimaði og verkjaði i allan likamann vegna högganna.... Varðmennirnir skiptust á, tvo tima i einu á daginn og einn og hálfan tima á nóttunni. Ég hafði enga hugmynd um hvað timanum leið... Brátt fór ég að sjá ofsjón- ir... Mér fannst ég sjá i gegnum vegginn skýrar myndir. Vinstra megin sá ég fagra konu liggja nakta á rúmi! Hún var i faðmlög- um við karlmann, en á fótum hennar og höndum voru hófar, og sömuleiðis á höndum og fótum mannsins. Hægra megin sá ég inn i efnafræðivinnustofu: hillur þaktar alls konar efnum og til- raunaglösum, og við og við litla mús, sem stökk frá einni hillu til annarrar. Þar var einnig maður með hvita svuntu, og var hann við rannsóknarstörf. Ég hélt áfram að sjá þessar sýnir — alltaf þær sömu — allan þann tima sem þeir pyntuðu mig. „Minis var látinn standa i græna hringnum i heila viku án svefns. Hann sá stöðugt þessar ofsjónir, hann fékk að gera þarfir sinar aðeins einu sinni á dag, hon- um var bölvað og hann barinn. Sumir varðmannanna aumkuðust þó stundum yfir hann: gáfu hon- um vindling, leyfðu honum að setjast á gólfiö. Einn þeirra var Vallassis, ungur maður frá þorp- inu Pyrgos. Hann leyfði Minis að hvila sig:: lét hann sitjaá gólfinu þann eina og hálfa tiina sem hann gætti hans. Minis þakkar honum, og heitir þvl að endurgjalda hon- um þótt siðar verði). MANUDAGUR, 10. JÚLÍ 1972: — Um áttaleytið um morguninn létu þeir mig setjast á stól út i horni. Þeir höfðu hætt að berja mig. Mér var færður bolli af te, og ég vildi drekka það, en átti mjög erfitt meö að kyngja þvi. Hvit skán,sem hafði myndazt i munn- inum gerði andardrátt erfiðan, en ég reyndi aö íjarlægja hana með skitugum nöglunum. Ég hafði ekki sofið — a.m.k. ekki i rúmi — siðan 1. júli, og mig verkjaði mik- ið i allan likamann. Það var hörmung að sjá fæturna á mér — þeir voru svo bólgnir, að bux- urnar féllu þétt að þeim eins og sokkabuxur... MANUDAGUR. 17. JCLt 1972: — Siðustu viku lá ég i klefa min- um og svaf mest allan timann. Það þurfti tvo varðmenn til að lyfta mér og bera mig út, ef ég þurfti að fara á salerni... Um 10 leytið sagði varðmaðurinn mér að raka mig og búa mig undir heimsókn frá herlögreglunni. Hálfri stundu siðan var ég færður til skrifstofu Theophiloyannakos- ar, þar sem hann var sjálfur mættur ásamt Ioannides ofursta úr herlögreglunni. „Jæja Minis”, — sagði Ioannides, — „Við ættum að hjálpa hvor öðrum. Viö höfum itarlega og fullnægjandi skýrslu um þig. Ég veit ekki, hvort þér hefur nokkru sinni dottið i hug, að sprengjurnar þinar gerðu okkur meira til góðs en ills. A vissan hátt þykir okkur gott að fá nokkrar sprengjur við og við.” „Hvers vegna farið þið þá svona með mig? Sleppið mér lausum, ef ég hef gert ykkur gott, eins og þú segir”. „Fyrst verðum við aö vita allt um hreyfinguna, sem þú mynd- aðir og sem þú stjórnar. Siðan þarftu að segja okkur nöfn allra samstarfsmanna þinna. Við höfum öruggar sannanir fyrir þvi, að þú varst foringinn. Játaðu þetta fyrir okkur. Byltingin er nú á sjötta ári. Arið 1967 héldu margir, að hún myndi aðeins standa i fáeina mánuði, og nú erum við á sjötta ári. Og veiztu hvers vegna? Veiztu hvar styrk- leiki okkar liggur? t þeirri stað- reynd, að við skipum hinum mannlega þætti i annað eða þriðja sæti”. „Já, ég hef komizt að raun um það”. „Ef við hefðum gefið hinum mannlega þætti forgang þá værum við ekki við völd i dag. Þú verður að skilja, að við höfum nægan tima, og allar hugsanlegar aðferðir til þess að neyða þig til þess að segja okkur allt um hreyf- ingu þina”. „Ég hef sagt lögreglunni allt. Það er ekkert eftir ósagt.” „Ég gef þér ákveðinn frest, 24 stundir, til að hugsa málið. Siðan mun ég gera það að tillögu minni, að Theophiloyannakos taki þig til sérstakrar meðferðar. En mundu, að svo kann að fara, að einhverjir hlutar likama þins verði þá aljörlega gagnslausir, þótt það kunni nú reyndar lika að Framhald á bls. 33 AÐ KAUPA VERÐTRYGGÐ SPARISKlRTEINI RlKISSJÓÐS JAFNGILDIR FJÁRFESTINGU I' FASTEIGN EINFALDASTA OG HAGKVÆMASTA FJÁRFESTINGIN SKATT- OG FRAMTALSFRJÁLS TIL SÖLU í ÖLLUM BÖNKUM — ÚTIBÚUM SPARISJÓÐUM OG HJÁ NOKKRUM VERÐBRÉFASÖLUM SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.