Tíminn - 26.08.1973, Side 40

Tíminn - 26.08.1973, Side 40
■n r- GBÐI fyrirgóóan mat $ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Eins líklegt, að þú komist ekki með hann á réttingaverkstæði fyrr en í október BÍÐUR — I>VI MIÐUIt, við f;ctum ckki tckið þennan bil inn fyrr cn upp úr miðjum scptcmber i fyrsta lagi...Nei, hcr þori cg ckki að lofa þcr plássi fyrr cn i byrjun októ- hcr...AthugMaðu aftur hjá okkur svona eftir mánaðamótin, þá gctur vcrið að cg geti skotið hon- um inn á milti, cn cg lofa ckki ncinu.... Þetta eru svörin, sem bifreiða- eigendur hér á Keykjavikursvæð- inu hafa oftast fengið að heyra, ef þeir hafa þurft nú undanfarnar vikur að komast inn með bilinn sitt á réttingaverkstæði. Ástandið er nú orðið slikt, að við sum verk- stæðin þýðir ekki að tala til að fá smá viðgerö — dæld i bretti eða á hurð, nema að þurfa að biða i marga daga. Sé um stórviðgerð aö ræða, getur biðin orðið allt upp i nokkrar vikur. iðngrein, hefðu bara hreinlega ekki undan i öllu þvi bilaflóði og óhöppum, sem hér væri. Bilunum fjölgaði með degi hverjum, en þeir sem legðu þetta starf fyrir sig væru sáraíáir miðað við það. 1 félaginu eru nú um 100 manns og á hverju ári bætast við 3-4, hámarkið er 7-8 menn. Ástæðuna fyrir þvi taldi hann þá, að starfið væri sóðalegra en flest annað og ekkf nægilega vel borgað, miðað við aðrar iöngreinar, eins og þær, sem gætu komið við uppmælinga- taxta. Hann sagðist vita til þess, að menn þyrftu að biða i marga daga og jafnvel vikur eftir að geta komizt inn á réttingaverkstæði, og jafnvel einnig önnur verk- stæði. Við þessu væri ekkert hægt að gera á meðan starfið væri ekki vinsælla en svo, að menn fengjust ekki til að koma i það. Það getur tckið allt aö tvo mánuöi að fá viögerö á bilnum...ef þú getur ekki gert viöhann sjálfur. (Tíma- inynd: Kóbert) ÁTTU BEYGLAÐAN BÍL, SEM VIÐGERÐAR? „Það er fullkomnað",hugs- aði bóndinn í Kirkjulækjar- koti Síðan hefurheimilið verið trúvakningarmiðstöð Þetta hefur aö sjálfsögðu verið mjög bagalegt fyrir margan bila- eigandann, en sumir þeirra hafa orðið að leggja bilum sinum i lengri eða skemmri tima al'þess- um orsökum. Nokkur verkstæði hafa verið lokuð vegna sumarleyfa að undanförnu og hel'ur það ekki bætt úr skák. Þar eru t.d. sum verkstæði ákveðinna bilategunda einsog Hekla, og Volvo, en einnig nokkur fleiri. Lokun þeirra i langan tima hef- ur komið sér illa fyrir marga, sem hafa keypt sér nýja bifreið. Er þar t.d. einn, sem við höl'um haft fréttir al', sem keypti sér nýjan bil i sumar.Daginn eftirað hann fékk hann i hendurnar, var verkstæðinu, sem sér um viðhald á þessari gerð, lokað vegna sumarleyfa. Daginn eftir kom iljós, galli á bilnum, og þegar eigandinn ætlaði að l'á liann lag- færðan, var honum sagt að koma eftir mánuð, þá yrði verkstæðið opnað aftur. Allan þennan tima hefur billinn staðið fyrir utan dyrnar hjá honum og á kilómelra mælinum stendur, að honum hal'i verið ekið 18 km. Asvaldur Andrésson, formaður félags bifreiðasmiða, sagði okkur, að þeir, sem væru i þessari A ÞKIDJA tug ára hefur vcrið haldiö uppi austur i Fljótshlið trú- málastarfi, sein sjaldgæft mun I sveitum landsins. Upphaf þcss var, aö bóndinn i Kirkjulækjar- koti, Guöni Markússon, hallaði sér út á legubckkinn sinn og lét hugann reika. Hann haföi talsvcrt sótt samkoinur hvitasunnumanna i Keykjavik, og nú tók liann aö ihuga orö Krists á krossinum: „Þaö er fullkomnaö.” Skyndilega uppljómaöist hugskot hans, og hónum fannst sem þcssi orö ættu viö sig. A þeirri stundu taldi hann. aö hann licföi endurfæðzt, cins og sagt er á máli hvftasunnumanna, og upp frá því varð Kirkjulækjar- kot miöstöö þeirra trúariökana, sem tiökast mcöal hvitasunnu- manna. t Kirkjulækjarkoti búa nú þrir bræður, Guðni smiður og bændurnir Grétar og Magnús, sem raunar stundar einnig smiðar. Þeir og fjölskyldur þeirra mynda kjarna þeirrar deildar hvitasunnusafnaðarins, sem er þarna um miðbik Rangárvalla- sýslu. Nú i ágústmánuði hefur verið óvenjulega mikið um sam- komur og var hin siðasta þeirra af sex eða sjö haldin á miðviku- dagskvöldið var. — Það eru tuggugu og f jögur ár siðan faðir okkar bræðra hóf þetta starf sagði Guðni Guðnas. i samtali við blaðið og tuttugu og eitt ár siðan við feðgarnir byggð- um samkomuhús, sem við höfum notað siðan. Það hefur lengi verið siður að halda hér samkomur um verzlunarmannahelgina, og svo var einnig gert i sumar, og i ár var það haldið i samkomutjaldi, sem Filadelfiusöfnuðurinn hefur eignazt, og stóð á fjórða dag, enda fjölmennt. Um samkomurnar, sem haldnar hafa verið nú undanfarið nokkuð þétt, er það að segja, að maður sem kom frá Nýja-Sjá- landi fyrir fimm árum og settist að i Reykjavik eða Kópavogi, Willy Hansson að nafni, hefur komið hingað austur til þess að standa fyrir þeim, sagði Guðni enn fremur. Hann boðar iækningu fyrir trú i nafni Jesú Krists, og svo að sjálfsögðu frelsi sálar- innar. Hann talar á ensku, þó að hann kunni raunar islenzku, og maður á búi Magnúsar bróður mins, Atli Einarsson, er túlkur hans. Þetta hefur verið nokkuð fjölmennt stundum, allt að sextiu manns, og komið til okkar fólk frá Hvolsvelli og Hellu og viðar úr byggðarlögum hér i grenndinni. Auk þess sem hann predikar, syngjum við af hjartans lyst, og stundum standa menn upp til vitnisburðar eins og titt er á sam- komum okkar, ef andinn blaés' fólki það i brjóst. Unniö viö jarövegskannanir í Sundahöfn. (Tfmamynd: Gunnar) Könnun vegna nýrra garða EJ-Reykjavik. — Síðustu dagana hafa verið gerðar jarðvegsrannsóknir vegna frekari framkvæmda i Sundahöfn í Reykjavík. Að sögn hafnarstjórnas i Reykjavik er brýn þörf á fleiri hafnargörðum í Sundahöfn, þar sem ekki er hægt að anna eftirspurn. Hafnarstjóri sagði, að unnið hefði verið að þessum jarðvegs- könnunum vegna nýs hafnar- bakka siðustu vikuna, og yrði þvi starfi haldið eitthvað áfram. Rannsóknir þessar felast fyrst og fremst i borunum gegnum laus jarðlög til þess að finna hversu djúpt er niður á fasta klöpp, þar sem nýir hafnargarðar hugsan- lega koma. — ER brýn þörf á stækkun Sundahafnar. — Já, við önnum ekki eftirspurn, hvorki eftir hafnarbakkaaðstöðu né landrými fyrir skipaafgreiðslu og skipafélög. Við erum þvi með þessum athugunum að búa okkur undir að reyna að mæta þeirri eftirspurn. — En ákvarðanir um frekari framkvæmdir hafa ekki verið teknar? — Nei, það hefur ekki verið tekin ákvörðun um timasetningu fram- kvæmda. Hins vegar má segja.að fyrir liggi ákveðinn vilji um að halda áfram framkvæmdum i Sundahöfn. Það er svo fyrst og fremst fjárhagsleg hlið málsins, sem ræður þvi hvenær þaö verður, en þörfin virðist vera mjög brýn, — sagði hafnarstjóri að lokum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.