Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 26. ágúst 1973.
Körnin læra ekki af> tala, segir bandariski visindamaöurinn Noam
t'liomsky. heldur er ináliö uppfinning þeirra sjálfra, þvi aö málgáfan
er öllum eiginlcg.
MÁLIÐ ER
UPPFINNING
BARNSINS
VIÐ höldum að barnið
læri að tala, en i raun-
inni er hvorki hægt að
læra mál eða kenna. Það
er uppfinning, sem börn
in gera, þvi að þeim er
máígáfan meðfædd, þótt
þau þarfnist að sjálf-
sögðu hvatningar. —
Hér er sagt frá kenning-
um hins kunna banda-
riska talfræðings, Noam
Chomsky, um hina með-
fæddu talgáfu, sem hann
nefnir svo.
— Pabbi koma til þin!
— Eiga þú hann.
— Búin öll mjólk.
— Vinnan ég ekki fara vinnan —
pabbi.
Þetta er dæmigert barnamál —
eöa hvaö? Mismæli, röng orða-
röö, orö vantar i setnmguna,
„þin” i stað „min” og annaö i
svipuðum dúr. Það tekur barnið
tima að læra að tala rétt, en það
er lika ósköp gaman að hlusta á
hjalið i þvi, áður en það kemst
upp á lagið.
Við höldum að börnin okkar
læri að tala og að það séu
foreldrar og aörir fullorðnir
vandamenn og eldri systkini og
leikfélagar, sem kenni þeim mál-
ið.
Samt er hægt að hugsa sér
annan gang mála, þ.e. hvert barn
skapi sitt eigið mál og að málið sé
ekki hægt að læra og þvi siður að
kenna það, heldur sé það uppfinn-
ing, sem öll börn geri og beiti þar
meðfæddri málfarsgáfu sinni,
þótt þörf sé einhverrar
hvatningar til þess að koma þessu
áleiðis.
„Pabbi koma til þin”, „eiga þú
hann” og „búin öll mjólk” væru
samkvæmt þvíhvorki mismæli né
ranglega orðaðar setningar
heldur nýskapanir barnsins.
Barnið hefur aldrei heyrt nokk-
urn mann taka svona til orða og
hlýtur þess vegna að hafa búið
þessar setningar til.
Barnið setur mikilvægustu
orðin i byrjun setninga, þegar það
er að byrja að tala. Hið mikil-
væga i setningunni um mjólkina
hér aö ofan er ekki mjólkin heldur
sú staðreynd að mjólkin sé þrotin
og þess vegna setur barnið orðið
„búin fremst.”
Málgáfan er meðfædd
Bandariski sálfræðingurinn
Noam Chomsky, sem hefur sér-
hæft sig i talfræði, heldur þvi
fram, að málgáfan eða hæfileik-
inn til þess að búa til mál sé með-
fæddur.
Chomsky heldur fram þeiéri
kenningu að málið hafi ekki þró-
azt úr frumstæðum táknkerfum
eins og þeim sem apar, hestar,
fuglar, hundar eða aðrar verur
nota sin á milli, heldur sé málgáf-
an meðfædd og séreinkenni
mannsins. Hann segir að tungu-
málið myndi mynztur, sem sé hið
sama hjá öllum mönnum og þess
vegna séu allar tungur eins, ef
nógu djúpt er skyggnzt. Chomsky
talar um tvö stig, þegar hann
skilgreinir mál. Annars vegar
djúpstigið, sem sameini eða tengi
málin og hins vegar yfirborðs-
stigið, sem greini þau að.
Yfirborðsstigið einkennist af
hljóðunum eða þeim hluta máls-
ins, sem er heyranlegur, en hin
innri skipan eða niðurröðun
þeirra hugsana; sem maður vill
gæða orðum, einkennir djúp-
stigið. Akveðið kerfi af reglum
eða meðfætt málfræðikerfi tengir
hljóð og setningu og breytir hugs-
unum i orð og.orðum i hugsanir.
Djúpið og yfirborðið
Til er tiu ára gamall drengur i
Bandarikjunum, sem ekki kann
tök á hinu ytra máli, en hið innra
mál hans virðist hins vegar vera
fullþroskað. Drengurinn getur
ekki sagt eitt einasta orð, en tal-
færin eru samt i lagi og enga galla
að finna á tungu, úf eða radd-
böndum. Það eru ekki heldur sál
rænir örðugleikar innan fjöl-
skyldunnar, sem valda þessu en
slikt verður stundum til þess að
hamla þroska barnanna i þessu
efni. Þess vegna er talið, að þessi
AUSTFIRDING
Framsóknarmenn
> \
••
Ollum er heimill
aðgangur að
þessum
| fundum
l
almennra
stjórnmálafunda
á eftirtöldum
Bakkafirði
Vopnafirði
Borgarfirði
Seyðisfirði
Neskaupstað
Ræðumenn á
stöðum föstudaginn 7. september nk.:
Eskifirði Djúpavogi Allir
Reyðarfirði Höfn fundirnir
Fáskrúðsfirði Hrollaugsstöðum munu hefjast
Stöðvarfirði Breiðdal Egilsstöðum kl. 9 að kvöldi
fundunum verða auglýstir síðar