Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 21
Sunnudagur 26. ágúst 1973. TÍMINN 21 N SÉÐ aö þar striðir á móti þeirra trúar- sannfæringu — og þeir um það, það er vitanlega þeirra mál. Skyggnilýsingar — Það heyrist oft auglýst, Haf- steinn, að þú flytjir erindi og haldir skyggnilýsingar á þessum staðeða hinum. Hvernig fer þetta fram? — Þessa iðju hef ég stundað um margra ára skeið. Árið 1938 hafði ég mina fyrstu skyggnilýsingu, hérna igamla Varðarhúsinu. Það var á vegum Sálarrannsókna- félags íolands. Ég var svo feiminn, að ég snéri hnakkanum i fólkið og lýsti aftur fyrir mig Siðan rjátlaðist þessi feimni af mér, og annað slagið hélt ég skyggnilýsingafundi i Sálarrann- sóknafélagninu, fram til ársins 1952, að við fórum af stað út á landsbyggðina, ég og Jónas heitinn Þorbergsson, fyrrum ut- varpsstjóri. — Hvar var ykkar fyrsti fundur haldinn? — Fyrsti fundurinn úti á landi var haldinn á Akranesi. Fundirn- ir fóru þannig fram, að Jónas hélt erindi, en ég lýsti út i salinn. Siðan hef ég unnið að þessu,fyrst-i mörg ár með Jónasi, en siðan fór ég að fara einn. Ég byrjaði þá á þvi að halda erindi og útskýra, hvernig skyggnilýsingafundur færi fram. Ég sagði frá stjórnendum minum frá hinum heiminum, og hvernig slikur fundur er upp byggður af þeirra hálfu, hinum megin. Að erindinu loknu settist ég við litið borð á sviðinu. Innan skammt fór að losna svo um minn ytri mann, að ég komst að miklu leyti út fyrir sjálfan mig. Ég er þá á mörkum heimanna ogheyri jafnt i báða. Ég lýsi svo þvi, sem sést i saln- um, og bið fólkið, ef það kannist við lýsingu, eða þekki nöfn á þvi fólki úr hinum heiminum, sem ég er að tala um, að koma þá til móts við mig. Það má spyrja, þvi að það er staðreynd, að ef ég næ annars vegar sambandi við þann, sem ég er að vinna fyrir hérna megin, og hinn, sem er fyrir handan, þá opnast samband og ég hef möguleika á að ná meiri lýsingu, og jafnvel hugsanlegt að ég geti komið orðsendingum á milli — Þetta ert þú búinn að stunda lengi? — Já, þetta hef ég gert um meira en tuttugu ára skeið. Ég hef farið nærri um allt landið, og nú er svo komið, að heita má að húsfyllir sé, hvar sem ég kem. — Er algengt að fólk þekki það, sem lýst er á þessum fundum? — Jú, það viröist svo. Ég hef fengið mörg bréf og upphringing- ar, þar sem mér er þökkuð koman og látin í ljós ánægja með árang- urinn. Mig langar að segja hér frá ein- um atburði, sem sýnir vel þann mikla áhuga, sem fólk sýnir þessum fundum minum. Fyrir allmörgum árum ætlaði ég að fara að halda fund i sam- komuhúsi einu hér suður með sjó. Um það leyti sem ég átti að fara að hefja erindið, tek ég eftir þvi, að inn i salinn kemur kona á bezta aldri og ber á handleggnum dreng, á að gizka þriggja til fjög- urra ára. Satt að segja leizt mér ekkert á þetta, og ætlaði naumast að trúa þvi að konunni væri það alvara að ætla að sitja á slikum fundi með svona ungt barn með sér. Hvað myndi verða, ef þaö færi nú allt i einu að gráta og gera truflun? Konan settist svo mjög aftarlega i salinn, en ég byrjaði Andspænis stórfengleik nóttúrunnar er maðurinn lítill , hver finnur ekki vanmótt sinn gagnvart því sem meira er og mdttugra en sjólfur hann? að flytja mitt erindi. A meðan ég flutti mál mitt, var ég annað slag- ið að gefa konunni gætur — eða þó öllu fremur barninu, sem hún hélt á. Tók ég þá eftir þvi, að drengur- inn var alltaf eitthvað að hreyfa hendurnar, og brátt sá ég, að hann var með bandhnykil á milli handanna, og rakti ýmist niður af honum eða vatt upp á hann aftur. Svona gekk þetta allan fundinn, og það datt hvorki né draup af blessuðu barninu hann var auð- sjáanlega vanur þessum leik og undi honum vel. Hvað var það, sem rak þessa konu svo mjög á fundinn, að hún gat ekki hugsað sér að vera án hans. iafnvel þó hún yrði að hafa stálpað barn með sér og sitja undir þvi allan timann? Þetta er aðeins ein af mörgum spurningum, sem ég hef ekki getað svarað, þvi að sann- leikurinn er sá, að fólk hefur komið á fundi undir hinum ólik- legustu kringumstæðum, og áreiðanlega oft af brýnni andlegri þörf. Þess eru dæmi, að fólk hafi komið á öllum tiltækum farar- tækjum, hestum, dráttarvélum, heyvögnum, þar sem divanar hafa verið hafðir fyrir sæti, blint fólk og fatlað, — fólk með alls kyns aðstæður og hugsunarhátt, en öllum var hún sameiginleg þessi óslökkvandi þrá eftir þvi að komast i samband við eitthvað sem hét andlegir hlutir. Þannig erum við, Islendingar. Reimleikar — A Islandi hefur löngum verið talað um draugagang og sitt- hvað sem þótt hefur óþægilegt i sambandi við dulræn efni. Hefur þú aldrei komizt i kast við slika hluti? — Ég veit ekki, hvað ég á að segja um þessa hlið málanna. Það hefur oftlega komið fyrir i minu miðilsstarfi, að ég hef orðið ..llul(lui'ólk...vai' alls staðar i kringuin Þingvalia vatnið..." segir 11afstoinn Itjiirnsson. Ilér sést nokkur liluti af Alnianiiagjá. Þar býr landið yfir einhvcrri furðulcgri dul og kynngi. cins og liver klettur sé þrunginn lifi. að kyrra það sem i gamla daga var kallað draugagangur. Ég á við svipi framliðinna manna, sem ganga ljósum logum og gera viðkomandi fólki skráveifur, stundum mjög miklar. Það geta orðið svo mikil börgð að þessu, að tæplega sé lift i þeim húsum, þar sem svona er ástatt. — Hefur þér alltaf tekizt að bægja þessum óþægindum frá? — Já, yfirleitt hefur mér tekizt það. En venjulega tekst ekki að ná þeim i burtu, sem þar ganga um garða, nema með þvi að halda miðilsfund á staðnum. Þetta blossar upp alltaf annað slagið, og á ótrúlegustu stöðum. Ekki trúarbrögð — Er spiritisminn þér trúar- brögð, eða gengur þú að þessu eins og hverri annarri vinnu? — Spiritisminn er mér ekki nein trúarbrögð og hefur aldrei veriö það. Hann er staðreynd, sem byggist á rannsóknum vis- indamanna. Sem betur fer, þá höfum við, hér á tslandi, losnað við þann spiritisma, sem gerður hefur verið að trúarbrögðum, eins og átt hefur sér stað sums staðar, til dæmis i Danmörku og Englandi, þar sem miðlarnir vinna prestsverk og stofnaðir hafa verið söfnuðir utan um þá. Ég fyrir mitt leyti álit, að kristin kirkja sé núna komin langt frá þvi að vera nokkuð lik frumkristn- inni. En hjá spiritistum eru ein- mitt að gerast sams konar hlutir og gerðust hjá hinum fyrstu kristnu söfnuðum. Ég á þar við birtingu framliðinna, lækningar frá öðrum heimi, kraftaverk, sem unnin voru með fulltingi hjálpar- sveita, sem eru tengiliðir á milli heimanna, og svo framvegis. — Hvernig finnst þér unga fólkið lita á þessi mál? — Ég þykist hafa veitt þvi at- hygli siðastliðin tiu ár, að unga fólkið fær ekki neina fótfestu i kenningum krikjunnar. Engu að siður er svo óendanlega mikil trú- arþörf i sál þess, að það leitar si- fellt að einhverju, sem það finnur ekki i daglegu lifi velmegunar og peningaflóðs. A undanförnum ár- um hafa risið hér upp söfnuðir, hver á l'ætur öðrum, og má þar siðast nefna Asatrúaremnnina. Hvað er þarna á ferðinni? Hvað vantar þetta fólk? Það finnur, að fullt búr matar er ekki nóg til þess að veita lifshamingju. Þar þarf meira til. — Heldur þú, að þetta fólk, sem við vorum að tala um, sé yrirleitt jákvætt gagnvart spiritisman- um? — Það unga fólk, sem ég hef kynnzt, er ákaflega jákvætt og elskulegt fólk. Ég held, að á minum langa starfsferli hafi spiritisminn aldrei verið jafn sterkur og nú. — VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.