Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 26. ágúst 1973. ' Allar málningarvörur emnig Tóna- og Oska-litir 6002 litir UTAVER Ilin glæsilcga hertogahöll séö utan af ióninu. Hertogahöllin í Feneyjum Sólin skein á Markúsatorgiö og stórir dúfnahópar spfgsporuöu þar letilega innan um feröa- mennina, sem voru nánast eins og .1 inn i jtaver Giensásveni jólatré, skreytt meö myndavél- um. Yfir á horninu viö klukkuturn Markúsarkirkjunnar, lyfti enskur kennari upp regnhlff sinni og áminnti nemendur sina um aö hafa hljótt meöan hann gæfi skýringar sinar. — Þið eruð heppnir strákar, að ég skuli ekki biðja ykkur að at- huga köfunartækin, áður en viö förum um borð. Nú skuluð þið fá að sjá dálitið, sem börnum ykkar auðnast aldrei að sjá, nema þau verði froskmenn. AUt sem þið sjáiö hér um- hverfis ykkur var byggt fyrir næstum 900 árum. Þá voru reistar tignarlegar byggingar og skreyttar með miklum listaverk- um. Þetta átti ekki einungis að vera þálifandi kynslóð til ánægju, heldur einnig þeim, sem á eftir kæmu. Nú á timum eyðileggjast þessar byggingar með ógnar- hraða. Torgið, sem við stöndum á, sigur hægt i hafið, sentimetra eftir sentimetra, vegna þess að vatnið undir landinu er tekið og notað til iðnarins. Húsin, stytturnar, málverkin, freskurnar og öll listaverkin molna niður — étast upp i þessu brennisteinsrika lofti. I bát fyrir torgið — Farið inn i Markúsar- kirkjuna, hélt kennarinn áfram. — Sjáið hvernig hin fögru marmaragólf ganga i bylgjum eins og haf. Litið á hinar fögru styttur i hertogahöllinni og sjáið hvernig þær eyöast upp. Ef einhver hefur ekki vilja og getu til að stöðva þessa eyði- leggingu i tima, þá munu börn ykkar i framtiðinni sigla bátum hátt uppi yfir Markúsartorginu. Kannsi bregða þau sér i frosk- mannsbúning og kafa niður i oliu- mengað og slimugt vatnið til að leita að inngangi i hina fögru kirkju og hin dásamlegu fögru hús, sem finnast niðri i djúpinu. Þau munu þurrka oliuna af sjón- glerinu, kveikja á ljóskösturum og eygja glampa af fögru mósaik- gólfi, marmarasúlum og leifum fagurra stytta. Við skulum þakka fyrir að fá að sjá alla þessa fegurð, meðan hún er enn til.... Kennarinn gekk löngum skref- um á undan nemendahópi sinum yfir torgið og meðfram hertoga- höllinni. Það voru mikil þrengsli þarna i kjarna Feneyjaborgar og helzt Alls staðar i sölum hallarinnar eru gyllt listaverk og útskuröur eftir mestu listamenn fortiöarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.