Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 39
TÍMINN
39
o Falskur
Heimsóknin i
fangelsið
Rúmum mánuði siðar fór faðir
Alas við annan mann i heimsókn i
fangelsið sem er i St. Vincente.
Eilitið taugaóstyrkir litu þeir
stóru fangelsisdyrnar opnast
rólega.
En þeim varð strax rórra inn-
anbrjóst, þegar þeir voru komnir
inn úr dyrunum. Þegar við nefnd-
um nafn föður Denis kviknaði
bros á andlitum fangavarðanna
og ákafar hvislingar fóru um
fangahópinn, sem stóð ekki fjarri
aðalinnganginum. Skýringin á
þessu varð þeim brátt ljós.
Koma Denis i rikisfangelsið er
eitthvað mesta happ sem hefur
hitt þá stofnun. Okkur var brátt
ljóst að það er nánast faðir Denis
sem stjórnar fangelsinu núna.
Denis kom brosandi á móti okkur,
ásamt vini sinum fangelsisstjór-
anum Florencio Mendez sér við
hlið. Fangar og dyraverðir veif-
uðu glaðlega til Denis meðan
hann gekk fram ganginn, en hann
brosti og leit til þeirra með virðu-
leik sjálfs páfans.
Mendez fangelsisstjóri skýrir
svo frá:
— Það hefur verið forsjón
Guðs, sem sendi hann i þessa
stofnun. A fangelsisverkstæðinu
hefur hann kennt mönnum hag-
ræðingu við störfin. í eldhúsinu
hefur hann veitt matsveinunum
tilsögn i matargerð og kennt þeim
gerð fjölda nýrra rétta auk þess
sem nýting hráefnanna er nú ólikt
betri en áður. Hann hefur kennt
föngunum hreinlæti og sýnt
hvernig betur má hlúa að þeim
sjúku á sjúkrastofunni. Menn
skrifta hjá honum — menn hafa
eignazt nýja von.
Árum saman hafa fangarnir
gert hljóðfæri, sem seld hafa ver-
ið utan veggja stofnunarinnar.
Faðir Denis taldi mig á að leyfa
þeim að mynda sina eigin hljóm-
sveit. Hann stjórnar hljómsveit-
inni sjálfur hljómsveitarmeðlim-
irnir eru flestir morðingjar. Hann
gerir verk sitt svo vel, að þetta er
orðin fyrirtaks hljómsveit.
Denis hafði fengið einkaklefa
og var hann nægilega rúmur fyrir
fimmtiu manns. Fangelsisstjór-
inn hafði heimtað að hann yrði
skilinn frá öðrum föngum og auk
þess hafði hann séð svo um, að
Denis fékk einkamatsvein og sinn
eigin kæliskáp.
Denis sat á rúmi sinu og sagði
sögu sina.
— Auðvitað er ég enginn prest-
ur, byrjaði hann. — Ég vildi
gjarnan að ég væri raunverulegur
prestur, en ég held varla að kirkj-
an geti sætt sig við þær aðferðir
sem ég nota.
Þegar ég hóf för mina átti ég
fimm hundruð dollara. Mikinn
hluta þessara peninga gaf ég fá-
tækum á ferð minni um lönd Mið-
Ameriku. En ég hefi aldrei staðið
að vigslu. Þær sögur eru upp-
spuni. Ég hefi aldrei vigt neinn,
en ég gekk á milli fangelsa og
fékk menn látna lausa, en þetta er
hlutur, sem ég gerði einnig i minu
heimalandi.
Þegar ég kom hingað hóf ég
byggingu sjúkrahússins og þá
varð ég að svindla enn einu sinni.
Ég reit undir kaupsamning þar
sem ég lofaði að kaupa lyf og
lækningatæki fyrir um þrjár
milljónir króna. Mér hefði tekizt
að afla þessa fjár ef ég hefði ekki
verið tekinn höndum. Nú hafa
þeir orðið að stöðva byggingar-
framkvæmdirnar.
Ég lagði hart að mér. A hverj-
um morgni klukkan fjögur fór ég
á fætur. Ég ók fram og aftur milli
Suchitoto og höfuðborgarinnar
með alls konar efni, sem menn-
irnir er reistu sjúkrahúsið, þurftu
á að halda. Þeir þörfnuðust alltaf
einhvers — sements, stálvira,
skóflna eða vatnsfata — alls kon-
ar hluta. Margir hétu mér aðstoð
á þessum timum, en eftir að ég
var settur inn hafa þeir flestir
gleymt mér.
En hvað með allar misgjörðirn-
ar i Kanada? Hvað um söguna,
sem segir, að hann hafi dregið 21
mann með sér inn i stórt vöruhús,
sjálfur klæddur prestshempu?
Allir fengu nýja skó og þegar það
var gert, bað Denis afgreiðslu-
manninn um að senda reininginn
til páfans i Róm.
— Páfinn hafði vel efni á þessu,
segir Denis. — Jú, reyndar, bætir
hann við, — það er rétt. Ég sat i
'fangelsi i Kanada. En eftir það
kom ég hingað. Biskupinn hér
notar stórar fjárhæðir til bygg-
ingar kapellu, en hann lætur ekk-
ert af hendi til byggingar sjúkra-
hússins.
Hann bað okkur um að lita i
kringum okkur:
— Sjáið þið hvernig ástandið er
i þessu fangelsi. Það ætti að setja
á laggirnar nefnd, sem hefði það
hlutverk, að fylgjast með að-
búnaði i fangelsunum.
Það er min trú, að Guð fylgi
þeim sem gerir gott og fer eftir
ábendingum Bibliunnar. Ég er
enginn Guð, — ég veit að visu að
einstaka fátækt fólk heldur svo
vera. Jesú gerði það sama og ég
geri, og þeir drápu hann. Ég held
þeir muni ekki drepa mig.
Mig langar til þess að hjálpa
þessu fólki. Hvað hefur það gegn
mér? Er það billinn, sem aldrei
var borgaður. Bill, sem hvort eð
er hefði verið seldur um áramót-
in. Þeim er alveg sama þótt fólk
deyi. Hugsið t.d. um sjúkrahúsið.
Þar er ekki einu sinni súrefnis-
tjald. Börnin eru með stóra út-
þanda maga. Þau eru algerlega
vannærð. Og litið á þetta fangelsi.
Niu hundruð mönnum stiað
saman eins og grisum, án hinnar
minnstu vonar um endurbætur.
Ef Avis bilaleigan vill láta gott af
sér leiða ættu þeir að breyta bila-
leigubilnum i sjúkrabil og gefa
hann fátæka fólkinu i Suchitoto.
Á leiðinni frá fangelsinu aftur,
sagði faðir Alas, að hann væri
hræddur um að Denis væri i meiri
erfiðleikum, en hann gerði sér
grein fyrir sjálfur. Mið-Amerika
er ekki það sama og Kanada,
sagði hann, og bætti siðan við:
— Denis átti auðvelt með að
blekkja mig. Ég efaðist aldrei eitt
augnablik um að hann væri
prestur. Hann leit út eins og
prestur og hagaði sér eins og
prestur. Þar að auki var hann vel
að sér um trúarleg efni. Hann gat
predikað og það eru ekki margir
leikmenn sem kunna til þeirra
verka. Ég er sannfærður um að
han vigði aldrei neinn. Það gerði
ég. Denis telur sig fæddan til þess
að hjálpa fólki og kannski hefur
hann rétt fyrir sér.
Faðir Alas óttaðist að Denis
kynni að verða dæmdur i allt aö
tuttugu ára fangelsi i sinu nýja
heimalandi.
Rétt áður en hin voldugu hlið
fangelsisins i St. Vincente lokuð-
ust að nýju, hafði faðir Denis
sagt:
— Ég iðrast einskis. Lif mitt i
E1 Salvador hefur verið stórkost-
legt. Allir kunna að meta mig i
þessu landi. Þetta fátæka fólk er
min fjölskylda. Ég elska það, og
ég ætla að gera allt sem i minu
valdi stendur til þess að hjálpa
þvi. Það skiptir engu máli að ég
gerðist brotlegur við lögin meðan
ég var i Kanada. Ég bið Guð að
hjálpa mér til þess að ég verði
ekki framseldur. Ég vil eyða lifi
minu meðal þessa fólks.
(þýtt—gj)
o Hertogahöllin
upp i fangelsið eftir litilli lokaðri
brú, hátt uppi yfir sikinu. Þessi
brú var fljótlega nefnd
Andvarpabrúin og heitir það enn
þann dag i dag.
Á niðurleið
Hertogahöllin, sem ásamt
Markúsarkrikjunni er andlegt og
likamlegt hjarta Feneyjaborgar,
ef svo má segja, var byggð á
mörgum öldum. Þegar á niundu
öld var mikill hertogabústaður,
þar sem höllin er nú og var þá vigi
allt um kring. Feneyingum var
flóttinn frá meginlandinu enn i
fersku minni og þótti þvi vissara
að geta varizt vel, ef á þyrfti að
halda.
Hertogahöllin sprengdi af sér
virkismúrana og brátt reis þarna
draumahöll mikil yfir Markúsar-
torginu. Hún var svo stórfengleg,
að Ottó III keisari, sem var þar
gestur árið 998 varð hugfanginn
af fegurð hennar og rikidæmi.
'irisvar sinnum herjuðu elds-
voc r höllina, árin 1483, 1574 og
1577 en i hvert sinn var hún
endurreist i sinni fyrri mynd. Ný
'istaverk voru gerð i stað þeirra,
sem ekki tókst að bjarga.
I dag litur hertogahöllin
nákvæmlega eins út og þegar hún
var byggð á miðöldum i gotnesk-
um stil. Hún er ein af þeim
byggingum heims, sem mest er
dáðst að. Mörg listaverkanna eru
mun yngri en höllin, flest munu
þau vera frá 17. öld. eftir þeirra
tima barokk-málara-
Frásögn enska skólakennarans
um ógnir þær, sem biða i fram-
tiðinni.er enginn uppspuni. Hinar
stóru oliuhreinsunarstöðvar og
efnaiðnaðurinn, sem vaxið hefur
geysilega á meginlandinu á
siðustu áratugum, hefur það i för
með sér, að orðið hefur að
breikka og dýpka sikin á milli
eyjanna, þannig að sifellt
stækkandi tankskip komist þar i
gegn. Afleiðingin er sú, að nú
skella saltvatnsbylgjur Adria-
hafsins á borginni i hvert sinn
sem blæs af suðri. Til viðbótar
kemur svo mikil loftmengun,
vegna iðnaðarins að hluta, en
einnig úr borginni sjálfri, sem
hituð er upp með oliu. Loks er svo
það, að fólk þarf vatn og þvi er
dælt upp undan borginni, meö
þeim afleiðingum, að hin gljúpi
jarðvegur þornar og skreppur
saman.
Aðeins skjót ráð og viðbrögð
stjórnmálamanna, tæknimanna
og miklir peningar geta bjargað
Feneyjum frá því að hverfa i
jörðu niður á næstu 30-40 árum.
Það mun kosta milljarða, en deilt
er um, hver á að borga brúsann
og hvernig verkið skuli unnið.
Meðan á þvi þjarki stendur, er
ekkert gert og borgin með öllum
sinum ómetanlegu listaverkum,
sigur hægt og rólega. Þýtt SB.
M
b<l
r*j
M
P«J
M
P«J
M
M
M
M
CmJ
Trúlofunarhringar
Fjölbreytt úrval af gjafavörum úr
gulli/ silfri/ pletti/ tini o.fl. önnumst
viðgeröir á skartgripum.
Sendum gegn póstkröfu.
Gullsmíðaverkstæði ólafs G.
Jósefssonar
Öðinsgötu 7 (Rafhahúsinu) ( Sími 20032
CmI
P*
CmI
Cnl
Pí
Cm»
Gólfdúkur
Hollenzk og amerísk gæðavara
Fagmenn á staðnum.
_______________________________
Ertu að byggja?
Viltu breyta?
Þarftu að bæta?
I
itaver
birensásvegi
*
v
V KALT B0RÐ\
S í HADEGINU L
f m BILASTÆÐI \l|
BLÓMASALIR
LOFTLBÐIR
%
-
BORÐAPANTANIR I SIMUM
22321 22322
BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9
VIKINGASALUR