Tíminn - 26.08.1973, Qupperneq 12

Tíminn - 26.08.1973, Qupperneq 12
12 TÍMINN Sunnudagur 26. ágúst 1973. Getum útvegað með stuttum fyrirvara hinar vinsælu haugsugur frá BAUER Guðbjörn Guðjónsson HEILDVERZLUN Siðumúia 22 — Simar 85694 og 85295 Þrír ungir liffræöinemar rannsóknarstofu sinni. Þeir eru, taliö frá vinstri: Kristján R. Jessen, Stefán B. Sigurösson og Konráö Þórisson. LITIÐ INN HJÁ LÍFFRÆÐINEMUM Fyrr i sumar leit blaðamaður frá Timan- um inn á Grensásvegi 12 i Reykjavik, þar sem liffræðinemar hafa að- setur. Nú erum við aftur stödd á þessum stað. Við hittum hér fyrir unga menn og biðjum þá að leysa úr nokkrum spurningum. Það er Kristján B. Jessen, sem fyrst verður fyrir svör- um. — Hvað er það, Kristján, sem þið eruð að gera hér núna? — Við stundum lifeðlis- og lyfhrifafræðilegar rannsóknir á portæðum úr rottum. — Slátrið þið þá rottum i stór- um stil? — Já, Við tökum aðeins einn litinn æðarbút úr hvcrri rottu, svo aö þær verða nokkuð margar, sem lóga þarf. — Hvernig farið þið að þvi að rannsaka æðina? — Fyrsta skrefið er náttúrlega að drepa rottuna, siðan að skera hana upp og taka úr henni þennan æðabút. Þessu næst er æðinni, komið fyrir i 37 gráða heitri salt- lausn, sem er lik likamsvökvan- um að samsetningu og gefum lyf út i baðið, sem æðin liggur i eða þá að við breytum jónasamsetn- ingu vökvans frá hinu eðlilega, og athugum kraftsvörun æðarinnar. Við höfum sérstök tæki til þess að mæla hverrsu mikinn kraft æðin þróar. — Veitir þetta til dæmis svör við þvi, hve mótstöðuafl æðarinn- ar er mikið, til dæmis gegn sjúkdómum? — Ekki nema mjög óbeint. Þetta eru grundvallarrannsóknir, og allur sá skilningur sem þær hugsanlega gætu veitt, er nýttur af þeirri grein hagnýtrar liffræði, sem við köllum læknisfræði. — Hvað er þetta langt nám hjá ykkur? — Meðaltalið eru þrjú ár til BS prófs. — Og hvað svo? Framhalds- nám erlendis? — Næst er að taka eins árs rannsóknarverkefni hérheima að loknu þessu BS prófi, en ef menn vilja halda áfram eftir það, til dæmis upp i MS próf, þá verða menn að fara utan. — Hver stjórnar þessum rannsóknum? — Þetta er unnið undir hand- leiðslu prófessors Jóhanns Axels- sonar. — Finnst ykkur gaman að grúska i þessu? — Já, það er mjög gaman, annars væri ég ekki að þvi. — Er þetta ekki tiltölulega ný háskólagrein? — Þessi námskeið, liffræðin, eða liffræðiskor, eins og hún heit- ir núna, er ekki nema fimm ára. En hún er innan verkfræði- og raunvisindadeildar, og hún er að sjálfsögðu ekki ný af nálinni. — Eruð þið mörg, sem eruð að læra þetta? — Ég hef ekki nákvæma tölu um þetta hér hjá mér, en við munum vera eitthvað a milli hundrað og tuttugu og hundrað og þrjátiu, allt i allt, á öllum árum saman lagt. — Þakka þér fyrir, Kristján. Við skulum heyra, hvað næsti maður hefur að segja. Það er Stefán B. Sigurðsson, sem næst verður fyrir svörum. í nánum tengslum viö læknisfræði. — Hvað vilt þú segja, Stefán, um þá starfsemi sem hér fer fram? — Ég tel þetta vera mjög nauðsynlegar undirstöðu- rannsóknir. Þar með er ekki sagt, að þetta verði allt hagnýtt, og allra sizt strax. Við getum hugsað okkur að það séu svo sem tiu eða tuttugu af hundraði, sem kemur til nota, en engu að siður er starfsemin nauðsynleg, ein- mitt til þess að fá þann hundraðs- hluta,sem nýttur er, hvort sem það hlutfall er stórt eða litið. — Þetta er auðvitað i nánum tengslum við læknisfræðina? —Jú vissulega er það svo. A það má benda til dæmis, að prófessor Jóhann Axelsson, sem þessum rannsóknum stjórnar, er jafnframt forseti læknadeildar. Þetta skapar að sjáfsögðu sterk tengsl á milli þessara deilda, enda eru þau mjög nauðsynleg. — Hvaða störf eru það svo, sem biða ykkar að loknu námi? — BS prófið veitir mönnum kennsluréttindi, þannig að þeir- geta kennt þessa grein að minnsta kosti upp i sjötta bekk menntaskóla en ég held, að flestir fari i framhaldsnám, eða það ætla ég að minnsta kosti að gera. — Hvert ætlar þú að fara? — Ég verð i Lundi i Sviþjóð og legg þar stund á svipaðar rannsóknir og hér eru gerðar. — Svo að visindalegar rannsóknir verða ævistarfið? — Það er langsennilegast. Ég geri ráð fyrir að vinna á rannsóknarstofu og kenna með, enda er æskilegt að það fari saman. Visindamenn eiga einmitt að kenna þeim sem á eftirkoma og seinna taka við starfi hans. — Er ekki alltaf að aukast rannsóknarstarfsemi í sambandi við sjúkrahúsin? — Jú, slikt fer mjög i vöxt. Ég vona bara, að þeir hlutir verði komnir i gagnið þegar ég kem heim aftur. — Hvað býst þú við að verða lengi úti? — Fjögur til fimm ár., en það er sá timi sem það tekur að ljúka sænsku doktorsprófi. — Þú gazt þess áðan, að þetta gripi mjög inn i læknisfræði. Viltu útskýra það nánar? — Það má til dæmis nefna, að lyfin sem við notum hafa lengi verið i notkun til lækninga. t rauninni eru þetta hormón, sem likaminn notar sjálfur til þess að stjórna sinni starfssemi. Aftur móti hefu hingað til litið verið um það vitað, hvernig þessi hormón starfa i raun og veru i grund- vallaratriðum. Rannsóknir okkar beinast mjög að þvi að kanna það atriði. Við skulum til gamans taka eitt dæmi: Þegar blóð- þrýstingur lækkar i manni, framleiðir likami hans efni, sem veldur samdrætti i æðunum og hækkar þar með blóðþrýstinginn. Þegar við svo notum þetta efni hér á rannsóknarstofunni, fáum við samdrátt i æðunum, nákvæm- lega eins og gerðist hjá sjúklingn- um. Það er hægt að nota lyf vegna þess að menn vita i stórum drátt- um hvernigþau vinna. Það er oft ekki fyrr en eftirá, að farið er að forvitnast um raunverulega starfsaðferð lyfsins, sem notað hefur verið með góðum árangri. A framtiö fyrir sér — Ég mætti kannski að lokum spyrja þig, Stefán: Telur þú ekki að þéssu fræðigrein, sem þú ert að nema, muni eiga eftir að eflast mjög hér á landi? — Jú það tel ég alveg vist, enda væri það mjög æskilegt. Það er einmitt verið að reyna aö flytja þessar rannsóknir hingað heim frá Sviþjóð. Jóhann Axelsson, prófessor, sem stjórnar þessu ^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■Sr^ Hvitar rottur i búri hjá liffræöinemum. Segja má, aö þeirra bíöi ekki ómerk örlög: Þær munu brátt deyja og fórna lifi sinu á aitari vísindalegra rannsókna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.