Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 32
TÍMIISÍN
32
Sunnudagur 26. ágúst 1973.
Hrafnarnir sjö
Ævintýri eftir Grimm.
Framhald úr
laugardagsblaði
hefði notað sér fæðingu
hennar til að koma fram
vilja sinum, en sjálfri
væri henni að engu um
að kenna. En Iitía
stúlkan kenndi sér
samt stöðugt um örlög
bræðra sinna og fannst
það skylda sin að frelsa
þá, ef sér væri það
mögulegt. Hún hafðr
ekkert viðþol heima, en
bjó sig i skyndi af stað i
ferð til að leita að bræðr-
um sínum og leysa þá úr
álögunum ef þess væri
nokkur kostur. Hún
hafði ekki með sér ann-
að en hring, sem var
minjagripur frá foreldr-
um hennar, ofurlitinn
brauðbita til að sefa með
hungur sitt, svolitinn
stól til að setjast á, þeg-.
ar þreytan yrði yfir-
sterkari, og vatns-
krukku með vatni til að
svala þorsta sinum.
Litla stúlkan hélt
ákaflega lengi áfram,
unz hún kom nærri á
heimsenda. Hún hitti
góða og fallega dis, sem
sagði: ,,Ég er dis
morgunstjörnunnar, ég
veit allt um ferðir þinar
og hér hefur þú ofurlitið
bein, en án þess að hafa
þetta bein getur þú ekki
opnað glerfjallið, en þar
eru bræður þinir”.
Stúlkan vafði beinið
innan i klút og setti i
barm sinn. Svo lagði hún
af stað, og létti ekki
ferðinni fyrr en hún kom
að glerfjallinu. Dyrnar
voru lokaðar, og hún
ætlaði sér að gripa til
beinsins, sem góða disin
hafði gefið henni, en þá
var það týnt. Hvað átti
hún nú til bragðs að
taka?
Stúlkan vildi fyrir
hvern mun frelsa bræð-
ur sina, en nú vantaði
hana lykil að glerfjall-
inu. En hún varð ekki
ráðalaus heldur tók upp
hnif sinn og skar af sér
litla fingurinn. Hún
stakk honum i skráar-
gatið, og opnaðist hurðin
þegar. Fyrir innan
dyrnar mætti henni
dyrgja litil. ,,Hvað viltu,
barnið mitt?” sagði hún.
,,Ég er að leita að
bræðrum minum, hröfn-
unum sjö”, svaraði litla
stúlkan.
„Hrafnarnir eru ekki
heima sem stendur”,
sagði dyrgjan, ,,en þeir
koma bráðlega. Þér er
bezt að biða þangað til”.
Svo fór hún að bera á
borð fyrir hrafnana.
Litla stúlkan borðaði
bita af hverjum diski og
drakk teig af hverjum
bikar. í siðasta bikarinn
lét hún hringinn falla,
sem hún hafði með sér
að heiman.
Að stundu liðinni
heyrðist þytur mikill, og
dyrgjan sagði: „Nú
koma herra hrafnarnir
heim”. Þeir komu inn og
settust til borðs. Þeir
sögðu hver viðannan:
„Hver hefir borðað af
diskinum minum og
drukkið úr bikarnum
minum? Það hefir
mannsmunnur gert”.
Þegar hinn sjöundi var
búinn úr bikar sinum,
kom hringurinn i ljós.
Þegar hann sá hringinn
og þekkti hann, varð
honum að orði: „Guð
gæfi, að systir okkar
væri komin. Þá værum
við lausir úr álögunum”.
Systir þeirra hafði falið
sig bak við hurðina, en
þegar hún heyrði þetta,
gaf hún sig fram. Og i
sama vetvangi féll
hrafnshamurinn af
bræðrum hennar, og
þeir urðu aftur að mönn-
um. Þeir föðmuðu og
kysstu systur sina, og
svo héldu þau öll heim til
sin, glöð i bragði.
#
DAN
BARRY
Þetta gengur vel
Rikki. Loftbólugirð
.ingin heldur ágæ
^lega.
V !; i
iv 'i. sLj -- ^
* ■t! --t-' J v*
Siðar, i Venusarhöfn.
Didda er hér
við störf, Rikki.
Það er ég, sem
skyldir koma með.^ékk að koma ‘
Þetta er
ungfrú Arden
Gaman að þú
Nú vona að þú megírj' Já, það er reyndarl
1 King Featurea Syndicate, Inc., 1973. World righta reserved.
Framhald.