Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 26. ágúst 1973. Hrað- frystihús fjarðar hf. Kskif jörftur, cr vift innanverðan Keyðarfjörð. Bærinn hefur ávallt þótt snyrtilegur, en nú ber hann svo sannarlega af öðrum Austfjarðabæum, þvi að göturnar hafa verið lagðar oliumöl. Viða eru fagrir garðar umhverfis húsin og setja viðfeldinn svip á umhverfið. Nú er verið að leggja oliumöl á götur flestra bæjanna þarna og mun það gjörbreyta bæjarbragnum. Það tók : Austfirðinga ekki nema tvö, þrjú ár að glcyma sildinni og á síðustu tvcim árum hefur atvinnulifið gjörbreytzt og bolfiskur og loðna hafa komið i stað sildarinnar. Framleiða útflutningsvörur fyrir 350 millj. króna á dri Aðalsteinn Jónsson for- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf er eins konar þjóðsagnaper- sóna.. Svo mikið hefur hann grætt af peningum á sild og loðnu og þorski og öllu mögulegu, að hann hefur fengið af þjóð sinni nafnið ,,riki”, eða Alli riki eins og þeir segja fyrir Austan, en það hefur fáum hlotnazt hér á landi og naumast meir en einum, eða tveim á hverri öld. — ~"'i T i ■■ * . «■% i r-r, , ■ ’ " JP Ég tel þetta vera fullkomnustu síldar- verksmiðju á landinu" segir Aðalsteinn Jónsson forstjóri á Eskifirði í viðtali við Tímann. Aðalsteinn Jónsson forstjóri á Eskifirði, hóf feril sinn, sem verkstjóri f Hraðfrystihúsinu á Eskifirði, en stjórnar nú fyrirtækjum, sem afla hundruð milljóna i gjaldeyri. Framleiðsluvörur fyrirtækisins seldust fyrir um 350 milljónir króna á siðasta ári. Sagan segir, að hann hafi orðið svona rikur af þvi að hann missti vinnuna I frystihúsinu þar sem hann var verk- stjóri, svo hann bara keypti húsið og rak for- stjórann og settist i sæti hans sjálfur og byrjaði að fikta við hjólin til að fá þau til að snúast. Og svo kom sild og aftur sild og verksmiðjurnar gerðu hann og bróður hans að millum. — Það sést samt ekki á honum Alla að hann eigi aura, hélt maðurinn, sem við vorum að tala við áfram, þvi að hann er ekki fyrr búinn að fá þá'í hendur, en hann eyðir þeim og meira til i allan fjandann, i frystihúsið, i verksmiðjurnar og í að kaupa handa sér togara. Sildarverksmiðjan einsog visindastöð Við ókum um Eskifjörð með Aðalstein Jónssyni, forstjóra hraðfrystihússins og skoðuðum starfsemina. Það er i raun og veru erfitt að lýsa þvi, hve há- þróaður fiskiiðnaðurinn er að verða á tslandi. Götur hafa verið lagaðar með oliumöl og allt er fágað og snyrtilegt, þar sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.